Námskeið með Emma og Peter Worley

Félag heimspekikennara í samstarfi við The Philosophy Foundation heldur námskeiðið HEIMSPEKI MEÐ BÖRNUM Í LEIK-, GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLA dagana 9.-10. ágúst 2018. Um tveggja daga vinnustofu er að ræða og allir eru velkomnir.

Staðsetning: Garðaskóli, Garðabæ
Tími: 9.-10. ágúst 2018, kl. 9-16 báða daga
Námskeiðsgjald: 32.000 krónur

Um námskeiðið:

Emma og Pete Worley frá The Philosophy Foundation koma til Íslands og halda tveggja daga „Stage 1“ námskeið þar sem farið er á dýptina í fræðum og framkvæmd heimspekilegrar samræðu með börnum og ungmennum. Námskeiðið er skemmtilegt og innihaldsríkt og hentar öllum kennurum, bæði þeim sem þegar hafa reynslu af kennslu í heimspeki og samræðu og algjörum byrjendum á þessu sviði. Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast og þróa færni sína í stjórnun heimspekilegrar samræðu.

Hvað færð þú út úr námskeiðin?

  • Þú færð þjálfun í spurningatækni og kennsluaðferðum sem dýpka heimspekilega hugsun.
  • Þú tekur þátt í nokkrum heimspekilegum samræðuæfingum.
  • Þú gerir sjálf/ur æfingu í samræðustjórnun, með leiðsögn.
  • Að loknu námskeiði hefur þú fengið aðgang að námsgögnum og kennsluaðferðum sem þú getur nýtt í fjölbreyttum aðstæðum til að efla góða hugsun og samræðu.
  • Handbók með yfirliti um allt sem fjallað er um á námskeiðinu.

The Philosophy Foundation byggir vinnu sína á aðferðum barnaheimspekinnar. Samtökin hafa starfað í meira en 15 ár og kennarar vinna að staðaldri bæði með börnum, ungmennum og kennurum.

Frekari upplýsingar má skoða á vef TPF: www.philosophy-foundation.org

 

Skráning:

  1. Sendið tölvupóst til félagsins heimspekikennarar@gmail.com með eftirfarandi upplýsingum: nafn, símanúmer, vinnustaður (eða tenging við heimspekikennslu)
  2. Greiðið námskeiðsgjald (32.000 krónur) í heimabanka inn á reikning félagsins: kt. 671296-3549, reikningur 0140-26-584. Setjið TPF í skýringu og sendið kvittun í tölvupósti til félagsins: heimspekikennarar@gmail.com

 

Umsögn um námskeiðið:

“I recently attended one of their UK courses as part of some reciprocal professional development. I found it an extremely stimulating two days and would recommend it to those interested in philosophy for children from novices to those who have been doing it for decades. Like us, Peter and Emma Worley who run the course spend a lot of time in schools working with children, and so their advice is rooted not just in a deep understanding of and enthusiasm for philosophy but a keen awareness of the practical issues of the classroom… they have some particularly strong sessions on the detail of facilitation and how facilitators can avoid putting their own thoughts into a discussion while still pushing for rigorous thinking.”

Jason Buckley, The Philosophy Man