Vefsíður um heimspekikennslu

Vefsíður á íslensku:

Gagnrýnin hugsun og siðfræði. Vefsvæði á vegum heimspekistofnunar Háskóla Íslands þar sem fjallað er um kennslu í siðfræði og gagnrýninni hugsun á fjölbreyttan hátt. Hér má finna auglýsingar um málþing og ráðstefnur. Birtar eru ritgerðir, fyrirlestrar og jafnvel heilar bækur tengdar efninu. Kennsluefni er aðgengilegt á síðunni og listi yfir efni sem gefið hefur verið út á Íslandi. Á síðunni er mjög gott tenglasafn.

Sísyfos heimspekismiðja. Sísyfos heimspekismiðja er vettvangur og upplýsingamiðill fyrir heimspekilega ástundun Jóhanns Björnssonar. Sísyfos heimspekismiðja býður upp á námskeið, kennsluráðgjöf og fyrirlestra í heimspeki og heimspekikennslu.

Heimspekiskólinn. Skólinn var rekinn af Hreini Pálssyni í Reykjavík og þar var unnið brautryðjendaverk í heimspekikennslu fyrir börn og unglinga á Íslandi. Hreinn þýddi námsefni og kennsluleiðbeiningar Matthew Lipman og félaga og notaði í kennslunni.

Stjörnukíkir var útvarpsþáttur á Rás 1 veturna 2007-2009. Í þáttunum var fjallað um listnám og sköpun og börn og unglingar sögðu frá vinnu sinni og verkum.

Í fjölmörgum þáttum var fjallað um heimspekikennslu og má þar m.a. nefna:

  • Leikskólar á Akureyri – listir og heimspeki í umsjón Rósu Kristínar Júlíusdóttur og Valgerðar Daggar Jónsdóttur – 9. þáttur 9. nóvember 2007
  • Laugalækjarskóli – lífsleikni hjá Jóni Thoroddsen – 13. þáttur 7. desember 2007
  • Garðaskóli – heimspekival hjá Brynhildi Sigurðardóttur – 17. þáttur 11. janúar 2008
  • Réttarholtsskóli – heimspekival hjá Jóhanni Björnssyni – 28. þáttur 18. apríl 2008
  • Framhaldsskólar – Ármann Halldórsson og Róbert Jack segja frá kennslubókinni “Heimspeki fyrir þig” – 38. þáttur 18. október 2008
  • Foldaborg – leikskólanemendur hjá Guðbjörgu Guðjónsdóttur – 45. þáttur 6. desember 2008
  • Garðaskóli – heimspekival hjá Ingimari Waage – 51. þáttur 24. janúar 2009

Hugsuðir – Skapandi íslenskunám.

  • Námsefni ætlað til íslenskukennslu í 8. – 10. bekk. Vefurinn er saminn af Ragnari Þór Péturssyni, heimspekingi og kennara við Norðlingaholtsskóla. Áhersla er lögð á skapandi hliðar námsins og gagnrýna hugsun og textar sem unnið er út frá eru oft ættaðir frá heimspekingum eða hafa skýra tilvísun í heimspekilegar spurningar og hugmyndir.

Erlendar vefsíður:

UNESCO skýrsla um heimspekikennslu á öllum skólastigum, útgefin 2007 (pdf)

p4c.com. Vefsvæði sem fjallar um heimspekikennslu og innleiðingu heimspeki í skólana. Hér má nálgast fréttabréf og komast í samskipti við heimspekikennara og heimspekikennsluverkefni um víða veröld. Mikill upplýsingabanki.

The Philosophy Man. Jason Buckley er breskur heimspekikennari sem heldur uppi heimasíðu og gefur út fréttabréf með leiðbeiningum og æfingum fyrir kennara sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimspekikennslu og/eða vilja þjálfa færni sína betur.

Ung filosofi i skolan. Liza Haglund er sænskur heimspekikennar sem hélt námskeið á vegum Félags heimspekikennara í mars 2012. Á þessari sænsku vefsíðu má finna fréttir af vel heppnuðum verkefnum og samræðum nemenda í sænskum skólum.

Philosophy for Kids er vefsíða Gareth B. Matthews. Á síðunni má finna ábendingar um góðar sögur til að vinna með í heimspeki með börnum og kennsluleiðbeiningar.