Thinking – tímarit um barnaheimspeki

Tímaritið Thinking er gefið út af IAPC (The Institute for the Advancement of Philsophy for Children) við Montclair State University í New Jersey. Nýjasta tölublaðið (volume 20) er helgað verkum Matthew Lipman og Ann Margaret Sharp sem voru frumkvöðlar í barnaheimspeki, stofnendur IAPC og sátu í ritstjórn Thinking. Ann og Mat létust bæði árið 2010 og er þeirra beggja sárt saknað af heimspekingum og kennurum frá öllum heimshornum sem nutu þess að vinna með þeim og læra af þeim. Sýnishorn úr nýjasta tölublaði Thinking má nálgast hér og umsókn um áskrift að tímaritinu má nálgast hér.

 

Nýtt veftímarit: If then?

Á vefsvæðinu p4c.com er ýmiss konar efni tengt heimspeki með börnum. Hægt er að kaupa aðgang að kennsluefni og fleiri gögnum sem heimspekingar og kennarar leggja til síðunnar. Þar að auki er hluti síðunnar opinn öllum, t.d. tímaritið If then? þar sem birtar eru mikilvægar greinar úr sögu barnaheimspekinnar. Hvert tölublað If then? er helga ákveðnu þema, t.d. er fyrsta tölublaðið helgað heimspekilega samræðufélaginu (community of inquiry).