Samræða um hamingju

Nemendur í 10. bekk við Réttarholtsskóla sem leggja stund á heimspeki taka þátt í svo kölluðu etwinning verkefni, evrópsku samstarfsverkefni skóla þar sem fjallað er um hamingjuna. Þeir hafa nýverið tekið sér góðan tíma til að vega og meta ýmsa þætti sem hafa áhrif þegar um hamingju og óhamingju er að ræða. Í frétt hjá Sísýfos heimspekismiðju má lesa um framvindu samræðunnar.