Samhljómur lýðræðisins

Erindi á málþingi Félags heimspekikennara 13. apríl 2013

eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur

Nafnið „Samhljómur lýðræðisins“ hljómar kannski barnslega því lýðræði einkennist ekki af samhljómi. Það er fullt af átökum, þar fá mótsagnir að birtast og skoðanir á öndverðum meiði að talast við. Í lýðræði verða átökin spennandi og gefa færi á nýrri sköpun. En hver er þá samhljómurinn? Ég ætla að leitast við að gera grein fyrir samhljóminum í lýðræðinu sem tengir okkur saman í margbreytileikanum á svo fjölbreyttan hátt.

Ég vil byrja á að gera stutta grein fyrir þeim skilningi sem ég hef á þeim tveimur grunnþáttum (en þremur hugtökum) sem felast í yfirskrift málþingsins.

Continue reading Samhljómur lýðræðisins

Kvenheimspekingakaffi fimmtudaginn 18. apríl, kl. 15: Martha Nussbaum

Næsti kvenheimspekingur sem verður kynntur í röðinni Kvenheimspekingar koma í kaffi er Martha Nussbaum (f. 1947). Vilhjálmur Árnason mun kynna heimspeki Nussbaums fimmtudaginn 18.4., kl. 15 í Árnagarði 201.

Martha Nussbaum er einn þekktasti núlifandi heimspekingur Bandaríkjanna. Hún hefur víða komið við en hóf feril sinn með rannsóknum á heimspeki fornaldar. Hún hefur einstakt lag á að miðla þessum arfi til breiðs hóps og verið óþreytandi við að boða mikilvægi húmanískrar menntunar. Continue reading Kvenheimspekingakaffi fimmtudaginn 18. apríl, kl. 15: Martha Nussbaum

Heimspekikaffi í Gerðubergi 17. apríl, kl. 20: Líf | Dauði

Heimspekikaffi í Gerðurbergi 17. apríl, kl. 20: Líf | Dauði

Viðhorf til lífs og dauða verða í brennidepli á heimspekikaffi í Gerðubergi miðvikudaginn 17. apríl. Gunnar Hersveinn heimspekingur og Bjarni Randver Sigurvinsson guðfræðingur efna til umræðu um líf og dauða út frá mörgum og stundum óvæntum sjónarhornum.

„Lífið er undirbúningur fyrir dauðann,“ sagði Sókrates forðum en hvað átti hann við? Hver er afstaða austrænna trúarbragða til dauðans t.d. hindúisma og búddisma? Hvernig birtist afstaða manna til dauðans í útfararsiðum? Hvaða merkingu leggja einstök trúarbrögð í dauðann? Er hægt að segja að sérhver siður svari því með skýrum hætti eða gefi mörg svör við ráðgátunni um dauðann?

Continue reading Heimspekikaffi í Gerðubergi 17. apríl, kl. 20: Líf | Dauði

Viðtal við Elsu Björgu Magnúsdóttur og Jóhann Björnsson á Útvarpi Sögu í tengslum við málþing Félags heimspekikennara sem haldið verður á morgun 13. apríl, kl. 13

Elsa Björg MagnúsdóttirÁ morgun stendur Félag heimspekikennara fyrir málþingi um innleiðingu tveggja grunnþátta í þverfaglegu skólastarfi, annars vegar lýðræði og mannréttindi og hins vegar jafnrétti.

Félag heimspekikennara er fagfélag kennara á öllum skólastigum og er meginmarkmið þess að efla samstarf heimspekikennara í skólum og þeirra sem starfa við æskulýðsstarf á öðrum vettvangi, sem og að vinna að eflingu heimspekikennslu hérlendis með því að vera ráðgefandi aðili gagnvart fræðslu- og skólayfirvöldum um tilhögun heimspekikennslu í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum.

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur málþingið. Jóhann BjörnssonDagskrána má sjá neðst í þessari færslu.

Í gær fimmtudaginn 11. apríl 2013 mættu tveir fulltrúar Félags heimspekikennara, þau Elsa Björg Magnúsdóttir og Jóhann Björnsson, í ítarlegt og skemmtilegt viðtal á Útvarpi Sögu um efni og tildrög málþingsins. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.

Continue reading Viðtal við Elsu Björgu Magnúsdóttur og Jóhann Björnsson á Útvarpi Sögu í tengslum við málþing Félags heimspekikennara sem haldið verður á morgun 13. apríl, kl. 13

Sumarnámskeið fyrir framhaldsskólakennara: Gagnrýnin hugsun og grunnþættir menntunar

Félag heimspekikennara stendur í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands fyrir sumarnámskeiði um gagnrýna hugsun og grunnþætti menntunar.

Námskeiðið er einkum ætlað framhaldsskólakennurum til að skerpa á og styðja við þá stefnumótun sem ný aðalnámskrá framhaldsskóla hefur í för með sér, og skýra tengsl gagnrýninnar hugsunar við grunnþætti menntunar í henni. Continue reading Sumarnámskeið fyrir framhaldsskólakennara: Gagnrýnin hugsun og grunnþættir menntunar

Mennta- og menningarmálaráðherra setur málþing um innleiðingu grunnþáttanna lýðræði, mannréttindi og jafnrétti

Katrín JakobsdóttirMennta- og menningaramálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, setur málþing Félags heimspekikennara sem haldið verður í Réttarholtsskóla laugardaginn 13. apríl.

Á morgun, fimmtudaginn 11. apríl kl. 16, verða tveir fulltrúar málþingsins, Elsa Björg Magnúsdóttir og Jóhann Björnsson, í viðtali um efni málþingsins á Útvarpi Sögu.

Dagskrá málþingsins er sem hér segir:

  • Elsa Björg Magnúsdóttir: Raunverulegt gildismat?
  • Ingimar Waage: Viðhorf kennara til lýðræðis í grunnskólastarfi
  • Jóhann Björnsson: Kennslustund í lýðræði eða lýðræðisleg kennslustund?
  • Kristín Dýrfjörð: Er ekki bölvað vesen að tengja grunnþáttinn lýðræði öðrum grunnþáttum?
  • Ólafur Páll Jónsson: Lýðræði og mannréttindi sem grunnþáttur: Viðmið, markmið eða aðferð?
  • Sigurlaug Hreinsdóttir: Samhljómur lýðræðisins

Málþingið er öllum opið og hefst kl. 13. Aðgangur er ókeypis.

Erindi á vegum Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar og Þjóðminjasafns Íslands haldið fimmtud. 11. apríl kl. 16:10

Ólafur Páll JónssonHeiti erindisins er: Aðgengismál: Útsýnið handan þröskuldarins

Dr. Ólafur Páll Jónsson heimspekingur og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Snædís Rán Hjartardóttir og Áslaug Ýr Hjartardóttir flytja erindið. Þær Snædís Rán og Áslaug Ýr eru systur og nemendur við M.H. Síðast liðið sumar vöktu þær talsverða athygli fyrir framgöngu sína en þær mynduðu 2/3 af Skyttunum þremur sem gerðu útttekt á aðgengismálum á Laugarveginum. Í erindinu velta þau fyrir sér hvað greiðir fyrir og hvað hindrar aðgengi fatlaðs fólks að skóla og samfélagi. Tími mun gefast fyrir spurningar og umræður. Continue reading Erindi á vegum Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar og Þjóðminjasafns Íslands haldið fimmtud. 11. apríl kl. 16:10

Kvenheimspekingar koma í kaffi: Róbert Haraldsson fjallar um Annette Bayer

Annette BayerNæsti kvenheimspekingur sem verður kynntur í röðinni „Kvenheimspekingar koma í kaffi“ er Annette Bayer (1929-2012). Róbert Haraldsson mun kynna þennan fyrrum kennara sinn næsta fimmtudag, 11. apríl, kl. 15 í Árnagarði 201.

Annette Bayer var siðfræðingur og Hume-sérfræðingur sem fékkst m.a. við sálfræði siðferðis. Hún var þeirrar skoðunar að konur og karlar felli siðadóma á grundvelli ólíks gildismats. Karlar séu réttlætismiðaðri en konur hugi frekar að umhyggju og trausti. Saga/kanóna heimspekinnar hefur að mestu verið verk karla sem hefur leitt til þess að hlutverk umhyggju og trausts hafa verið vanrækt innan heimspekinnar.

Kvenheimspekingar koma í kaffi: Hannah Arendt

Næsti kvenheimspekingur sem verður kynntur í röðinni „Kvenheimspekingar koma í kaffi“ er Hannah Arendt (1906-1975). Arendt er ekki hvað síst þekkt fyrir að hafa gefið út bók sem hafði að geyma fyrstu greininguna á alræðiskerfum nasisma og stalínísma eftir seinni heimsstyrjöldina og svo fyrir skrif sín um Eichmann-réttarhöldin, en kvikmynd sem snýst einkum um aðkomu hennar að þeim er til sýnis í Bíó Paradís þessa dagana (í dag þriðjudag kl. 20:00, 22:10 og miðvikudag, fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag kl. 17:50, 20:00). Arendt skrifaði í kjölfarið mikið um stjórnmál, hvernig vettvangur stjórnmála hefði verið eyðilagður og hugleiddi leiðir út úr ógöngum pólitíkur.

Páll Skúlason og Sigríður Þorgeirsdóttir munu kynna heimspeki Arendt og munu þau ræða hvaða erindi hún eigi við samtímann til skilnings á kreppu á mörgum sviðum samfélagsins.

Verið velkomin í kaffi fimmtudaginn 4. apríl, kl. 15, í Árnagarði 201.

Viðtal við heimspekikennara: Jón Thoroddsen

Jón Thoroddsen kennir heimspeki og lífsleikni í Laugalækjarskóla í Reykjavík. Jón segir okkur nánar frá störfum sínum í svörum við nokkrum spurningum Heimspekitorgsins hér að neðan:

Spurning 1: Hvar ert þú að kenna heimspeki? Hvernig er heimspeki byggð inn í skólastarfið? Hvaða áfangar eru kenndir? Er heimspeki valgrein eða skylda á ákveðnum brautum?

Jón: Ég kenni heimspeki í Lauglækjarskóla í Reykjavík.  Ég kom til starfa haustið 2006 þegar ég tók að mér lífsleiknikennslu í skólanum, en lífsleikni kenni ég með heimspekilegri áherslu. Seinna bættist við heimspekival í 9. og 10. bekk sem er með dálítið öðru sniði. Continue reading Viðtal við heimspekikennara: Jón Thoroddsen