Heimspekileg æfing 22. nóvember

ATHUGIÐ! Breyttur tími á næstu heimspekilegu æfingu:

Fimmtudaginn 22. nóvember 2012 kl. 20.00 verður heimspekileg æfing í stofu 301 í Gimli, Háskóla Íslands. Kristian Guttesen og Ylfa Björg Jóhannesdóttir munu kynna verkefni sem þau settu saman fyrir nemendur í Háskóla unga fólksins. Verkefnið heitir Borðspilagerð: Heimspeki og sókratísk samræða.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Námskeið fyrir kennara

Laugardaginn 22. september hefst námskeiðið Heimspeki í skólastarfi. Kennarar eru Hreinn Pálsson og Brynhildur Sigurðardóttir. Námskeiðið hefst með heils dags dagskrá þar sem farið verður yfir grundvallaratriði í barnaheimspeki og samræðuþjálfun. Í kjölfar þessa námskeiðsdags verða síðan mánarlegir fundir þar sem haldnar verða samræðuæfingar. Námskeiðið er ætlað starfandi kennurum og uppbyggt þannig að þátttakendur fái sem mesta þjálfun í samræðu og samræðustjórnun. Námskeiðið kostar 15.000 krónur og skráning fer fram á heimasíðu Klifsins, skapandi fræðsluseturs.

Rökfræði fyrir heimspekikennara

Catherine McCall heimspekingur og kennari í Skotlandi er að undirbúa rökfræðinámskeið fyrir heimspekikennara. Staður, tími og verð námskeiðsins er enn ekki ákveðið en Catherine er að kanna áhuga á námskeiði af þessu tagi. Eru einhverjir kennarar á Íslandi sem hafa áhuga á þátttöku í slíku námskeiði? Þá er upplagt að ýta á “like” hér að neðan. Continue reading Rökfræði fyrir heimspekikennara

Námskeið Oscar Brenifier, sumar 2012

Sjöunda alþjóðlega heimspekinámskeið heimspekistofnunar Dr. Oscar Brenifier og félaga verður haldið 6.-12. ágúst 2012. Námskeiðið er haldið á ensku og fjöldi þátttakenda verður 25-30 manns. Þátttökugjald er 600 EUR og innifalið í því er námskeiðsgjald, fæði og húsnæði. Nokkrir íslenskir heimspekikennarar hafa nú þegar farið á námskeið hjá Oscar Brenifier og telja reynsluna mikilvæga og lærdómsríka. Nánari upplýsingar um námskeiðið og verk Dr. Brenifier má nálgast á heimasíðu hans.

Sumarnámskeið IAPC í Mendham, NJ

Árlegt sumarnámskeið IAPC (Institute for the Advancement of Philosophy for Children) verður haldið 4. -11. ágúst 2012. Námskeiðin eru haldin í gömlu klaustri í dreifbýli New Jersey og óhætt er að segja að þátttaka í þeim sé góð næring fyrir líkama og sál auk þess að vera góð þjálfun fyrir þá sem vilja styrkja færni sína í heimspekilegri samræðu og samræðukennslu.

Á námskeiðunum er námsefni eftir Matthew Lipman og félaga notað til að þjálfa þátttöku í heimspekilegu samræðufélagi og samræðustjórnun. Þátttakendur fá þjálfun í að greina heimspekileg hugtök og að finna heimspekilegar áherslur í námsefni og daglegri umræðu. Fræðilegar undirstöður heimspeki með börnum eru einnig til umfjöllunar.

Nokkrir íslenskir kennarar og heimspekingar hafa á undanförnum árum tekið þátt í námskeiðunum í Mendham og mæla eindregið með þeim. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu IAPC og í sérstakri auglýsingu um námskeiðið sumarið 2012.

Heimspeki í leik- og grunnskólum: Fyrstu skrefin

Félag heimspekikennara og þróunarhópur um heimspekilega samræðu í skólum Garðabæjar heldur námskeið 9. og 10. mars 2012 í Garðaskóla, Garðabæ. Gestakennari á námskeiðinu verður Liza Haglund heimspekingur og kennari sem starfar við kennaradeild Södertörns Högskola í Stokkhólmi. Dagskráin hefst kl. 13.00 föstudaginn 9. mars á fyrirlestrinum „Réttur barna og unglinga til að hugsa saman – heimspekileg samræða á öllum sviðum menntunar.“ Allir eru velkomnir.

Nánari upplýsingar má sjá í auglýsingu.

Dagskrá námskeiðsins:

Continue reading Heimspeki í leik- og grunnskólum: Fyrstu skrefin