Menntun

Í M-Paed ritgerð minni, Menntun eða afmenntun? frá árinu 2010, velti ég vöngum yfir því hvort það séu sjálfsögð sannindi að innan grunnskólanna fari fram menntun. Ritgerðin er skrifuð með foreldra í huga út frá sjónarhorni nemenda sem hafa ekki þrifist nægilega vel innan grunnskólans.
        Í byrjun velti ég upp merkingu hugtaksins menntun. Heimspekingurinn Guðmundur Finnbogason kom fram með þá kenningu að í menntun fælist sú hugmynd að verða „meira maður“, ekki „meiri“ maður í merkingunni að verða meiri en aðrir menn heldur að verða meira maður sjálfur, mennskari. Páll Skúlason heimspekingur segir að það verði að gera greinarmun á hugtökunum „fræðslu“ og „menntun“. Hann telur að hugtökunum sé gjarnan slegið saman. Afleiðingin er að menntakerfið sinnir aðallega fræðslu án menntunar og það leiðir til skortstilfinningar sem getur af sér hégóma og græðgi. Menntun fullnægir hins vegar nemendum. Continue reading Menntun