Er skólastarf á Íslandi lýðræðislegt?

Ingimar Ólafsson Waage

Á nýafstöðnu málþingi Félags heimspekikennara, sem haldið var í Réttarholtsskóla 13. apríl 2013, tók Björn Rúnar Egilsson hjá Heimili og skóla viðtal við Ingimar Ólafsson Waage myndlistarkennara um mastersverkefni sitt, „Hver eru viðhorf grunnskólakennara til lýðræðis í skólastarfi?

Í rannsókn Ingimars kom í ljós að skilningur margra kennara á lýðræði lítur út fyrir að vera nokkuð yfirborðslegur og kennarar forðast að tala við nemendur um mikilvæg mál eins og stjórnmál og trúmál. Orsökin virðist vera ótti kennara við innrætingu.

Á fyrrnefndu málþingi Félags heimspekikennara flutti Ingimar erindi undir yfirskriftinni „Viðhorf kennara til lýðræðis í grunnskólastarfi“ þar sem hann kynnti niðurstöður mastersritgerðar sinnar, en hér má sjá viðtal Björns Rúnars við Ingimar.