Erindi á málþingi Félags heimspekikennara 13. apríl 2013
eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur
Nafnið „Samhljómur lýðræðisins“ hljómar kannski barnslega því lýðræði einkennist ekki af samhljómi. Það er fullt af átökum, þar fá mótsagnir að birtast og skoðanir á öndverðum meiði að talast við. Í lýðræði verða átökin spennandi og gefa færi á nýrri sköpun. En hver er þá samhljómurinn? Ég ætla að leitast við að gera grein fyrir samhljóminum í lýðræðinu sem tengir okkur saman í margbreytileikanum á svo fjölbreyttan hátt.
Ég vil byrja á að gera stutta grein fyrir þeim skilningi sem ég hef á þeim tveimur grunnþáttum (en þremur hugtökum) sem felast í yfirskrift málþingsins.