Dagana 14.-15. mars verður Hugvísindaþing haldið í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Heimspekitorgið vill vekja athygli heimspekinga á ráðstefnunni og sérstaklega á eftirfarandi málstofum Continue reading Málstofur um heimspeki á Hugvísindaþingi
Category: Lýðræði
Kvenheimspekingakaffi – Heimspeki Mariu Zambrano
Verið velkomin í Kvenheimspekingakaffi á fimmtudag, 13. mars, kl. 15 í Árnagarði 301.
Jón Ragnar Ragnarsson mun fjalla um heimspeki Mariu Zambrano.
Maria Zambrano fæddist árið 1901 í Velez, Malaga á Spáni. Zambrano var merkur heimspekingur og rithöfundur sem lét eftir sig mikið safn rita. Hún tók virkan þátt í starfi lýðræðissinna á tímum borgarastyrjaldarinnar og fluttist úr landi eftir að falangistar komust til valda árið 1939. Zambrano flutti ekki aftur heim til Spánar fyrr en eftir 45 ára útlegð í Mexíkó, Puerto Rico, Kúbu, Ítalíu og víðar. Skrif hennar eru nátengd reynslu hennar í borgarastríðinu og þeirri atburðarrás sem fylgdi í kjölfarið. Aðskilnaður við vini og fjölskyldu, fátækt og veikindi reyndust henni innblástur í heimspekinni sem hún gagnrýndi fyrir að hafa glatað tengslum við veruleikann. Zambrano fékk Cervantes verðlaunin árið 1988. Continue reading Kvenheimspekingakaffi — Heimspeki Mariu Zambrano
Kynningarefni um heimspeki
Sumarið 2012 vann Kristian Guttesen átaksverkefni fyrir Vinnumálastofnun sem starfsmaður Heimspekistofnunar Háskóla Íslands. Verkefni fól í sér gerð kennslu- og kynningarefnis um heimspeki fyrir elstu bekki grunnskóla. Efnið byggði meðal annars á verkefnum sem hann vann ásamt Ylfu Jóhannesdóttur í Háskóla unga fólksins þá um sumarið. Markmið verkefnisins var að setja saman sjálfstæða kynningarpakka um þætti úr fræðum heimspekinnar. Continue reading Kynningarefni um heimspeki
Námskeið um gagnrýna hugsun og grunnþætti menntunar á vegum Félags heimspekikennara
eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur
Ég hef nýlokið við að sitja námskeiðið „Gagnrýnin hugsun og grunþættir menntunar“ í Endurmenntun HÍ á vegum Félags heimspekikennara, dagana 31. maí – 3. júní, og langar að deila reynslu minni með lesendum Heimspekitorgs.
Þetta námskeið var skipulagt af formanni félagsins, Kristian Guttesen, á alveg listilegan hátt en hann var umsjónarmaður þess. Bæði heildarmyndin og bútarnir sem hún var samansett úr komu mér þægilega á óvart. Ég fylgdist með skipulaginu úr fjarlægð og verð að segja að ég er full aðdáunar.
Þarna voru samankomnir sex sérfræðingar innan okkar raða sem voru hver öðrum flinkari við að kveikja áhuga þátttakenda og vekja þá til umhugsunar. Hver einasti tími fangaði áhuga minn og athygli. Þá bar samfellan á milli framlags sérfræðinganna vott um bæði óeigingirni og umhyggju þeirra fyrir bæði heildarmyndinni og kollegum sínum. Allir virtust svo vel meðvitaðir um staðsetningu sína innan heildarmyndarinnar.
Continue reading Námskeið um gagnrýna hugsun og grunnþætti menntunar á vegum Félags heimspekikennara
Rætt um lýðræði í skólastarfi
Í nýrri aðalnámskrá eru nefndir nokkrir grunnþættir sem einkenna eiga skólastarf framtíðarinnar. Einn af þessum grunnþáttum er lýðræði. Skólastarf skal einkennast af lýðræðislegum starfsháttum. Ekki er alveg ljóst hvað við er átt, en einhverjar hugmyndir eru samt uppi.
Á nýafstöðnu málþingi Félags heimspekikennara, sem haldið var í Réttarholtsskóla 13. apríl 2013, flutti Jóhann Björnsson erindi undir yfirskriftinni „Kennslustund í lýðræði eða lýðræðisleg kennslustund?“ en þar ræddi hann hugsanlegar leiðir til að iðka lýðræði í skólastofunni. Continue reading Rætt um lýðræði í skólastarfi
Er skólastarf á Íslandi lýðræðislegt?
Á nýafstöðnu málþingi Félags heimspekikennara, sem haldið var í Réttarholtsskóla 13. apríl 2013, tók Björn Rúnar Egilsson hjá Heimili og skóla viðtal við Ingimar Ólafsson Waage myndlistarkennara um mastersverkefni sitt, „Hver eru viðhorf grunnskólakennara til lýðræðis í skólastarfi?“
Í rannsókn Ingimars kom í ljós að skilningur margra kennara á lýðræði lítur út fyrir að vera nokkuð yfirborðslegur og kennarar forðast að tala við nemendur um mikilvæg mál eins og stjórnmál og trúmál. Orsökin virðist vera ótti kennara við innrætingu.
Samhljómur lýðræðisins
Erindi á málþingi Félags heimspekikennara 13. apríl 2013
eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur
Nafnið „Samhljómur lýðræðisins“ hljómar kannski barnslega því lýðræði einkennist ekki af samhljómi. Það er fullt af átökum, þar fá mótsagnir að birtast og skoðanir á öndverðum meiði að talast við. Í lýðræði verða átökin spennandi og gefa færi á nýrri sköpun. En hver er þá samhljómurinn? Ég ætla að leitast við að gera grein fyrir samhljóminum í lýðræðinu sem tengir okkur saman í margbreytileikanum á svo fjölbreyttan hátt.
Ég vil byrja á að gera stutta grein fyrir þeim skilningi sem ég hef á þeim tveimur grunnþáttum (en þremur hugtökum) sem felast í yfirskrift málþingsins.