Fréttabréf aprílmánaðar

Fréttabréf aprílmánaðar er komið á vefinn. Fréttbréfið er stútfullt af efni enda nóg um að vera í heimspekikennslu á Íslandi. Meðal efnis eru fréttir frá nýafstöðnu málþingi Félags heimspekikennara, viðtal við Jón Thoroddsen heimspekikennara í Laugalækjarskóla og sagt er frá heimspekinámskeiðum sem verða haldin fyrir börn og unglinga sumarið 2013. Í verkefnum mánaðarins eru meðal annars úrval sagna af tyrkneska kennaranum Nasreddin, en sögurnar af honum eru ríkulegt hráefni í heimspekilega samræðu.

Heimspeki og spunaspil – Glósur úr fyrirlestri Ármanns Halldórssonar á fræðslufundi Félags heimspekikennara 13. mars 2013

Heimspekileikir – Leikjaheimspeki

eftir Brynhildi Sigurðardóttur og Kristian Guttesen

Ármann Halldórsson

Ármann Halldórsson sagði frá tilraunum sínum til að tvinna saman heimspekikennslu og hlutverkaleiki á þriðja fræðslufundi Félags heimspekikennara sem haldinn var snemma í mars. Fundurinn var vel sóttur af heimspekingum, kennurum og sérfræðingum í hlutverkaleikjum.

Ármann kennir ensku og heimspeki við Verzlunarskóla Íslands. Í vetur gerir hann í fyrsta sinn tilraun til að kenna áfanga um spunaspil (e. role playing games) í þeim tilgangi að spilavæða heimspekinga og heimspekivæða spunaspilin. Ármann tekur með þessu viðbótarskref til að þróa þá heimspekiáfanga sem hann hefur hingað til kennt en þar leggur hann ríka áherslu á praktíska nálgun og nýtir heimspekilega samræðu mjög mikið í kennslunni. Hann telur heimspekinám felast í fimm meginþáttum: sókratískri samræðu, umræðustjórnun, hugtakagreiningu, gagnrýninni hugsun og siðfræði.

Continue reading Heimspeki og spunaspil – Glósur úr fyrirlestri Ármanns Halldórssonar á fræðslufundi Félags heimspekikennara 13. mars 2013

Raunverulegt gildismat?

Málþing Félags heimspekikennara um „Innleiðingu grunnþáttanna lýðræði, mannréttindi og jafnrétti í þverfaglegu skólastarfi“

Réttarholtsskóla, 13. apríl 2013

eftir Elsu Björgu Magnúsdóttur

1.      Kynning

Góðan dag, ágæti mennta- og menningarmálaráðherra og aðrir gestir.

Ég heiti Elsa Björg Magnúsdóttir og er siðfræðingur. Erindi mitt ber titilinn „Raunverulegt gildismat?“ og nálgast ég efni þessa málþings út frá sjónarhóli siðfræðinnar. Grunnþættirnir sem eru til umfjöllunar eru siðferðileg hugtök sem eru mér sérlega hugleikin. Mun ég gera þeim stuttlega skil, og leggja til, hvernig þau má innleiða inn í íslenska menntun. Tel ég að áherslur í gegnum tíðina hafi verið of einhæfar og að húmanísk menntun eigi að vega þyngra en verið hefur. Leiði ég líkum að því að siðfræðimenntun eigi að teljast til hinna eiginlegu kjarnagreina.

Continue reading Raunverulegt gildismat?

Er skólastarf á Íslandi lýðræðislegt?

Ingimar Ólafsson Waage

Á nýafstöðnu málþingi Félags heimspekikennara, sem haldið var í Réttarholtsskóla 13. apríl 2013, tók Björn Rúnar Egilsson hjá Heimili og skóla viðtal við Ingimar Ólafsson Waage myndlistarkennara um mastersverkefni sitt, „Hver eru viðhorf grunnskólakennara til lýðræðis í skólastarfi?

Í rannsókn Ingimars kom í ljós að skilningur margra kennara á lýðræði lítur út fyrir að vera nokkuð yfirborðslegur og kennarar forðast að tala við nemendur um mikilvæg mál eins og stjórnmál og trúmál. Orsökin virðist vera ótti kennara við innrætingu.

Continue reading Er skólastarf á Íslandi lýðræðislegt?

Samhljómur lýðræðisins

Erindi á málþingi Félags heimspekikennara 13. apríl 2013

eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur

Nafnið „Samhljómur lýðræðisins“ hljómar kannski barnslega því lýðræði einkennist ekki af samhljómi. Það er fullt af átökum, þar fá mótsagnir að birtast og skoðanir á öndverðum meiði að talast við. Í lýðræði verða átökin spennandi og gefa færi á nýrri sköpun. En hver er þá samhljómurinn? Ég ætla að leitast við að gera grein fyrir samhljóminum í lýðræðinu sem tengir okkur saman í margbreytileikanum á svo fjölbreyttan hátt.

Ég vil byrja á að gera stutta grein fyrir þeim skilningi sem ég hef á þeim tveimur grunnþáttum (en þremur hugtökum) sem felast í yfirskrift málþingsins.

Continue reading Samhljómur lýðræðisins

Kvenheimspekingakaffi fimmtudaginn 18. apríl, kl. 15: Martha Nussbaum

Næsti kvenheimspekingur sem verður kynntur í röðinni Kvenheimspekingar koma í kaffi er Martha Nussbaum (f. 1947). Vilhjálmur Árnason mun kynna heimspeki Nussbaums fimmtudaginn 18.4., kl. 15 í Árnagarði 201.

Martha Nussbaum er einn þekktasti núlifandi heimspekingur Bandaríkjanna. Hún hefur víða komið við en hóf feril sinn með rannsóknum á heimspeki fornaldar. Hún hefur einstakt lag á að miðla þessum arfi til breiðs hóps og verið óþreytandi við að boða mikilvægi húmanískrar menntunar. Continue reading Kvenheimspekingakaffi fimmtudaginn 18. apríl, kl. 15: Martha Nussbaum

Heimspekikaffi í Gerðubergi 17. apríl, kl. 20: Líf | Dauði

Heimspekikaffi í Gerðurbergi 17. apríl, kl. 20: Líf | Dauði

Viðhorf til lífs og dauða verða í brennidepli á heimspekikaffi í Gerðubergi miðvikudaginn 17. apríl. Gunnar Hersveinn heimspekingur og Bjarni Randver Sigurvinsson guðfræðingur efna til umræðu um líf og dauða út frá mörgum og stundum óvæntum sjónarhornum.

„Lífið er undirbúningur fyrir dauðann,“ sagði Sókrates forðum en hvað átti hann við? Hver er afstaða austrænna trúarbragða til dauðans t.d. hindúisma og búddisma? Hvernig birtist afstaða manna til dauðans í útfararsiðum? Hvaða merkingu leggja einstök trúarbrögð í dauðann? Er hægt að segja að sérhver siður svari því með skýrum hætti eða gefi mörg svör við ráðgátunni um dauðann?

Continue reading Heimspekikaffi í Gerðubergi 17. apríl, kl. 20: Líf | Dauði

Viðtal við Elsu Björgu Magnúsdóttur og Jóhann Björnsson á Útvarpi Sögu í tengslum við málþing Félags heimspekikennara sem haldið verður á morgun 13. apríl, kl. 13

Elsa Björg MagnúsdóttirÁ morgun stendur Félag heimspekikennara fyrir málþingi um innleiðingu tveggja grunnþátta í þverfaglegu skólastarfi, annars vegar lýðræði og mannréttindi og hins vegar jafnrétti.

Félag heimspekikennara er fagfélag kennara á öllum skólastigum og er meginmarkmið þess að efla samstarf heimspekikennara í skólum og þeirra sem starfa við æskulýðsstarf á öðrum vettvangi, sem og að vinna að eflingu heimspekikennslu hérlendis með því að vera ráðgefandi aðili gagnvart fræðslu- og skólayfirvöldum um tilhögun heimspekikennslu í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum.

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur málþingið. Jóhann BjörnssonDagskrána má sjá neðst í þessari færslu.

Í gær fimmtudaginn 11. apríl 2013 mættu tveir fulltrúar Félags heimspekikennara, þau Elsa Björg Magnúsdóttir og Jóhann Björnsson, í ítarlegt og skemmtilegt viðtal á Útvarpi Sögu um efni og tildrög málþingsins. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.

Continue reading Viðtal við Elsu Björgu Magnúsdóttur og Jóhann Björnsson á Útvarpi Sögu í tengslum við málþing Félags heimspekikennara sem haldið verður á morgun 13. apríl, kl. 13