Fréttabréf janúar mánaðar

Fréttabréf janúar mánaðar er komið út. Fréttabréfið hefur tekið á sig nýtt útlit en er byggt upp á sama hátt og áður. Meðal efnis er auglýsing um fræðslufund félagsins, viðtöl við framhaldsskólakennara og verkefni ætluð til kennslu í framhaldsskólum, fréttir af degi heimspekinnar og ábendingar um ýmislegt fleira sem tengist heimspekikennslu.

Thinking – tímarit um barnaheimspeki

Tímaritið Thinking er gefið út af IAPC (The Institute for the Advancement of Philsophy for Children) við Montclair State University í New Jersey. Nýjasta tölublaðið (volume 20) er helgað verkum Matthew Lipman og Ann Margaret Sharp sem voru frumkvöðlar í barnaheimspeki, stofnendur IAPC og sátu í ritstjórn Thinking. Ann og Mat létust bæði árið 2010 og er þeirra beggja sárt saknað af heimspekingum og kennurum frá öllum heimshornum sem nutu þess að vinna með þeim og læra af þeim. Sýnishorn úr nýjasta tölublaði Thinking má nálgast hér og umsókn um áskrift að tímaritinu má nálgast hér.

 

Nýtt veftímarit: If then?

Á vefsvæðinu p4c.com er ýmiss konar efni tengt heimspeki með börnum. Hægt er að kaupa aðgang að kennsluefni og fleiri gögnum sem heimspekingar og kennarar leggja til síðunnar. Þar að auki er hluti síðunnar opinn öllum, t.d. tímaritið If then? þar sem birtar eru mikilvægar greinar úr sögu barnaheimspekinnar. Hvert tölublað If then? er helga ákveðnu þema, t.d. er fyrsta tölublaðið helgað heimspekilega samræðufélaginu (community of inquiry).

Málþing um barnaheimspeki 13. október 2012

Laugardaginn 13. október 2012 verður efnt til málþings um barnaheimspeki í Verzlunarskóla Íslands, en þar munu reyndir heimspekikennarar leggja fram hugleiðingar um heimspeki og heimspekikennslu sem þátttakendur geta síðan tekið til umræðu. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Þeir sem hyggjast mæta eru vin­samlegast beðnir um að skrá sig í gegnum netfangið heimspeki­kennarar@gmail.com svo hægt sé að áætla þær léttu veitingar sem boðið verður upp á í matarhléinu.

Continue reading Málþing um barnaheimspeki 13. október 2012

Málþing um barnaheimspeki – auglýst eftir erindum

Félag heimspekikennara hefur í samvinnu við verkefni um eflingu gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum hafið undirbúning að málþingi um barnaheim­speki sem haldið verður laugardaginn 13. október nk. í Verzlunarskóla Íslands. Á málþinginu munu reyndir heimspekikennarar leggja fram hugleiðingar um heimspeki og heimspekikennslu sem þátttakendur geta síðan tekið til umræðu. Stjórn Félags heimspekikennara tekur nú við tillögum að örfyrirlestrum sem fluttir verða á málþinginu. Hugmyndir og lýsingar á erindum má senda stjórn félagsins.

Continue reading Málþing um barnaheimspeki — auglýst eftir erindum

Heimspeki fyrir börn í sumar

Börn og unglingar á höfuðborgarsvæðinu geta sótt heimspekinámskeið af ýmsu tagi þetta sumar. Í júní var heimspeki kennd á tveimur námskeiðum í Háskóla unga fólksins en þar voru kennarar þau Ylfa Jóhannesdóttir og Kristian Guttesen. Í þessari viku hófust námskeið fyrir 5-13 ára börn sem Sigurlaug Hreinsdóttir kennir. Nánari upplýsingar um námskeið Sigurlaugar má nálgast hér og í viðtali við Fréttablaðið segir hún frá markmiðum námskeiðanna.