7. norræna ráðstefnan um heimspekilega ráðgjöf

Norræn samtök um heimspekilega ráðgjöf héldu sjöundu ráðstefnu sína í samstarfi við félag heimspekikennara í Íslandi vorið 2017. Ráðstefnan fór fram í Landakotsskóla auk þess sem hún teygði anga sína út á Reykjanesskagann. Dagskráin var nærandi og gestir sammála um að ráðstefnan hefði boðið til einstaklega gefandi samræðu.

Einn ráðstefnugesta var hin sænska Miriam van der Valk sem segir frá ferð sinni til Íslands og ráðstefnunni í afar skemmtilegu bloggi: http://www.filoprax.com/2017/06/25/7th-nordic-conference-on-philosophical-practice/.

Málþing um gagnrýna hugsun og menntun

Hugleiðingar-um-gagnrýna-hugsun-net-3Málþing um gagnrýna hugsun og menntun verður haldið í Hannesarholti þriðjudaginn 2. desember kl. 20.00. Málþingið er haldið í tilefni af því að nýlega kom út bókin Hugleiðingar um gagnrýna hugsun: Gildi hennar og gagnsemi eftir heimspekingana Henry Alexander Henrysson og Pál Skúlason.  Athyglinni verður sérstaklega beint að hlutverki gagnrýninnar hugsunar í menntun. Continue reading Málþing um gagnrýna hugsun og menntun

Ný heimasíða ICPIC

ICPIC, alþjóðasamtök barnaheimspekinga, uppfærðu nýlega heimasíðu sína. Þar má nálgast upplýsingar um ráðstefnu samtakanna sem hefst í Suður-Afriku í byrjun september. Heimasíðan birtir upplýsingar um ýmsar ráðstefnur og námskeið á sviði barnaheimspeki auk þess sem þar verða í boði nokkrir umræðuhópar sem áhugasamir geta skráð sig í.

Ráðstefna: Lærdómssamfélagið

Lærdómssamfélagið – Samræða allra skólastiga

Ráðstefna um menntamál í Íþróttahöllinni á Akureyri

Kall eftir erindum á málstofur ráðstefnunnar

Þann 4. október n.k. verður haldin ráðstefna á Akureyri á vegum allra skólastiga. Tilgangur ráðstefnunnar er að stuðla að samræðu kennara og stjórnenda af öllum skólastigum um lærdómssamfélagið. Ráðstefnan er haldin á Akureyri og boðuð í öllum símenntunarmiðstöðvum, leik-, grunn-, framhalds- og háskólum á landinu.

Auglýst er eftir erindum fyrir málstofur frá fræðimönnum, kennurum, sérfræðingum skóla, kennsluráðgjöfum, og öðrum áhugasömum aðilum. Sóst er eftir nýlegu efni sem ekki hefur hlotið kynningu áður á ráðstefnum. Einkum er leitað eftir:

  1. Fræðilegri umfjöllun eða frásögnum af birtingarmyndum lærdómssamfélagsins í íslenskum menntastofnunum
  2. Fræðilegri umræðu um tengsl skólastiga
  3. Frásögnum af nýbreytni og þróunarstörfum á öllum skólastigum
  4. Kynningu á nýlegum íslenskum rannsóknum er varða skólastarf

Í hverri málstofu verður 20-30 mínútna erindi auk 20-30 mínútna  til umræðna.

Frestur til að senda inn lýsingu á erindi, að hámarki 300 orð, er til 10. september 2013. Svör um samþykki frá ráðstefnunefnd munu berast fyrir 20. september. Fyrirlesarar á málstofum greiða ekki skráningargjald á ráðstefnuna. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar hefur umsjón með ráðstefnunni í samvinnu við Akureyrarbæ, aðildarfélög KÍ á Norðurlandi, Miðstöð skólaþróunar HA, framhaldsskólana á Norðurlandi, mennta og menningarmálaráðuneytið.

Allar nánari upplýsingar gefur Heimir Haraldsson í síma 460 5720 eða gegnum netfangið: heimir@simey.is

Fréttabréf aprílmánaðar

Fréttabréf aprílmánaðar er komið á vefinn. Fréttbréfið er stútfullt af efni enda nóg um að vera í heimspekikennslu á Íslandi. Meðal efnis eru fréttir frá nýafstöðnu málþingi Félags heimspekikennara, viðtal við Jón Thoroddsen heimspekikennara í Laugalækjarskóla og sagt er frá heimspekinámskeiðum sem verða haldin fyrir börn og unglinga sumarið 2013. Í verkefnum mánaðarins eru meðal annars úrval sagna af tyrkneska kennaranum Nasreddin, en sögurnar af honum eru ríkulegt hráefni í heimspekilega samræðu.

Raunverulegt gildismat?

Málþing Félags heimspekikennara um „Innleiðingu grunnþáttanna lýðræði, mannréttindi og jafnrétti í þverfaglegu skólastarfi“

Réttarholtsskóla, 13. apríl 2013

eftir Elsu Björgu Magnúsdóttur

1.      Kynning

Góðan dag, ágæti mennta- og menningarmálaráðherra og aðrir gestir.

Ég heiti Elsa Björg Magnúsdóttir og er siðfræðingur. Erindi mitt ber titilinn „Raunverulegt gildismat?“ og nálgast ég efni þessa málþings út frá sjónarhóli siðfræðinnar. Grunnþættirnir sem eru til umfjöllunar eru siðferðileg hugtök sem eru mér sérlega hugleikin. Mun ég gera þeim stuttlega skil, og leggja til, hvernig þau má innleiða inn í íslenska menntun. Tel ég að áherslur í gegnum tíðina hafi verið of einhæfar og að húmanísk menntun eigi að vega þyngra en verið hefur. Leiði ég líkum að því að siðfræðimenntun eigi að teljast til hinna eiginlegu kjarnagreina.

Continue reading Raunverulegt gildismat?

Samhljómur lýðræðisins

Erindi á málþingi Félags heimspekikennara 13. apríl 2013

eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur

Nafnið „Samhljómur lýðræðisins“ hljómar kannski barnslega því lýðræði einkennist ekki af samhljómi. Það er fullt af átökum, þar fá mótsagnir að birtast og skoðanir á öndverðum meiði að talast við. Í lýðræði verða átökin spennandi og gefa færi á nýrri sköpun. En hver er þá samhljómurinn? Ég ætla að leitast við að gera grein fyrir samhljóminum í lýðræðinu sem tengir okkur saman í margbreytileikanum á svo fjölbreyttan hátt.

Ég vil byrja á að gera stutta grein fyrir þeim skilningi sem ég hef á þeim tveimur grunnþáttum (en þremur hugtökum) sem felast í yfirskrift málþingsins.

Continue reading Samhljómur lýðræðisins

Vel heppnað málþing

Laugardaginn 13. október hélt Félag heimspekikennara í samstarfi við verkefnið Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum málþingið Hver er heimspekin í barnaheimspekinni? Málþingið sóttu um 60 manns, heimspekingar og kennarar af öllum skólastigum. Þór Saari opnaði þingið og sagði frá þingsályktunartillögu sem hann lagði nýlega fyrir Alþingi ásamt fleiri þingmönnum um heimspeki sem skyldunámsgrein í grunn- og framhaldsskólum. Á málþinginu voru flutt 9 erindi þar sem fjallað var um heimspekikennslu á fræðilegan hátt auk þess sem skemmtileg reynsludæmi voru lögð fram. Hreinn Pálsson skólastjóri Heimspekiskólans frumsýndi nokkur myndbönd þar sem Matthew Lipman svarar spurningum um grundvallaratriði í barnaheimspeki. Viðtölin við Lipman voru tekin upp sumarið 1992 þegar Lipman heimsótti Ísland ásamt Ann Margaret Sharp og fleiri frumkvöðlum barnaheimspekinnar. Continue reading Vel heppnað málþing