Málþing um barnaheimspeki 13. október 2012

Laugardaginn 13. október 2012 verður efnt til málþings um barnaheimspeki í Verzlunarskóla Íslands, en þar munu reyndir heimspekikennarar leggja fram hugleiðingar um heimspeki og heimspekikennslu sem þátttakendur geta síðan tekið til umræðu. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Þeir sem hyggjast mæta eru vin­samlegast beðnir um að skrá sig í gegnum netfangið heimspeki­kennarar@gmail.com svo hægt sé að áætla þær léttu veitingar sem boðið verður upp á í matarhléinu.

Yfirskrift: Málþing um barnaheimspeki – Hver er heimspekin í barnaheimspekinni?

Staður: Verzlunarskóli Íslands, Græni salurinn.

Tímasetning: Laugardaginn 13. október 2012, kl. 10 – 15.

Dagskrá:

Brynhildur Sigurðardóttir: Hver er þín heimspeki?

Drífa Thorstensen: Hver er heimspekin í heimspeki með börnum?

Elsa Haraldsdóttir: Heimspeki; gagnrýnin hugsun og siðfræði.

Henry Alexander Henrysson: Örlítið af góðu hugferði.

Hjalti Hrafn Hafþórsson: Lýðræði í leikskólum.

Hreinn Pálsson: Hver er heimspekin í námsefni Lipmans?

Jóhann Björnsson: Hversu margir geta búið í einu landi? Hlutverk heimspekinnar í lýðræðis-mannréttinda- og fordómafræðslu.

Kristín Sætran: Frjáls öguð heimspekileg nálgun. Um mikilvægi heimspekilegs rýmis innan skólanna.

Sigríður Geirsdóttir: Getum við treyst innsæinu? Um ábyrgð kennara í heimspekilegri samræðu með börnum.

 

Málþingið er haldið á vegum Félags heimspekikennara í samvinnu við verkefni um eflingu gagn­rýninnar hugsunar og siðfræði í skólum. Sömu aðilar stóðu að ráðstefnu um kennslu í gagn­rýninni hugsun og siðfræði í október 2011 og huga næst að undirbúningi málþings um inn­leiðingu grunnþáttanna jafnrétti, lýðræði og mannréttindi í þverfaglegu skólastarfi sem haldið verður í mars 2013.