Flutt á fundi Félags heimspekikennara 30. janúar 2013
eftir Pál Skúlason
Byrjum á að brjóta upp spurninguna. Hvað er heimspeki? Hvað er kennsla? Og hvernig tengist þetta tvennt? Kennsla getur augljóslega verið viðfang heimspeki, því heimspekin getur fjallað um hvað sem er og allt í heild sinni. En er víst að heimspeki geti verið viðfang kennslu? Ég hef verið lektor í heimspeki – sá sem les heimspeki fyrir aðra – og prófessor í heimspeki – sá sem játast heimspeki og hefur það hlutverk að breiða hana út. En eru fyrirlesturinn og það að játast faginu – annað hvort eða hvorttveggja – réttnefnd heimspekikennsla? Continue reading Hvað er heimspekikennsla?