Hvað er heimspekikennsla?

Flutt á fundi Félags heimspekikennara 30. janúar 2013

eftir Pál Skúlason

Byrjum á að brjóta upp spurninguna. Hvað er heimspeki? Hvað er kennsla? Og hvernig tengist þetta tvennt? Kennsla getur augljóslega verið viðfang heimspeki, því heimspekin getur fjallað um hvað sem er og allt í heild sinni. En er víst að heimspeki geti verið viðfang kennslu? Ég hef verið lektor í heimspeki – sá sem les heimspeki fyrir aðra – og prófessor í heimspeki – sá sem játast heimspeki og hefur það hlutverk að breiða hana út. En eru fyrirlesturinn og það að játast faginu – annað hvort eða hvorttveggja – réttnefnd heimspekikennsla? Continue reading Hvað er heimspekikennsla?

Heimspekikennsla

eftir Gunnar Árna Konráðsson

Ég hef verið nemandi í Norðlingaskóla í rúm fjögur ár og er núna í 9. bekk. Ég fékk áhuga á heimspeki þegar ég byrjaði í áttunda bekk. Áhuginn kviknaði líklega vegna þess að Ragnar Þór Pétursson sem er kennari við Norðlingaskóla, kennir fögin sín öðruvísi heldur en aðrir grunnskólakennarar, þá á ég við að hann notar kennsluaðferðir sem eru notaðar víða í menntaskólum. Þegar ég segi “öðruvísi kennsluaðferðir” þá get ég nefnt sem dæmi að í náttúrufræði þá settur hann inn á netið texta sem inniheldur viðfangsefni sem við lesum og glósum úr áður en við mætum í tíma og þegar við mætum ræðir hann efnið ítarlega og við glósum meira, þannig held ég að við lærum betur að taka góðar glósur, skipuleggja okkur og fáum meira að vita um viðfangsefnið. Continue reading Heimspekikennsla

Af ævintýralegu raunsæi og raunsæjum fantasíum

eftir Sigríði Geirsdóttur

Sonur minn, 7 ára, er ákaflega raunsætt barn sem vill gjarnan fá svör við þeim ótal spurningum sem kvikna hjá honum á degi hverjum. Hann gefur lítið fyrir rannsóknir á vandamálum eða umræður um efni sem beinast ekki að einhverri einni sértækri lausn og að hafa rangt fyrir sér af og til er illa séð hjá drengnum. Continue reading Af ævintýralegu raunsæi og raunsæjum fantasíum

Viðtal við Eyju Margréti í Morgunútvarpi Rásar 2, 26. apríl

Eyja Margrét BrynjarsdóttirEyja Margrét Brynjarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Eddu – öndvegissetri, verður í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í fyrramálið, föstudag, klukkan rúmlega 8:15. Þar ræðir hún um viðfangsefnið „gagnrýna hugsun“ en í gær, miðvikudag, flutti hún fræðsluerindi á vegum Félags heimspekikennara í Verzlunarskóla Íslands um efnið.
Continue reading Viðtal við Eyju Margréti í Morgunútvarpi Rásar 2, 26. apríl

Hvernig er best að innleiða nýja grunnþætti menntunar?

Elsa Björg MagnúsdóttirÁ málþingi Félags heimspekikennara, sem haldið var í Réttarholtsskóla 13. apríl 2013, tók Björn Rúnar Egilsson hjá Heimili og skóla viðtal við Elsu Björgu Magnúsdóttur siðfræðing og kennara um hvernig best er að innleiða nýja grunnþætti menntunar.

Á málþinginu flutti Elsa Björg erindi undir yfirskriftinni „Raunverulegt gildismat“ en þar talaði hún m.a. út frá gestsauga kennaranemans og fjallaði um sýn sína á innleiðingu grunnþátta menntunar. Í viðtalinu veltir hún því meðal annars upp hvort ómælanleiki grunnþátta geti verið hindrun, hvort það sé verið að gera of miklar kröfur til kennara og hvort þá skorti stuðning. Continue reading Hvernig er best að innleiða nýja grunnþætti menntunar?

Raunverulegt gildismat?

Málþing Félags heimspekikennara um „Innleiðingu grunnþáttanna lýðræði, mannréttindi og jafnrétti í þverfaglegu skólastarfi“

Réttarholtsskóla, 13. apríl 2013

eftir Elsu Björgu Magnúsdóttur

1.      Kynning

Góðan dag, ágæti mennta- og menningarmálaráðherra og aðrir gestir.

Ég heiti Elsa Björg Magnúsdóttir og er siðfræðingur. Erindi mitt ber titilinn „Raunverulegt gildismat?“ og nálgast ég efni þessa málþings út frá sjónarhóli siðfræðinnar. Grunnþættirnir sem eru til umfjöllunar eru siðferðileg hugtök sem eru mér sérlega hugleikin. Mun ég gera þeim stuttlega skil, og leggja til, hvernig þau má innleiða inn í íslenska menntun. Tel ég að áherslur í gegnum tíðina hafi verið of einhæfar og að húmanísk menntun eigi að vega þyngra en verið hefur. Leiði ég líkum að því að siðfræðimenntun eigi að teljast til hinna eiginlegu kjarnagreina.

Continue reading Raunverulegt gildismat?

Er skólastarf á Íslandi lýðræðislegt?

Ingimar Ólafsson Waage

Á nýafstöðnu málþingi Félags heimspekikennara, sem haldið var í Réttarholtsskóla 13. apríl 2013, tók Björn Rúnar Egilsson hjá Heimili og skóla viðtal við Ingimar Ólafsson Waage myndlistarkennara um mastersverkefni sitt, „Hver eru viðhorf grunnskólakennara til lýðræðis í skólastarfi?

Í rannsókn Ingimars kom í ljós að skilningur margra kennara á lýðræði lítur út fyrir að vera nokkuð yfirborðslegur og kennarar forðast að tala við nemendur um mikilvæg mál eins og stjórnmál og trúmál. Orsökin virðist vera ótti kennara við innrætingu.

Continue reading Er skólastarf á Íslandi lýðræðislegt?

Samhljómur lýðræðisins

Erindi á málþingi Félags heimspekikennara 13. apríl 2013

eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur

Nafnið „Samhljómur lýðræðisins“ hljómar kannski barnslega því lýðræði einkennist ekki af samhljómi. Það er fullt af átökum, þar fá mótsagnir að birtast og skoðanir á öndverðum meiði að talast við. Í lýðræði verða átökin spennandi og gefa færi á nýrri sköpun. En hver er þá samhljómurinn? Ég ætla að leitast við að gera grein fyrir samhljóminum í lýðræðinu sem tengir okkur saman í margbreytileikanum á svo fjölbreyttan hátt.

Ég vil byrja á að gera stutta grein fyrir þeim skilningi sem ég hef á þeim tveimur grunnþáttum (en þremur hugtökum) sem felast í yfirskrift málþingsins.

Continue reading Samhljómur lýðræðisins

Námskeið í frásagnalist 12. – 14. apríl

Að dafna og blómstra með sagnalist

Storytelling með Nancy Mellon: Námskeið ætlað sagnaþulum, foreldrum, kennurum, þerapistum og öðrum áhugasömum

Helgina 12. – 14. apríl kemur sagnaþulan Nancy Mellon (USA) til landsins. Hún mun halda námskeið í frásagnalist þar sem hún leiðir þátttakendur inn í ævintýralegan heim sögunnar. Hún starfar með fólki af mismunandi bakgrunni sem leitar að nýrri sýn og betri líðan í persónulegu-, fjölskyldu- og á starfssviði sínu. Continue reading Námskeið í frásagnalist 12. — 14. apríl

Staða námsbóka gagnvart grunnþáttum menntunar – Glósur úr fyrirlestri Erlu Karlsdóttur á fræðslufundi Félags heimspekikennara 20. febrúar 2013

Í almennum hluta aðalnámskrár fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla 2011 er í fyrsta sinn gerð grein fyrir grunnþáttum í íslenskri menntun. Þeir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Á öðrum fræðslufundi Félags heimspekikennara ræddi Erla Karlsdóttir um skýrslu sem hún vann síðastliðið sumar „Um stöðu námsbóka Námsgagnastofnunar gagnvart sex grunnþáttum menntunar.“

Continue reading Staða námsbóka gagnvart grunnþáttum menntunar — Glósur úr fyrirlestri Erlu Karlsdóttur á fræðslufundi Félags heimspekikennara 20. febrúar 2013