eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur
Mig langar að benda á vekjandi grein eftir Kristian Guttesen, formann Félags heimspekikennara, sem birtist í tímaritinu Uppeldi og menntun, 22. árgangur, 1. hefti 2013, og var að koma út rétt í þessu. Greinin heitir „Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu“. Þar bendir hann bæði á efni sem hægt er að nýta til heimspekikennslu sem og stúderar aðferðir til þess að gera kennsluna lifandi gagnvart nemendum.
Kristian tekur fyrir þrjár kennslubækur í heimspekikennslu sem hægt er að nýta á mismunandi hátt í kennslu. Hann ber saman ólík efnistök bókanna og bendir á hvernig þær nýtast í kennslu; hversu lifandi efni þeirra er gagnvart nemendum eða dautt; og hvernig væri hægt að lífga það við í augum nemenda. Til þess notar hann starfskenningu sína sem er töluvert nemendamiðuð. Continue reading Grein um heimspekikennslu í tímaritinu Uppeldi og menntun




Í nýrri aðalnámskrá eru nefndir nokkrir grunnþættir sem einkenna eiga skólastarf framtíðarinnar. Einn af þessum grunnþáttum er lýðræði. Skólastarf skal einkennast af lýðræðislegum starfsháttum. Ekki er alveg ljóst hvað við er átt, en einhverjar hugmyndir eru samt uppi.
Í þessari grein reifa ég hugleiðingar um bók Ólafs Páls Jónssonar Lýðræði, réttlæti og menntun frá árinu 2011. Fyrst kynni ég helstu viðfangsefni bókarinnar en get jafnframt bókfræðilegra upplýsinga í neðanmálsgrein (utan blaðsíðufjölda og leturgerðar sem koma fram í lok greinarinnar). Síðan nefni ég athyglisverða og mikilvæga gagnrýni á Aðalnámskrá grunnskóla sem Ólafur Páll setur fram, til handa núverandi umræðu um menntamál. Að lokum nefni ég dæmi um ósvaraða spurningu sem þarft væri að glíma við í kjölfar þeirrar umræðu.