Rætt um lýðræði í skólastarfi

Jóhann BjörnssonÍ nýrri aðalnámskrá eru nefndir nokkrir grunnþættir sem einkenna eiga skólastarf framtíðarinnar. Einn af þessum grunnþáttum er lýðræði. Skólastarf skal einkennast af lýðræðislegum starfsháttum. Ekki er alveg ljóst hvað við er átt, en einhverjar hugmyndir eru samt uppi.

Á nýafstöðnu málþingi Félags heimspekikennara, sem haldið var í Réttarholtsskóla 13. apríl 2013, flutti Jóhann Björnsson erindi undir yfirskriftinni „Kennslustund í lýðræði eða lýðræðisleg kennslustund?“ en þar ræddi hann hugsanlegar leiðir til að iðka lýðræði í skólastofunni.

Hér má sjá viðtal sem Björn Rúnar Egilsson hjá Heimili og skóla tók við Jóhann að málþinginu loknu.