Heimspeki fyrir börn í sumar

Börn og unglingar á höfuðborgarsvæðinu geta sótt heimspekinámskeið af ýmsu tagi þetta sumar. Í júní var heimspeki kennd á tveimur námskeiðum í Háskóla unga fólksins en þar voru kennarar þau Ylfa Jóhannesdóttir og Kristian Guttesen. Í þessari viku hófust námskeið fyrir 5-13 ára börn sem Sigurlaug Hreinsdóttir kennir. Nánari upplýsingar um námskeið Sigurlaugar má nálgast hér og í viðtali við Fréttablaðið segir hún frá markmiðum námskeiðanna.

Rökfræði fyrir heimspekikennara

Catherine McCall heimspekingur og kennari í Skotlandi er að undirbúa rökfræðinámskeið fyrir heimspekikennara. Staður, tími og verð námskeiðsins er enn ekki ákveðið en Catherine er að kanna áhuga á námskeiði af þessu tagi. Eru einhverjir kennarar á Íslandi sem hafa áhuga á þátttöku í slíku námskeiði? Þá er upplagt að ýta á “like” hér að neðan. Continue reading Rökfræði fyrir heimspekikennara

Námskeið Oscar Brenifier, sumar 2012

Sjöunda alþjóðlega heimspekinámskeið heimspekistofnunar Dr. Oscar Brenifier og félaga verður haldið 6.-12. ágúst 2012. Námskeiðið er haldið á ensku og fjöldi þátttakenda verður 25-30 manns. Þátttökugjald er 600 EUR og innifalið í því er námskeiðsgjald, fæði og húsnæði. Nokkrir íslenskir heimspekikennarar hafa nú þegar farið á námskeið hjá Oscar Brenifier og telja reynsluna mikilvæga og lærdómsríka. Nánari upplýsingar um námskeiðið og verk Dr. Brenifier má nálgast á heimasíðu hans.