„Virðing í netmiðlum“ – Vinnustofa


Föstudaginn 7. mars kl. 15:00 stendur MenntaMiðja fyrir vinnustofu sem ber yfirskriftina „Virðing í netmiðlum“ í stofu H-201 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ v/Stakkahlíð.

Stjórnandi er Kristian Guttesen, sem sótti ráðstefnu um efnið á vegum Pestalozzi áætlunar Evrópuráðsins í nóvember sl. Pestalozzi ráðstefnur eru ætlaðar til að stuðla að starfsþróun skólafólks með því að bjóða útvöldum kennurum og öðru skólafólki tækifæri til að kynnast því nýjasta sem er að gerast á tilteknum sviðum sem tengjast námi og kennslu.

Vinnustofan er ætluð kennurum á unglingastigi grunnskóla og framhaldsskólastigi og öðru áhugafólki um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu.

Í vinnustofunni verður fjallað um:

  • siðferði á netinu
  • ímynd kvenna í auglýsingum, kvikmyndum og fjölmiðlum

Kynning á hugtakinu „virðingu“

Markmið vinnustofunnar er að þátttakendur komist að því:

  • hvernig aðrir skilja hugtakið „virðingu“
  • hvort og hvernig megi tengja þennan skilning við mannréttindaákvæði og siðferðileg gildi svo sem jöfnuð, jafnrétti og jafnræði

http://uttorg.menntamidja.is/2014/03/06/virding-i-netmidlum-vinnustofa/