Vísindavefurinn leitar samstarfs

Félagi heimspekikennara barst bréf frá Henry Alexander Henryssyni sem starfar í haust sem gestafræðimaður hjá Vísindavef Háskóla Íslands. Henry Alexander hefur áhuga á að stækka heimspekihluta Vísindavefsins og kallar eftir samstarfi við heimspekikennara við þá uppbyggingu. Í bréfi sem við birtum hér að neðan biður hann kennara sem hafa nýtt Vísindavefinn í kennslu eða hafa áhuga á að gera það að koma til samstarfs um uppbyggingu á spurningum og svörum um heimspekileg efni. Einnig óskar hann eftir hugmyndum um hvernig hægt sé að nýta Vísindavefinn í kennslu. Heimspekitorgið veit til þess að heimspekikennarar hafa nýtt efni á Vísindavefnum með nemendum og við hvetjum viðkomandi til að setja sig í samband við Henry. Continue reading Vísindavefurinn leitar samstarfs

Heimspeki og fjölmenning: nýtt námsefni

Út var að koma bókin Eru allir öðruvísi? Fjölmenning og heimspeki. Höfundur er Jóhann Björnsson en um myndskreytingu sá Björn Jóhannsson 19 ára gamall nemi í bifreiðasmíði.

Bókin fjallar um ýmsa þætti fjölmenningarsamfélagsins með heimspekilegum hætti. Í henni má finna efni sem hentar fólki á öllum aldrei, börnum, unglingum og fullorðnum. Hún samanstendur af sex köflum sem hver um sig hefur ákveðið þema og eru kaflaheitin þessi: 1. Hverjir eiga heiminn? 2. Hvað er besta tungumál í heimi? 3. Af hverju eru ekki allir eins á litinn? 4. Hvað er í matinn? 4. Hvað með guð? 5. Eru allir útlendingar?

Myndir úr bókinni og nánari upplýsingar má nálgast á Sísýfos heimspekismiðju.

Athugasemdir til Mennta- og menningarmálaráðuneytis

Námskrárhópur Félags heimspekikennara hefur sent athugasemdir varðandi námsgreinahluta nýrrar Aðalnámskrár grunnskóla til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Bréf hópsins er skýrt og greinargott og þar eru gerðar tvær megin athugasemdir: 1) Að samræmi sé gætt í ólíkum hlutum námskrárinnar við notkun á hugtökunum heimspeki og siðfræði, 2) að hugtakið samræða sé betur skilgreint í námskránni. Félagið þakkar námskrárhópnum vel unnin störf og vonast til að ráðuneytið bregðist við athugasemdunum eins og kallað er eftir.

Continue reading Athugasemdir til Mennta- og menningarmálaráðuneytis