Staða námsbóka gagnvart grunnþáttum menntunar – Glósur úr fyrirlestri Erlu Karlsdóttur á fræðslufundi Félags heimspekikennara 20. febrúar 2013

Í almennum hluta aðalnámskrár fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla 2011 er í fyrsta sinn gerð grein fyrir grunnþáttum í íslenskri menntun. Þeir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Á öðrum fræðslufundi Félags heimspekikennara ræddi Erla Karlsdóttir um skýrslu sem hún vann síðastliðið sumar „Um stöðu námsbóka Námsgagnastofnunar gagnvart sex grunnþáttum menntunar.“

Continue reading Staða námsbóka gagnvart grunnþáttum menntunar — Glósur úr fyrirlestri Erlu Karlsdóttur á fræðslufundi Félags heimspekikennara 20. febrúar 2013

Fræðslufundur 20. febrúar

Annar fræðslufundur Félags heimspekikennara verður 20. febrúar, kl. 20:00, þá heimsækir Erla Karlsdóttir félagið en erindi hennar nefnist „Um stöðu námsbóka Námsgagnastofnunar gagnvart sex grunnþáttum menntunar.“ Fundurinn fer fram í Verzlunarskóla Íslands og allir eru velkomnir.

Sjá nánar á Facebook síðu viðburðarins.

Innleiðing aðalnámskrár

Innleiðingarferli aðalnámskrár 2011 er í fullum gangi. Í skólum er rýnt í grunnþætti menntunar, metið hvort og hvernig gera þurfi breytingar á skólanámskrá, kennsluhættir og námsmat tekið til endurskoðunar. Hópar kennara og skólastjórnenda funda og vinna saman á ýmsan hátt. Heimspekikennarar hafa margt fram að færa í þessu innleiðingarferli því ljóst er að ástundun heimspekilegrar samræðu stefnir að þjálfun margra þeirra hæfniþátta sem aðalnámskráin leggur áherslu á. Brynhildur Sigurðardóttir heimspekikennari í Garðaskóla lýsir tengslum heimspekilegrar samræðu við grunnþætti menntunar í glæru sem má skoða hér. Continue reading Innleiðing aðalnámskrár

Samræða í Garðaskóla: Fegurð og list

Í vetur kennir Ingimar Waage heimspekival í Garðaskóla. Í hópnum eru nemendur úr 9. og 10. bekk sem hittast tvisvar í viku og glíma við ýmiss konar heimspekilegar spurningar. Viðfangsefni þeirra þessa viku eru list og fegurð. Verkefnið hófst á því að Ingimar sýndi nemendum fimm listaverk: Fountain eftir Duchamp, No. 1 eftir Pollock, Stúlka með perlueyrnalokka eftir Vermeer, Svín í formalíni eftir Hirst og Dauði Hyacinth eftir Broc.

    

Continue reading Samræða í Garðaskóla: Fegurð og list

Vel heppnað málþing

Laugardaginn 13. október hélt Félag heimspekikennara í samstarfi við verkefnið Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum málþingið Hver er heimspekin í barnaheimspekinni? Málþingið sóttu um 60 manns, heimspekingar og kennarar af öllum skólastigum. Þór Saari opnaði þingið og sagði frá þingsályktunartillögu sem hann lagði nýlega fyrir Alþingi ásamt fleiri þingmönnum um heimspeki sem skyldunámsgrein í grunn- og framhaldsskólum. Á málþinginu voru flutt 9 erindi þar sem fjallað var um heimspekikennslu á fræðilegan hátt auk þess sem skemmtileg reynsludæmi voru lögð fram. Hreinn Pálsson skólastjóri Heimspekiskólans frumsýndi nokkur myndbönd þar sem Matthew Lipman svarar spurningum um grundvallaratriði í barnaheimspeki. Viðtölin við Lipman voru tekin upp sumarið 1992 þegar Lipman heimsótti Ísland ásamt Ann Margaret Sharp og fleiri frumkvöðlum barnaheimspekinnar. Continue reading Vel heppnað málþing

Vilja efla heimspekikennslu

Í dag var lögð fram á Alþingi Íslendinga þingsályktunartillaga um að efla heimspekikennslu í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Tillagan hefur verið í undirbúningi undanfarin misseri og nokkrir meðlimir í Félagi heimspekikennara lögðu fram athugasemdir við hana á fyrri stigum málsins. Innan félagsins eru skiptar skoðanir um þingsályktunartillöguna. Á meðan sumir sjá í henni tækifæri til að auka aðgang ungra Íslendinga að heimspekilegum vinnubrögðum þá hafa aðrir áhyggjur af því að tillaga sé óraunhæf því kennara skortir menntun og reynslu í heimspeki og munu því ekki geta sinnt kennslunni á viðeigandi hátt. Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt í umræðu um málið á Facebook síðu félagsins.

Málþing um barnaheimspeki 13. október 2012

Laugardaginn 13. október 2012 verður efnt til málþings um barnaheimspeki í Verzlunarskóla Íslands, en þar munu reyndir heimspekikennarar leggja fram hugleiðingar um heimspeki og heimspekikennslu sem þátttakendur geta síðan tekið til umræðu. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Þeir sem hyggjast mæta eru vin­samlegast beðnir um að skrá sig í gegnum netfangið heimspeki­kennarar@gmail.com svo hægt sé að áætla þær léttu veitingar sem boðið verður upp á í matarhléinu.

Continue reading Málþing um barnaheimspeki 13. október 2012

Heimspeki og fjölmenning: nýtt námsefni

Út var að koma bókin Eru allir öðruvísi? Fjölmenning og heimspeki. Höfundur er Jóhann Björnsson en um myndskreytingu sá Björn Jóhannsson 19 ára gamall nemi í bifreiðasmíði.

Bókin fjallar um ýmsa þætti fjölmenningarsamfélagsins með heimspekilegum hætti. Í henni má finna efni sem hentar fólki á öllum aldrei, börnum, unglingum og fullorðnum. Hún samanstendur af sex köflum sem hver um sig hefur ákveðið þema og eru kaflaheitin þessi: 1. Hverjir eiga heiminn? 2. Hvað er besta tungumál í heimi? 3. Af hverju eru ekki allir eins á litinn? 4. Hvað er í matinn? 4. Hvað með guð? 5. Eru allir útlendingar?

Myndir úr bókinni og nánari upplýsingar má nálgast á Sísýfos heimspekismiðju.

Námskeið fyrir kennara

Laugardaginn 22. september hefst námskeiðið Heimspeki í skólastarfi. Kennarar eru Hreinn Pálsson og Brynhildur Sigurðardóttir. Námskeiðið hefst með heils dags dagskrá þar sem farið verður yfir grundvallaratriði í barnaheimspeki og samræðuþjálfun. Í kjölfar þessa námskeiðsdags verða síðan mánarlegir fundir þar sem haldnar verða samræðuæfingar. Námskeiðið er ætlað starfandi kennurum og uppbyggt þannig að þátttakendur fái sem mesta þjálfun í samræðu og samræðustjórnun. Námskeiðið kostar 15.000 krónur og skráning fer fram á heimasíðu Klifsins, skapandi fræðsluseturs.