Viðtal við Eyju Margréti í Morgunútvarpi Rásar 2, 26. apríl

Eyja Margrét BrynjarsdóttirEyja Margrét Brynjarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Eddu – öndvegissetri, verður í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í fyrramálið, föstudag, klukkan rúmlega 8:15. Þar ræðir hún um viðfangsefnið „gagnrýna hugsun“ en í gær, miðvikudag, flutti hún fræðsluerindi á vegum Félags heimspekikennara í Verzlunarskóla Íslands um efnið.

Hér má lesa grein eftir Eyju Margréti sem nefnist „Hugsanir á dósum“, en dæmi eru um að heimspekikennarar noti hana í kennslu við góðar undirtektir nemenda.