Fyrirlestur Mikaels Karlssonar 1. mars: Siðasúpan

Siðasúpan: skilaboð til þeirra sem sitja í súpunni

Fyrirlestur Mikaels M. Karlssonar, prófessors, á vegum Siðfræðistofnunar og Heimspekistofnunar föstudaginn 1. mars 2013 kl. 15 í Lögbergi 103

Mikael KarlssonSiðfræði er greinandi heimspekileg umfjöllun um siðferði. En hvað er siðferði? Um það er engin ein viðtekin skoðun heldur ýmsar ólíkar skoðanir, margar þeirra vanhugsaðar eða byggðar á misskilningi að því er virðist. Einnig eru nokkrar ólíkar siðfræðikenningar eða tegundir kenninga sem greina og lýsa siðferði—rótum og kröfum þess—með ólíkum hætti. Continue reading Fyrirlestur Mikaels Karlssonar 1. mars: Siðasúpan

Örnámskeið í siðfræði

Laugardaginn 27. október n.k. verður annað örnámskeiðið á vegum Siðmenntar og Sísyfosar heimspekismiðju haldið. Að þessu sinni verður athyglinni beint að siðfræðinni sem er ein af greinum heimspekinnar. Þátttakendur fá að takast á við ýmis siðferðileg álitamál og kynnast lítillega nokkrum algengustu siðfræðikenningunum. Continue reading Örnámskeið í siðfræði

Siðfræði – námskeið hjá EHÍ

Hefur þú velt fyrir þér spurningum og álitamálum af siðferðilegum toga? Langar þig til að geta myndað þér hlutlæga og gagnrýna skoðun á slíkum málum? Á námskeiðinu Siðfræði: að greina, gagnrýna og bæta siðferði hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands verða markmið og möguleikar siðfræðinnar kynnt á aðgengilegan hátt. Continue reading Siðfræði — námskeið hjá EHÍ

Vilja efla heimspekikennslu

Í dag var lögð fram á Alþingi Íslendinga þingsályktunartillaga um að efla heimspekikennslu í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Tillagan hefur verið í undirbúningi undanfarin misseri og nokkrir meðlimir í Félagi heimspekikennara lögðu fram athugasemdir við hana á fyrri stigum málsins. Innan félagsins eru skiptar skoðanir um þingsályktunartillöguna. Á meðan sumir sjá í henni tækifæri til að auka aðgang ungra Íslendinga að heimspekilegum vinnubrögðum þá hafa aðrir áhyggjur af því að tillaga sé óraunhæf því kennara skortir menntun og reynslu í heimspeki og munu því ekki geta sinnt kennslunni á viðeigandi hátt. Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt í umræðu um málið á Facebook síðu félagsins.

Heimspeki og fjölmenning: nýtt námsefni

Út var að koma bókin Eru allir öðruvísi? Fjölmenning og heimspeki. Höfundur er Jóhann Björnsson en um myndskreytingu sá Björn Jóhannsson 19 ára gamall nemi í bifreiðasmíði.

Bókin fjallar um ýmsa þætti fjölmenningarsamfélagsins með heimspekilegum hætti. Í henni má finna efni sem hentar fólki á öllum aldrei, börnum, unglingum og fullorðnum. Hún samanstendur af sex köflum sem hver um sig hefur ákveðið þema og eru kaflaheitin þessi: 1. Hverjir eiga heiminn? 2. Hvað er besta tungumál í heimi? 3. Af hverju eru ekki allir eins á litinn? 4. Hvað er í matinn? 4. Hvað með guð? 5. Eru allir útlendingar?

Myndir úr bókinni og nánari upplýsingar má nálgast á Sísýfos heimspekismiðju.

Sísyfos heimspekismiðja

Félag heimspekikennara mælir með því að þið lítið við á Sísyfos heimspekismiðju sem  er vettvangur og upplýsingamiðill fyrir heimspekilega ástundun Jóhanns Björnssonar. Sísyfos heimspekismiðja býður upp á námskeið, kennsluráðgjöf og fyrirlestra í heimspeki og heimspekikennslu. Á heimasíðu heimspekismiðjunnar gefurJóhann auk þess innsýn í kennsluna hjá sér, segir frá verkefnum og vitnar í nemendur.

Heimspekikennarar láta heyra í sér

Elsa Haraldsdóttir og Kristian Guttesen skrifuðu nýlega grein sem birtist á Visir.is. Í greininni kalla þau eftir sterkari stöðu heimspekinnar í nýjum aðalnámskrám og vísa sérstaklega til kaflans um samfélagsfræðikennslu í grunnskólum. Félag heimspekikennara minnir á að frestur til að senda inn athugasemdir um námsgreinahluta aðalnámskrár grunnskóla rennur út 7. september næstkomandi. Félagið heldur uppi umræðu um nýju námskrána á Facebook.

Ný grein um heimspekikennslu á Íslandi

Í nýlegri grein Henrys Alexanders Henryssonar og Elsu Haraldsdóttur sem birtist í veftímaritinu Netlu er leitast við að skýra stöðu heimspekikennslu og gagnrýnnar hugsunar í íslenska skólakerfinu. Hugmyndir Íslendinga um stöðu heimspekinnar eru ræddar með hliðsjón af könnun sem gerð var á vegum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Spurt er hverjar séu raunhæfar vonir og væntingar um eflingu gagnrýnnar hugsunar og heimspeki í íslenskum skólum.

Ný Aðalnámskrá til umsagnar

Kæru félagar,

Á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytis hafa verið birt drög að
námssviða- og námsgreinahluta nýrrar aðalnámskrár grunnskóla.
Ég hvet félagsmenn til að kynna sér þau, og legg til að markvisst verði
efnt til umræðu um þau á fundum félagsins í sumar. Continue reading Ný Aðalnámskrá til umsagnar