Námskeið um gagnrýna hugsun og grunnþætti menntunar á vegum Félags heimspekikennara

eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur

Grunnþættir menntunarÉg hef nýlokið við að sitja námskeiðið „Gagnrýnin hugsun og grunþættir menntunar“ í Endurmenntun HÍ á vegum Félags heimspekikennara, dagana 31. maí – 3. júní, og langar að deila reynslu minni með lesendum Heimspekitorgs.

Þetta námskeið var skipulagt af formanni félagsins, Kristian Guttesen, á alveg listilegan hátt en hann var umsjónarmaður þess. Bæði heildarmyndin og bútarnir sem hún var samansett úr komu mér þægilega á óvart. Ég fylgdist með skipulaginu úr fjarlægð og verð að segja að ég er full aðdáunar.

Þarna voru samankomnir sex sérfræðingar innan okkar raða sem voru hver öðrum flinkari við að kveikja áhuga þátttakenda og vekja þá til umhugsunar. Hver einasti tími fangaði áhuga minn og athygli. Þá bar samfellan á milli framlags sérfræðinganna vott um bæði óeigingirni og umhyggju þeirra fyrir bæði heildarmyndinni og kollegum sínum. Allir virtust svo vel meðvitaðir um staðsetningu sína innan heildarmyndarinnar.

Continue reading Námskeið um gagnrýna hugsun og grunnþætti menntunar á vegum Félags heimspekikennara

Fréttir af aðalfundi

Laugardaginn 25. maí sl. var aðalfundur Félags heimspekikennara haldinn í Verzlunarskóla Íslands. Morgunninn hófst með að Hildigunnur Sverrisdóttir hélt námskeið fyrir félagsmenn undir yfirskriftinni „Skapandi dvelur manneskjan – er hægt að kenna henni það?“ Hildigunnur er aðjúnkt og fagstjóri í arkitektúr. Hún kennir við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og hefur unnið með gagnrýna kenningu og verufræði. Á næstu dögum verður birt greinargerð um námskeið Hildigunnar hér á Heimspekitorgi.

Continue reading Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur 25. maí

Aðalfundur Félags heimspekikennara verður haldinn laugardaginn 25. maí 2013, kl. 11, og fer fram í húsnæði Verzlunarskóla Íslands. Hildigunnur Sverrisdóttir, aðjúnkt og fagstjóri í arkitektúr, heimsækir félagið og heldur námskeið undir yfirskriftinni „Skapandi dvelur manneskjan – er hægt að kenna henni það?“

Hildigunnur kennir við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og hefur unnið með gagnrýna kenningu og verufræði.

Námskeiðið er öllum opið og þátttaka ókeypis. Að námskeiðinu loknu hefjast hefðbundin aðalfundarstörf. Kaffiveitingar í boði Félags heimspekikennara.

 Dagskrá aðalfundar

1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar
3. Ársreikningur
4. Lagabreytingar*
5. Kynning á Frostaskjólsverkefni
6. Skýrsla ritstjórnar
7. Efni um heimspekikennslu
8. Ályktanir
9. Kosningar
10. Önnur mál

*(https://heimspekitorg.is/wp-content/uploads/2013/05/Tillaga-að-lagabreytingu-lögð-fyrir-aðalfund-Félags-heimspekikennara-25.pdf)

Rætt um lýðræði í skólastarfi

Jóhann BjörnssonÍ nýrri aðalnámskrá eru nefndir nokkrir grunnþættir sem einkenna eiga skólastarf framtíðarinnar. Einn af þessum grunnþáttum er lýðræði. Skólastarf skal einkennast af lýðræðislegum starfsháttum. Ekki er alveg ljóst hvað við er átt, en einhverjar hugmyndir eru samt uppi.

Á nýafstöðnu málþingi Félags heimspekikennara, sem haldið var í Réttarholtsskóla 13. apríl 2013, flutti Jóhann Björnsson erindi undir yfirskriftinni „Kennslustund í lýðræði eða lýðræðisleg kennslustund?“ en þar ræddi hann hugsanlegar leiðir til að iðka lýðræði í skólastofunni. Continue reading Rætt um lýðræði í skólastarfi

Fréttabréf aprílmánaðar

Fréttabréf aprílmánaðar er komið á vefinn. Fréttbréfið er stútfullt af efni enda nóg um að vera í heimspekikennslu á Íslandi. Meðal efnis eru fréttir frá nýafstöðnu málþingi Félags heimspekikennara, viðtal við Jón Thoroddsen heimspekikennara í Laugalækjarskóla og sagt er frá heimspekinámskeiðum sem verða haldin fyrir börn og unglinga sumarið 2013. Í verkefnum mánaðarins eru meðal annars úrval sagna af tyrkneska kennaranum Nasreddin, en sögurnar af honum eru ríkulegt hráefni í heimspekilega samræðu.

Heimspeki og spunaspil – Glósur úr fyrirlestri Ármanns Halldórssonar á fræðslufundi Félags heimspekikennara 13. mars 2013

Heimspekileikir – Leikjaheimspeki

eftir Brynhildi Sigurðardóttur og Kristian Guttesen

Ármann Halldórsson

Ármann Halldórsson sagði frá tilraunum sínum til að tvinna saman heimspekikennslu og hlutverkaleiki á þriðja fræðslufundi Félags heimspekikennara sem haldinn var snemma í mars. Fundurinn var vel sóttur af heimspekingum, kennurum og sérfræðingum í hlutverkaleikjum.

Ármann kennir ensku og heimspeki við Verzlunarskóla Íslands. Í vetur gerir hann í fyrsta sinn tilraun til að kenna áfanga um spunaspil (e. role playing games) í þeim tilgangi að spilavæða heimspekinga og heimspekivæða spunaspilin. Ármann tekur með þessu viðbótarskref til að þróa þá heimspekiáfanga sem hann hefur hingað til kennt en þar leggur hann ríka áherslu á praktíska nálgun og nýtir heimspekilega samræðu mjög mikið í kennslunni. Hann telur heimspekinám felast í fimm meginþáttum: sókratískri samræðu, umræðustjórnun, hugtakagreiningu, gagnrýninni hugsun og siðfræði.

Continue reading Heimspeki og spunaspil – Glósur úr fyrirlestri Ármanns Halldórssonar á fræðslufundi Félags heimspekikennara 13. mars 2013

Samhljómur lýðræðisins

Erindi á málþingi Félags heimspekikennara 13. apríl 2013

eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur

Nafnið „Samhljómur lýðræðisins“ hljómar kannski barnslega því lýðræði einkennist ekki af samhljómi. Það er fullt af átökum, þar fá mótsagnir að birtast og skoðanir á öndverðum meiði að talast við. Í lýðræði verða átökin spennandi og gefa færi á nýrri sköpun. En hver er þá samhljómurinn? Ég ætla að leitast við að gera grein fyrir samhljóminum í lýðræðinu sem tengir okkur saman í margbreytileikanum á svo fjölbreyttan hátt.

Ég vil byrja á að gera stutta grein fyrir þeim skilningi sem ég hef á þeim tveimur grunnþáttum (en þremur hugtökum) sem felast í yfirskrift málþingsins.

Continue reading Samhljómur lýðræðisins

Sumarnámskeið fyrir framhaldsskólakennara: Gagnrýnin hugsun og grunnþættir menntunar

Félag heimspekikennara stendur í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands fyrir sumarnámskeiði um gagnrýna hugsun og grunnþætti menntunar.

Námskeiðið er einkum ætlað framhaldsskólakennurum til að skerpa á og styðja við þá stefnumótun sem ný aðalnámskrá framhaldsskóla hefur í för með sér, og skýra tengsl gagnrýninnar hugsunar við grunnþætti menntunar í henni. Continue reading Sumarnámskeið fyrir framhaldsskólakennara: Gagnrýnin hugsun og grunnþættir menntunar

Mennta- og menningarmálaráðherra setur málþing um innleiðingu grunnþáttanna lýðræði, mannréttindi og jafnrétti

Katrín JakobsdóttirMennta- og menningaramálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, setur málþing Félags heimspekikennara sem haldið verður í Réttarholtsskóla laugardaginn 13. apríl.

Á morgun, fimmtudaginn 11. apríl kl. 16, verða tveir fulltrúar málþingsins, Elsa Björg Magnúsdóttir og Jóhann Björnsson, í viðtali um efni málþingsins á Útvarpi Sögu.

Dagskrá málþingsins er sem hér segir:

  • Elsa Björg Magnúsdóttir: Raunverulegt gildismat?
  • Ingimar Waage: Viðhorf kennara til lýðræðis í grunnskólastarfi
  • Jóhann Björnsson: Kennslustund í lýðræði eða lýðræðisleg kennslustund?
  • Kristín Dýrfjörð: Er ekki bölvað vesen að tengja grunnþáttinn lýðræði öðrum grunnþáttum?
  • Ólafur Páll Jónsson: Lýðræði og mannréttindi sem grunnþáttur: Viðmið, markmið eða aðferð?
  • Sigurlaug Hreinsdóttir: Samhljómur lýðræðisins

Málþingið er öllum opið og hefst kl. 13. Aðgangur er ókeypis.