Námskeið með Emma og Peter Worley

Félag heimspekikennara í samstarfi við The Philosophy Foundation heldur námskeiðið HEIMSPEKI MEÐ BÖRNUM Í LEIK-, GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLA dagana 9.-10. ágúst 2018. Um tveggja daga vinnustofu er að ræða og allir eru velkomnir.

Staðsetning: Garðaskóli, Garðabæ
Tími: 9.-10. ágúst 2018, kl. 9-16 báða daga
Námskeiðsgjald: 32.000 krónur

Um námskeiðið:

Emma og Pete Worley frá The Philosophy Foundation koma til Íslands og halda tveggja daga „Stage 1“ námskeið þar sem farið er á dýptina í fræðum og framkvæmd heimspekilegrar samræðu með börnum og ungmennum. Námskeiðið er skemmtilegt og innihaldsríkt og hentar öllum kennurum, bæði þeim sem þegar hafa reynslu af kennslu í heimspeki og samræðu og algjörum byrjendum á þessu sviði. Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast og þróa færni sína í stjórnun heimspekilegrar samræðu. Continue reading Námskeið með Emma og Peter Worley

Aðalfundur 16. nóvember 2017

Aðalfundur félags heimspekikennara verður haldinn í Hannesarholti, Grundarstíg 10 í Reykjavík, fimmtudaginn 16. nóvember kl. 20-22.

Dagskrá fundarins:

  1. Heimspekikennsla á tímum tækninnar. Atli Harðarson og Ragnar Þór Pétursson flytja hugleiðingar. Samræða í kjölfarið.
  2. Hefðbundin aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar og reikningar verða lagðir fram. Stjórnin öll býður sig fram til áframhaldandi starfs en kallar eftir aðkomu fleiri félaga í ritstjórn Heimspekitorgsins.

Við hvetjum félagsmenn og aðra áhugasama til að mæta og taka þátt í mikilvægri ígrundun um heimspeki og menntun. Hannesarholt er opið frá hádegi og fram til kl. 22 á fimmtudögum. Fundurinn fer fram í veitingasal og gestir geta verslað í veitingasölunni.

Málþing um gagnrýna hugsun og menntun

Hugleiðingar-um-gagnrýna-hugsun-net-3Málþing um gagnrýna hugsun og menntun verður haldið í Hannesarholti þriðjudaginn 2. desember kl. 20.00. Málþingið er haldið í tilefni af því að nýlega kom út bókin Hugleiðingar um gagnrýna hugsun: Gildi hennar og gagnsemi eftir heimspekingana Henry Alexander Henrysson og Pál Skúlason.  Athyglinni verður sérstaklega beint að hlutverki gagnrýninnar hugsunar í menntun. Continue reading Málþing um gagnrýna hugsun og menntun

Heimsókn til heimspekikennara

Félag heimspekikennaraFélag heimspekikennara býður í heimsókn til heimspekikennara. Arnar Elísson kennari við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ segir frá því sem hann gerir í heimspekiáföngum skólans. Hann mun tala um hvernig hann skipuleggur áfanga, hvaða lesefni hann setur fyrir og hvernig hann hagar kennslunni almennt. Í FMos er verið að þróa leiðsagnarmat og námið allt er verkefnamiðað. Arnar segir sjálfur að hér verði um játningar kennarans að ræða.

Tími: Miðvikudaginn 24. september kl. 20-22

Staður: Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Bjarkarholti 5, Mosfellsbæ

 

„Virðing í netmiðlum“ – Vinnustofa


Föstudaginn 7. mars kl. 15:00 stendur MenntaMiðja fyrir vinnustofu sem ber yfirskriftina „Virðing í netmiðlum“ í stofu H-201 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ v/Stakkahlíð.

Stjórnandi er Kristian Guttesen, sem sótti ráðstefnu um efnið á vegum Pestalozzi áætlunar Evrópuráðsins í nóvember sl. Pestalozzi ráðstefnur eru ætlaðar til að stuðla að starfsþróun skólafólks með því að bjóða útvöldum kennurum og öðru skólafólki tækifæri til að kynnast því nýjasta sem er að gerast á tilteknum sviðum sem tengjast námi og kennslu. Continue reading „Virðing í netmiðlum“ – Vinnustofa

Kynningarefni um heimspeki

Sumarið 2012 vann Kristian Guttesen átaksverkefni fyrir Vinnumálastofnun sem starfsmaður Heimspekistofnunar Háskóla Íslands. Verkefni fól í sér gerð kennslu- og kynningarefnis um heimspeki fyrir elstu bekki grunnskóla. Efnið byggði meðal annars á verkefnum sem hann vann ásamt Ylfu Jóhannesdóttur í Háskóla unga fólksins þá um sumarið. Markmið verkefnisins var að setja saman sjálfstæða kynningarpakka um þætti úr fræðum heimspekinnar. Continue reading Kynningarefni um heimspeki

Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu

Í vorhefti tímaritsins Uppeldi og menntun á þessu ári birtist grein eftir Kristian Guttesen undir heitinu „Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu“. Þetta hefti hefur nú verið gert aðgengilegt á Skemmunni og Tímarit.is, og hefur höfundur því brugðið á það ráð að gera greinina aðgengilega á vefsvæðinu Academia.edu.
Continue reading Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu

Viðtal við heimspekikennara: Síðuskóli á Akureyri

Heimspekitorgið tók nýlega viðtal við Sigrúnu Sigurðardóttur sem kennir heimspekival við grunnskólana á Akureyri. Sigrún er kennari í Síðuskóla en valgreinar eru boðnar þvert á skóla til að auka úrval greina sem nemendur geta valið úr. Svör Sigrúnar við nokkrum spurningum Heimspekitorgsins má lesa hér að neðan. Continue reading Viðtal við heimspekikennara: Síðuskóli á Akureyri

Ný heimasíða ICPIC

ICPIC, alþjóðasamtök barnaheimspekinga, uppfærðu nýlega heimasíðu sína. Þar má nálgast upplýsingar um ráðstefnu samtakanna sem hefst í Suður-Afriku í byrjun september. Heimasíðan birtir upplýsingar um ýmsar ráðstefnur og námskeið á sviði barnaheimspeki auk þess sem þar verða í boði nokkrir umræðuhópar sem áhugasamir geta skráð sig í.