Samræða í Garðaskóla: Fegurð og list

Í vetur kennir Ingimar Waage heimspekival í Garðaskóla. Í hópnum eru nemendur úr 9. og 10. bekk sem hittast tvisvar í viku og glíma við ýmiss konar heimspekilegar spurningar. Viðfangsefni þeirra þessa viku eru list og fegurð. Verkefnið hófst á því að Ingimar sýndi nemendum fimm listaverk: Fountain eftir Duchamp, No. 1 eftir Pollock, Stúlka með perlueyrnalokka eftir Vermeer, Svín í formalíni eftir Hirst og Dauði Hyacinth eftir Broc.

    

 

 

 

 

 

Eftir að nemendur höfðu skoðað myndirnar vel spurðu þeir eftirfarandi spurninga:

  • Hvað þarf til, til að gera listaverk? (Benni)
  • Er klósettskálin mótmæli við sögninni um að allt sé list? (Grétar)
  • Þarf eitthvað að vera fallegt til að vera list? (Bera)
  • Getur frægur listamaður tekið mynd af hverju sem er og flokkað það sem list? (Ágúst)
  • Hvað útskýrir list? (Eyjólfur)
  • Getur dauði annarra verið list? (Aron)
  • Hvað ræður því hvað flokkast sem list? (Vésteinn)
  • Ef maður skrifar nafnið sitt á eitthvað, er það þá list? (Bjartur)
  • Er hægt að skilgreina list? (Grétar)

Spurning Beru var valin til umræðu: Þarf eitthvað að vera fallegt til að vera list?

 

Ingimar kennari hópsins dregur síðan samræðu nemenda saman á eftirfarandi hátt:

Þátttakendur töldu listaverk þurfa að:

hafa merkingu

vera sérstakt

vera einstakt

hafa enga notkunarmöguleika.

Leirskál hefur notkunarmöguleika en ekki merkingu. Málverk af leirskál hefur merkingu (representation) en ekki notkunarmöguleika, við fyrstu skoðun. Þó kom fram síðar að málverk hefði vissa notkunarmöguleika: fela sprungu í vegg, fela peningaskáp í veggnum, sýna völd og auð með verðmæti sínu, hafa merkingu (representation) umfram hlut (nytjahlut) og þess vegna býður list upp á þátttöku áhorfanda, lesanda, hlustanda og virkjar þannig hugarstarf hans. Hluturinn sjálfur hefur aðeins hagnýtu hlutverki að gegna og er þannig takmarkaður en listin er ekki takmörkuð. Þess vegna er bókin alltaf betri en myndin því texti býður upp á meiri hugarvinnu en myndin.

List þarf því að bjóða upp á þátttöku áhorfandans…