Í almennum hluta aðalnámskrár fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla 2011 er í fyrsta sinn gerð grein fyrir grunnþáttum í íslenskri menntun. Þeir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Á öðrum fræðslufundi Félags heimspekikennara ræddi Erla Karlsdóttir um skýrslu sem hún vann síðastliðið sumar „Um stöðu námsbóka Námsgagnastofnunar gagnvart sex grunnþáttum menntunar.“
Tag: gagnrýnin hugsun
Fræðslufundur 20. febrúar
Annar fræðslufundur Félags heimspekikennara verður 20. febrúar, kl. 20:00, þá heimsækir Erla Karlsdóttir félagið en erindi hennar nefnist „Um stöðu námsbóka Námsgagnastofnunar gagnvart sex grunnþáttum menntunar.“ Fundurinn fer fram í Verzlunarskóla Íslands og allir eru velkomnir.
Sjá nánar á Facebook síðu viðburðarins.
Námskeið: Gagnrýnin hugsun
Endurmenntun Háskóla Íslands auglýsir nú námskeiðið Gagnrýnin hugsun sem heimspekingurinn Eyja Margrét Brynjarsdóttir mun kenna. Námskeiðið hefst 18. febrúar og hópurinn hittist í fjögur skipti kl. 17-19. Nánari upplýsingar og skráningu má nálgast hér.
Málstofa: gagnrýnin umræða um fjármál
Verkefnið Efling kennslu í gagnrýninni hugsun og siðfræði mun á næstu misserum standa fyrir hádegismálstofum þar sem tengsl gagnrýninnar hugsunar og siðfræði við önnur svið veruleikans eru skoðuð. Fyrsta málstofan verður haldin fimmtudaginn 1. nóvember klukkan 12:00–13:00 í Odda 106 og verður efni hennar fjármál.
Breki Karlsson forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi og Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur munu halda erindi um mikilvægi gagnrýninnar og upplýstrar umræðu um fjármál og eðli peninga.
Það eru Rannsóknastofa um háskóla, Heimspekistofnun og Siðfræðistofnun sem standa að verkefninu.
Málstofustjóri: Henry Alexander Henrysson
Leshefti um grunnþætti menntunar
Námsgagnastofnun hefur gefið út þrjú leshefti sem skýra grunnþætti menntunar í nýrri Aðalnámskrá. Hvert hefti fjallar um einn grunnþátt og er hugsað sem ítar- og skýringarefni við almenna hluta Aðalnámskrár sem gefin var út 2011. Þau leshefti sem nú eru komin út fjalla um læsi, sköpun og lýðræði og mannréttindi. Þrjú hefti til viðbótar koma út eftir áramót og munu þau fjalla um sjálfbærni, jafnrétti og velferð/heilsu.
Koma grunnþættirnir heimspekinni við? Hvernig getur heimspekileg samræða í skólum stuðlað að auknu lýðræði, meiri sköpun og bættu læsi? Continue reading Leshefti um grunnþætti menntunar
Örnámskeið í siðfræði
Laugardaginn 27. október n.k. verður annað örnámskeiðið á vegum Siðmenntar og Sísyfosar heimspekismiðju haldið. Að þessu sinni verður athyglinni beint að siðfræðinni sem er ein af greinum heimspekinnar. Þátttakendur fá að takast á við ýmis siðferðileg álitamál og kynnast lítillega nokkrum algengustu siðfræðikenningunum. Continue reading Örnámskeið í siðfræði
Vel heppnað málþing
Laugardaginn 13. október hélt Félag heimspekikennara í samstarfi við verkefnið Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum málþingið Hver er heimspekin í barnaheimspekinni? Málþingið sóttu um 60 manns, heimspekingar og kennarar af öllum skólastigum. Þór Saari opnaði þingið og sagði frá þingsályktunartillögu sem hann lagði nýlega fyrir Alþingi ásamt fleiri þingmönnum um heimspeki sem skyldunámsgrein í grunn- og framhaldsskólum. Á málþinginu voru flutt 9 erindi þar sem fjallað var um heimspekikennslu á fræðilegan hátt auk þess sem skemmtileg reynsludæmi voru lögð fram. Hreinn Pálsson skólastjóri Heimspekiskólans frumsýndi nokkur myndbönd þar sem Matthew Lipman svarar spurningum um grundvallaratriði í barnaheimspeki. Viðtölin við Lipman voru tekin upp sumarið 1992 þegar Lipman heimsótti Ísland ásamt Ann Margaret Sharp og fleiri frumkvöðlum barnaheimspekinnar. Continue reading Vel heppnað málþing
Siðfræði – námskeið hjá EHÍ
Hefur þú velt fyrir þér spurningum og álitamálum af siðferðilegum toga? Langar þig til að geta myndað þér hlutlæga og gagnrýna skoðun á slíkum málum? Á námskeiðinu Siðfræði: að greina, gagnrýna og bæta siðferði hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands verða markmið og möguleikar siðfræðinnar kynnt á aðgengilegan hátt. Continue reading Siðfræði — námskeið hjá EHÍ
Vilja efla heimspekikennslu
Í dag var lögð fram á Alþingi Íslendinga þingsályktunartillaga um að efla heimspekikennslu í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Tillagan hefur verið í undirbúningi undanfarin misseri og nokkrir meðlimir í Félagi heimspekikennara lögðu fram athugasemdir við hana á fyrri stigum málsins. Innan félagsins eru skiptar skoðanir um þingsályktunartillöguna. Á meðan sumir sjá í henni tækifæri til að auka aðgang ungra Íslendinga að heimspekilegum vinnubrögðum þá hafa aðrir áhyggjur af því að tillaga sé óraunhæf því kennara skortir menntun og reynslu í heimspeki og munu því ekki geta sinnt kennslunni á viðeigandi hátt. Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt í umræðu um málið á Facebook síðu félagsins.
Námskeið fyrir kennara
Laugardaginn 22. september hefst námskeiðið Heimspeki í skólastarfi. Kennarar eru Hreinn Pálsson og Brynhildur Sigurðardóttir. Námskeiðið hefst með heils dags dagskrá þar sem farið verður yfir grundvallaratriði í barnaheimspeki og samræðuþjálfun. Í kjölfar þessa námskeiðsdags verða síðan mánarlegir fundir þar sem haldnar verða samræðuæfingar. Námskeiðið er ætlað starfandi kennurum og uppbyggt þannig að þátttakendur fái sem mesta þjálfun í samræðu og samræðustjórnun. Námskeiðið kostar 15.000 krónur og skráning fer fram á heimasíðu Klifsins, skapandi fræðsluseturs.