Grein um heimspekikennslu í tímaritinu Uppeldi og menntun

eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur

Kristian Guttesen

Mig langar að benda á vekjandi grein eftir Kristian Guttesen, formann Félags heimspekikennara, sem birtist í tímaritinu Uppeldi og menntun, 22. árgangur, 1. hefti 2013, og var að koma út rétt í þessu. Greinin heitir „Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu“. Þar bendir hann bæði á efni sem hægt er að nýta til heimspekikennslu sem og stúderar aðferðir til þess að gera kennsluna lifandi gagnvart nemendum.

Kristian tekur fyrir þrjár kennslubækur í heimspekikennslu sem hægt er að nýta á mismunandi hátt í kennslu. Hann ber saman ólík efnistök bókanna og bendir á hvernig þær nýtast í kennslu; hversu lifandi efni þeirra er gagnvart nemendum eða dautt; og hvernig væri hægt að lífga það við í augum nemenda. Til þess notar hann starfskenningu sína sem er töluvert nemendamiðuð. Continue reading Grein um heimspekikennslu í tímaritinu Uppeldi og menntun

Námskeið um gagnrýna hugsun og grunnþætti menntunar á vegum Félags heimspekikennara

eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur

Grunnþættir menntunarÉg hef nýlokið við að sitja námskeiðið „Gagnrýnin hugsun og grunþættir menntunar“ í Endurmenntun HÍ á vegum Félags heimspekikennara, dagana 31. maí – 3. júní, og langar að deila reynslu minni með lesendum Heimspekitorgs.

Þetta námskeið var skipulagt af formanni félagsins, Kristian Guttesen, á alveg listilegan hátt en hann var umsjónarmaður þess. Bæði heildarmyndin og bútarnir sem hún var samansett úr komu mér þægilega á óvart. Ég fylgdist með skipulaginu úr fjarlægð og verð að segja að ég er full aðdáunar.

Þarna voru samankomnir sex sérfræðingar innan okkar raða sem voru hver öðrum flinkari við að kveikja áhuga þátttakenda og vekja þá til umhugsunar. Hver einasti tími fangaði áhuga minn og athygli. Þá bar samfellan á milli framlags sérfræðinganna vott um bæði óeigingirni og umhyggju þeirra fyrir bæði heildarmyndinni og kollegum sínum. Allir virtust svo vel meðvitaðir um staðsetningu sína innan heildarmyndarinnar.

Continue reading Námskeið um gagnrýna hugsun og grunnþætti menntunar á vegum Félags heimspekikennara

Viðtal við heimspekikennara: Guðrún Hólmgeirsdóttir

Ritstjórn heimspekitorgsins tók stutt viðtal við Guðrúnu Hólmgeirsdóttur, heimspekikennara við Menntaskólann í Hamrahlíð. Hér að neðan segir hún frá kennslunni sinni og sýn á heimspekikennslu almennt.

Spurning 1: Hvar ert þú að kenna heimspeki? Hvernig er heimspeki byggð inn í skólastarfið? Hvaða áfangar eru kenndir? Er heimspeki valgrein eða skylda á ákveðnum brautum?

Guðrún: Ég kenni í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hef gert í rúma tvo áratugi. Hefð fyrir heimspeki í skólanum nær langt aftur fyrir það og hér ríkir velvilji gagnvart heimspekinni. Continue reading Viðtal við heimspekikennara: Guðrún Hólmgeirsdóttir

Hvað er heimspekikennsla?

Flutt á fundi Félags heimspekikennara 30. janúar 2013

eftir Pál Skúlason

Byrjum á að brjóta upp spurninguna. Hvað er heimspeki? Hvað er kennsla? Og hvernig tengist þetta tvennt? Kennsla getur augljóslega verið viðfang heimspeki, því heimspekin getur fjallað um hvað sem er og allt í heild sinni. En er víst að heimspeki geti verið viðfang kennslu? Ég hef verið lektor í heimspeki – sá sem les heimspeki fyrir aðra – og prófessor í heimspeki – sá sem játast heimspeki og hefur það hlutverk að breiða hana út. En eru fyrirlesturinn og það að játast faginu – annað hvort eða hvorttveggja – réttnefnd heimspekikennsla? Continue reading Hvað er heimspekikennsla?

Heimspekikennsla

eftir Gunnar Árna Konráðsson

Ég hef verið nemandi í Norðlingaskóla í rúm fjögur ár og er núna í 9. bekk. Ég fékk áhuga á heimspeki þegar ég byrjaði í áttunda bekk. Áhuginn kviknaði líklega vegna þess að Ragnar Þór Pétursson sem er kennari við Norðlingaskóla, kennir fögin sín öðruvísi heldur en aðrir grunnskólakennarar, þá á ég við að hann notar kennsluaðferðir sem eru notaðar víða í menntaskólum. Þegar ég segi “öðruvísi kennsluaðferðir” þá get ég nefnt sem dæmi að í náttúrufræði þá settur hann inn á netið texta sem inniheldur viðfangsefni sem við lesum og glósum úr áður en við mætum í tíma og þegar við mætum ræðir hann efnið ítarlega og við glósum meira, þannig held ég að við lærum betur að taka góðar glósur, skipuleggja okkur og fáum meira að vita um viðfangsefnið. Continue reading Heimspekikennsla

Rætt um lýðræði í skólastarfi

Jóhann BjörnssonÍ nýrri aðalnámskrá eru nefndir nokkrir grunnþættir sem einkenna eiga skólastarf framtíðarinnar. Einn af þessum grunnþáttum er lýðræði. Skólastarf skal einkennast af lýðræðislegum starfsháttum. Ekki er alveg ljóst hvað við er átt, en einhverjar hugmyndir eru samt uppi.

Á nýafstöðnu málþingi Félags heimspekikennara, sem haldið var í Réttarholtsskóla 13. apríl 2013, flutti Jóhann Björnsson erindi undir yfirskriftinni „Kennslustund í lýðræði eða lýðræðisleg kennslustund?“ en þar ræddi hann hugsanlegar leiðir til að iðka lýðræði í skólastofunni. Continue reading Rætt um lýðræði í skólastarfi

Heimspeki og spunaspil – Glósur úr fyrirlestri Ármanns Halldórssonar á fræðslufundi Félags heimspekikennara 13. mars 2013

Heimspekileikir – Leikjaheimspeki

eftir Brynhildi Sigurðardóttur og Kristian Guttesen

Ármann Halldórsson

Ármann Halldórsson sagði frá tilraunum sínum til að tvinna saman heimspekikennslu og hlutverkaleiki á þriðja fræðslufundi Félags heimspekikennara sem haldinn var snemma í mars. Fundurinn var vel sóttur af heimspekingum, kennurum og sérfræðingum í hlutverkaleikjum.

Ármann kennir ensku og heimspeki við Verzlunarskóla Íslands. Í vetur gerir hann í fyrsta sinn tilraun til að kenna áfanga um spunaspil (e. role playing games) í þeim tilgangi að spilavæða heimspekinga og heimspekivæða spunaspilin. Ármann tekur með þessu viðbótarskref til að þróa þá heimspekiáfanga sem hann hefur hingað til kennt en þar leggur hann ríka áherslu á praktíska nálgun og nýtir heimspekilega samræðu mjög mikið í kennslunni. Hann telur heimspekinám felast í fimm meginþáttum: sókratískri samræðu, umræðustjórnun, hugtakagreiningu, gagnrýninni hugsun og siðfræði.

Continue reading Heimspeki og spunaspil – Glósur úr fyrirlestri Ármanns Halldórssonar á fræðslufundi Félags heimspekikennara 13. mars 2013

Raunverulegt gildismat?

Málþing Félags heimspekikennara um „Innleiðingu grunnþáttanna lýðræði, mannréttindi og jafnrétti í þverfaglegu skólastarfi“

Réttarholtsskóla, 13. apríl 2013

eftir Elsu Björgu Magnúsdóttur

1.      Kynning

Góðan dag, ágæti mennta- og menningarmálaráðherra og aðrir gestir.

Ég heiti Elsa Björg Magnúsdóttir og er siðfræðingur. Erindi mitt ber titilinn „Raunverulegt gildismat?“ og nálgast ég efni þessa málþings út frá sjónarhóli siðfræðinnar. Grunnþættirnir sem eru til umfjöllunar eru siðferðileg hugtök sem eru mér sérlega hugleikin. Mun ég gera þeim stuttlega skil, og leggja til, hvernig þau má innleiða inn í íslenska menntun. Tel ég að áherslur í gegnum tíðina hafi verið of einhæfar og að húmanísk menntun eigi að vega þyngra en verið hefur. Leiði ég líkum að því að siðfræðimenntun eigi að teljast til hinna eiginlegu kjarnagreina.

Continue reading Raunverulegt gildismat?

Hugleiðingar í formi síðbúinnar ritfregnar um Lýðræði, réttlæti og menntun eftir Ólaf Pál Jónsson

Í þessari grein reifa ég hugleiðingar um bók Ólafs Páls Jónssonar Lýðræði, réttlæti og menntun frá árinu 2011. Fyrst kynni ég helstu viðfangsefni bókarinnar en get jafnframt bókfræðilegra upplýsinga í neðanmálsgrein (utan blaðsíðufjölda og leturgerðar sem koma fram í lok greinarinnar). Síðan nefni ég athyglisverða og mikilvæga gagnrýni á Aðalnámskrá grunnskóla sem Ólafur Páll setur fram, til handa núverandi umræðu um menntamál. Að lokum nefni ég dæmi um ósvaraða spurningu sem þarft væri að glíma við í kjölfar þeirrar umræðu.

Continue reading Hugleiðingar í formi síðbúinnar ritfregnar um Lýðræði, réttlæti og menntun eftir Ólaf Pál Jónsson

Menntun

Í M-Paed ritgerð minni, Menntun eða afmenntun? frá árinu 2010, velti ég vöngum yfir því hvort það séu sjálfsögð sannindi að innan grunnskólanna fari fram menntun. Ritgerðin er skrifuð með foreldra í huga út frá sjónarhorni nemenda sem hafa ekki þrifist nægilega vel innan grunnskólans.
        Í byrjun velti ég upp merkingu hugtaksins menntun. Heimspekingurinn Guðmundur Finnbogason kom fram með þá kenningu að í menntun fælist sú hugmynd að verða „meira maður“, ekki „meiri“ maður í merkingunni að verða meiri en aðrir menn heldur að verða meira maður sjálfur, mennskari. Páll Skúlason heimspekingur segir að það verði að gera greinarmun á hugtökunum „fræðslu“ og „menntun“. Hann telur að hugtökunum sé gjarnan slegið saman. Afleiðingin er að menntakerfið sinnir aðallega fræðslu án menntunar og það leiðir til skortstilfinningar sem getur af sér hégóma og græðgi. Menntun fullnægir hins vegar nemendum. Continue reading Menntun