Thinking – tímarit um barnaheimspeki

Tímaritið Thinking er gefið út af IAPC (The Institute for the Advancement of Philsophy for Children) við Montclair State University í New Jersey. Nýjasta tölublaðið (volume 20) er helgað verkum Matthew Lipman og Ann Margaret Sharp sem voru frumkvöðlar í barnaheimspeki, stofnendur IAPC og sátu í ritstjórn Thinking. Ann og Mat létust bæði árið 2010 og er þeirra beggja sárt saknað af heimspekingum og kennurum frá öllum heimshornum sem nutu þess að vinna með þeim og læra af þeim. Sýnishorn úr nýjasta tölublaði Thinking má nálgast hér og umsókn um áskrift að tímaritinu má nálgast hér.