Málstofa: gagnrýnin umræða um fjármál

Verkefnið Efling kennslu í gagnrýninni hugsun og siðfræði mun á næstu misserum standa fyrir hádegismálstofum þar sem tengsl gagnrýninnar hugsunar og siðfræði við önnur svið veruleikans eru skoðuð. Fyrsta málstofan verður haldin fimmtudaginn 1. nóvember klukkan 12:00–13:00 í Odda 106 og verður efni hennar fjármál.

Breki Karlsson forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi og Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur munu halda erindi um mikilvægi gagnrýninnar og upplýstrar umræðu um fjármál og eðli peninga.

Það eru Rannsóknastofa um háskóla, Heimspekistofnun og Siðfræðistofnun sem standa að verkefninu.

Málstofustjóri: Henry Alexander Henrysson