Verkefnabanki Heimspekitorgsins

Verkefnabanki heimspekitorgsins er vefur sem geymir safn verkefna og kennsluáætlana fyrir nemendur frá leikskóla og upp á fullorðinsaldur. Ritstjórn vefsins er skipuð Brynhildi Sigurðardóttur, Ingimar Ó. Waage, Jóhönnu Guðrúnu Ólafsdóttur og Jóhönnu Kristínu Guðmundsdóttur. Á vefnum er hægt að leita að efni fyrir tiltekinn aldur eða eftir viðfangsefnum. Áhersla er lögð á að birta verkefni sem nýta heimspekilega samræðu í kennslustundum og eru kennsluleiðbeiningar byggðar upp þannig að kennarar geti nýtt þær þótt þeir hafi ekki mikla reynslu af heimspekikennslu. Verkefnin fjalla um heimspekilegar spurningar og viðfangsefni af ýmsu tagi. Í Verkefnabankanum má finna rökgátur og -þrautir, leiki sem þjálfa hlustun og aðra grunnþætti í hópefli og framsögu, æfingar um heimspekilegar spurningar sem settar eru fram á skemmtilegan hátt til að virkja nemendur og kennara í innihaldsríkar samræður.