Sísyfos heimspekismiðja

Félag heimspekikennara mælir með því að þið lítið við á Sísyfos heimspekismiðju sem  er vettvangur og upplýsingamiðill fyrir heimspekilega ástundun Jóhanns Björnssonar. Sísyfos heimspekismiðja býður upp á námskeið, kennsluráðgjöf og fyrirlestra í heimspeki og heimspekikennslu. Á heimasíðu heimspekismiðjunnar gefurJóhann auk þess innsýn í kennsluna hjá sér, segir frá verkefnum og vitnar í nemendur.

Heimspekikennarar láta heyra í sér

Elsa Haraldsdóttir og Kristian Guttesen skrifuðu nýlega grein sem birtist á Visir.is. Í greininni kalla þau eftir sterkari stöðu heimspekinnar í nýjum aðalnámskrám og vísa sérstaklega til kaflans um samfélagsfræðikennslu í grunnskólum. Félag heimspekikennara minnir á að frestur til að senda inn athugasemdir um námsgreinahluta aðalnámskrár grunnskóla rennur út 7. september næstkomandi. Félagið heldur uppi umræðu um nýju námskrána á Facebook.

Ný grein um heimspekikennslu á Íslandi

Í nýlegri grein Henrys Alexanders Henryssonar og Elsu Haraldsdóttur sem birtist í veftímaritinu Netlu er leitast við að skýra stöðu heimspekikennslu og gagnrýnnar hugsunar í íslenska skólakerfinu. Hugmyndir Íslendinga um stöðu heimspekinnar eru ræddar með hliðsjón af könnun sem gerð var á vegum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Spurt er hverjar séu raunhæfar vonir og væntingar um eflingu gagnrýnnar hugsunar og heimspeki í íslenskum skólum.

Ný Aðalnámskrá til umsagnar

Kæru félagar,

Á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytis hafa verið birt drög að
námssviða- og námsgreinahluta nýrrar aðalnámskrár grunnskóla.
Ég hvet félagsmenn til að kynna sér þau, og legg til að markvisst verði
efnt til umræðu um þau á fundum félagsins í sumar. Continue reading Ný Aðalnámskrá til umsagnar

Ný vefsíða um gagnrýna hugsun og siðfræði

Þann 1. október 2011 var opnuð ný vefsíða um gagnrýna hugsun. Vefurinn er gagnabanki fyrir þá sem vilja kenna gagnrýna hugsun og siðfræði. Þar er hægt að nálgast kennsluefni og fræðilega texta auk þess sem ráðstefnur og fleiri viðburðir eru auglýstir. Vefsíðan er unninn af frumkvæði Heimspekistofnunar í samvinnu við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Starfsmenn verkefnisins eru Elsa Haraldsdóttir og Kristian Guttesen.

Málþing 1. október: Kennsla í gagnrýninni hugsun og siðfræði

Opið málþing verður haldið í Odda, Háskóla Íslands á laugardaginn næstkomandi kl. 10-15. Viðfangsefni málþingsins er kennsla gagnrýninnar hugsunar og siðfræði á öllum skólastigum. Á dagskrá eru fræðilegir fyrirlestrar, reynslusögur kennara og gagnrýnin umræða um skólastarf. Málþingið er samstarfsverkefni Rannsóknarstofu um háskóla, Heimspekistofnunar og Félags heimspekikennara.

Continue reading Málþing 1. október: Kennsla í gagnrýninni hugsun og siðfræði