Mennta- og menningarmálaráðherra setur málþing um innleiðingu grunnþáttanna lýðræði, mannréttindi og jafnrétti

Katrín JakobsdóttirMennta- og menningaramálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, setur málþing Félags heimspekikennara sem haldið verður í Réttarholtsskóla laugardaginn 13. apríl.

Á morgun, fimmtudaginn 11. apríl kl. 16, verða tveir fulltrúar málþingsins, Elsa Björg Magnúsdóttir og Jóhann Björnsson, í viðtali um efni málþingsins á Útvarpi Sögu.

Dagskrá málþingsins er sem hér segir:

  • Elsa Björg Magnúsdóttir: Raunverulegt gildismat?
  • Ingimar Waage: Viðhorf kennara til lýðræðis í grunnskólastarfi
  • Jóhann Björnsson: Kennslustund í lýðræði eða lýðræðisleg kennslustund?
  • Kristín Dýrfjörð: Er ekki bölvað vesen að tengja grunnþáttinn lýðræði öðrum grunnþáttum?
  • Ólafur Páll Jónsson: Lýðræði og mannréttindi sem grunnþáttur: Viðmið, markmið eða aðferð?
  • Sigurlaug Hreinsdóttir: Samhljómur lýðræðisins

Málþingið er öllum opið og hefst kl. 13. Aðgangur er ókeypis.