SOPHIA – ráðstefna 2012

SOPHIA eru samtök barnaheimspeki kennara í Evrópu. Samtökin halda árlega ráðstefnu þar sem félagsmenn kynna hugmyndir og verkefni, skiptast á skoðunum og styrkja tengslanet sitt. Næsta ráðstefna þeirra verður í Serbíu 14.-16. september 2012 og nánari upplýsingar um ráðstefnuna, skráningu, ferðir og gistingu má nálgast hér.

Viðfangsefni ráðstefnunnar er “heimspeki í heimspeki með börnum” (Philosophy in Philosophizing with Children). Tekið er við tillögum að málstofum til 1. júní 2012 og hér má nálgast nánari upplýsingar um hvernig senda á inn erindi.

SOPHIA: samtök barnaheimspekinga í Evrópu

SOPHIA eru evrópusamtök barnaheimspekinga og starfsemi þeirra má kynna sér á heimasíðunni http://sophia.eu.org/. Samtökin halda árlega samstarfsfundi þar sem heimspekikennarar hittast, segja frá verkum sínum og styrkja tengslin við aðra kennara. Næsti samstarfsfundur verður haldinn í Istanbul 30. september – 1. október 2011 og það er Dr. Nimet Kucuk  sem er gestgjafi.