Sumarnámskeið fyrir framhaldsskólakennara: Gagnrýnin hugsun og grunnþættir menntunar

Félag heimspekikennara stendur í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands fyrir sumarnámskeiði um gagnrýna hugsun og grunnþætti menntunar.

Námskeiðið er einkum ætlað framhaldsskólakennurum til að skerpa á og styðja við þá stefnumótun sem ný aðalnámskrá framhaldsskóla hefur í för með sér, og skýra tengsl gagnrýninnar hugsunar við grunnþætti menntunar í henni.

Öðrum kennurum en framhaldsskólakennurum býðst að skrá sig til þátttöku á námskeiðið gegn greiðslu. Framhaldsskólakennarar sem eru í 50% starfi eða meira hafa forgang um sæti sér að kostnaðarlausu.

Farið verður yfir ólíkar leiðir til að beita gagnrýninni hugsun sem kennsluaðferð í að miðla grunnþáttum menntunar til nemenda á framhaldsskólastigi. Fjallað verður sérstaklega um gagnrýna hugsun og tengsl hennar við grunnþættina, en jafnframt skoðað hvaða forsendur búi að baki því að segja að kennsla, nám eða hugsun séu gagnrýnin.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Í hverju felst gagnrýnin hugsun?
  • Lýðræði, réttlæti og menntun
  • Heimspekileg samræða
  • Lýðræði og jafnrétti
  • Heimspeki á vettvangi
  • Gagnrýnin hugsun og siðfræði

Fyrir hverja:

Fyrir alla framhaldsskólakennara, einkum þá sem ekki hafa kynnst heimspekilegri hugsun eða telja sig engan grunn hafa í heimspeki. Námskeiðið getur þó líka gagnast þeim sem hafa reynslu í heimspeki eða heimspekikennslu.

Umsjón: Kristian Guttesen

Verð: Námskeiðið er frítt fyrir starfandi framhaldsskólakennara í meir en 50% starfi. Námskeiðið kostar 32.000 kr. fyrir aðra kennara.
Hvenær: Fös. 31. maí kl. 13:00 – 17:00, lau. 1. júní kl. 9:00 – 16:00 og mán. 3. júní kl. 9:00 – 16:00 (3x)

Skráning fyrir starfandi framhaldsskólakennara hér.

Skráning fyrir aðra kennara en framhaldsskólakennara hér.

Nánari upplýsingar má einnig finna á vef Endurmenntunar, sjá hér.