Auka aðalfundur Félags heimspekikennara verður haldinn laugardaginn 7. september kl. 11.00 í Reykjavíkurakademíunni, 3. hæð. Fundarefnið er: kosning í stjórn félagsins og kosning formanns. Sjá nánar í fundarboði sem sent var á félagsmenn.
—
Auka aðalfundur Félags heimspekikennara verður haldinn laugardaginn 7. september kl. 11.00 í Reykjavíkurakademíunni, 3. hæð. Fundarefnið er: kosning í stjórn félagsins og kosning formanns. Sjá nánar í fundarboði sem sent var á félagsmenn.
—
Véfréttin hefur spáð fyrir um komu forngríska heimspekingsins Sophiu sem hyggst slá upp tjaldi í hjarta Reykjavíkurborgar á Menningarnótt, næstkomandi laugardag 24. ágúst, og bjóða Íslendingum upp á heimspekilegar samræður í anda Sókratesar.
Býður Sophia áhugasömum upp á einkaspjall og fær hver og einn afmarkaðan tíma.
Hún verður til samtals í Kvosinni við Vesturgötu 5 frá klukkan 16:00 – 18:00 & 19:00 – 21:00.
Hafa vitringar löngum haft áhyggjur af lítilli samræðuhefð Íslendinga.
Í stað málefnalegra samræðna stundi menn almennar hártoganir. Þeir hafa því sammælst um að senda landsmönnum Sophiu í þeirri von að glæða samræðuhefð þeirra nýju lífi.
Í nýútkomnu Fréttabréfi heimspekikennara birtir stjórn Félags heimspekikennara drög að dagskrá vetrarins. Þar er ótal margt í boði: heimspekilegar æfingar, málfundir, ráðstefnur og námskeið. Auk þess er í fréttabréfinu sagt frá rannsóknarverkefni um heimspekikennslu, ráðstefnu á Akureyri í október og nýafstöðnum umræðufundi um eflingu heimspekikennslu. Að venju eru líka tenglar inn á ný verkefni og miðast þau við upphaf skólastarfs.
Þann 30. júlí síðastliðinn boðuðu áhugasamir aðilar til umræðufundar um stöðu kennslu í heimspeki og siðfræði í íslenskum skólum. Fundurinn var fjölsóttur og var sérlega ánægjulegt að sjá breiðan hóp fólks saman kominn til leita leiða til að fleiri íslendingar fái notið heimspekikennslu. Fundargerðina má nálgast hér.
Lærdómssamfélagið – Samræða allra skólastiga
Ráðstefna um menntamál í Íþróttahöllinni á Akureyri
Kall eftir erindum á málstofur ráðstefnunnar
Þann 4. október n.k. verður haldin ráðstefna á Akureyri á vegum allra skólastiga. Tilgangur ráðstefnunnar er að stuðla að samræðu kennara og stjórnenda af öllum skólastigum um lærdómssamfélagið. Ráðstefnan er haldin á Akureyri og boðuð í öllum símenntunarmiðstöðvum, leik-, grunn-, framhalds- og háskólum á landinu.
Auglýst er eftir erindum fyrir málstofur frá fræðimönnum, kennurum, sérfræðingum skóla, kennsluráðgjöfum, og öðrum áhugasömum aðilum. Sóst er eftir nýlegu efni sem ekki hefur hlotið kynningu áður á ráðstefnum. Einkum er leitað eftir:
Í hverri málstofu verður 20-30 mínútna erindi auk 20-30 mínútna til umræðna.
Frestur til að senda inn lýsingu á erindi, að hámarki 300 orð, er til 10. september 2013. Svör um samþykki frá ráðstefnunefnd munu berast fyrir 20. september. Fyrirlesarar á málstofum greiða ekki skráningargjald á ráðstefnuna. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar hefur umsjón með ráðstefnunni í samvinnu við Akureyrarbæ, aðildarfélög KÍ á Norðurlandi, Miðstöð skólaþróunar HA, framhaldsskólana á Norðurlandi, mennta og menningarmálaráðuneytið.
Allar nánari upplýsingar gefur Heimir Haraldsson í síma 460 5720 eða gegnum netfangið: heimir@simey.is
—
Þriðjudaginn 30. júlí, kl. 20-22 í Hotel Reykjavik Centrum, Forsetasal, er boðað til fundar með þeim sem hafa áhuga á því að kennsla í heimspeki og siðfræði verði aukin til muna í íslensku skólakerfi. Allt áhugafólk um þessi mál er hvatt til að koma á fundinn til stuðnings þessu málefni.
Á þessum fyrsta fundi verður rætt hvernig best verður staðið að því að hrinda í framkvæmd þessu mikilvæga sameiginlega markmiði.
Fundarstjóri verður stjórnarmaður í stjórn Félags heimspekikennara, Sævar Finnbogason.
Félag barnaheimspekinga í Hollandi heldur námskeið dagana 12.-14. ágúst næstkomandi. Á námskeiðinu mun Dr. Philip Cam heimspekingur og sérfræðingur í barnaheimspeki þjálfa þátttakendur í fræðilegum og hagnýtum grundvallaratriðum heimspekilegs samræðufélags. Hann mun fjalla um hugtakagreiningu með börnum og verkfærakassa heimspekingsins auk þess sem þátttakendur fá þjálfun í að byggja upp og styðja við heimspekilega samræðufærni.
Phil Cam hefur langa reynslu af því að kenna börnum heimspeki og þjálfa kennara í heimspekikennslu. Hann hefur samið bæði kennsluefni og kennsluleiðbeiningar sem hafa reynst afar vel í kennslu. Hér má sjá stutt myndband sem gefur örlitla innsýn í hugmyndir Dr. Cam.
Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst til Ieva Rocena og hún tekur einnig við skráningum.
Sjá ítarlegri auglýsingu á ensku hér.
eftir Elsu Haraldsdóttur
Á aðalfundi Félags heimspekikennara, þann 25. maí síðastliðinn, var boðið upp á námskeið undir leiðsögn Hidigunnar Sverrisdóttir, arkitekts og aðjúnkts við Listaháskóla Íslands. Námskeiði var í fyrirlestrarformi og bar heitið „Skapandi dvelur manneskjan: er hægt að kenna henni það?“ en tititillinn vísar í ritgerð þýska heimspekingsins Heideggers, „“…Poetically man dwells…”“. Í fyrirlestrinum tók Hildigunnur hvert hugtak titilsins fyrir sig, „manneskjan“, „dvelur“ og „skapandi“ og varpaði þannig ljósi á hugmyndafræðina sem þar liggur að baki og samtímis reyndi að tengja þau saman í heildstæða mynd. Markmið námskeiðsins var að kynna fyrir þátttakendum ákveðna hugmyndir um manneskjuna og samfélagið í anda gagnrýninnar kenningar. Fyrirlesturinn var mjög efnismikill og heljarinnar ferðalag í gegnum tiltölulega flókið hugmyndakerfi en hin þverfaglega nálgun á viðfangsefnið var einkum áhugaverð. Fyrirlesturinn, í anda viðfangsefnis síns, vakti fleiri spurningar en svör en fyrir vikið væri einkar áhugvert að taka upp þráðinn og gefa kost á ítarlegri umræðum um efnið ef áhugi er fyrir því á meðal aðstandenda.
Fréttabréf heimspekikennara í júní 2013 er komið á vefinn. Fréttabréfið kemur út mánaðarlega og flytur fréttir af störfum og hugmyndum heimspekikennara á Íslandi. Í nýjasta tölublaðinu má meða annars lesa fréttir af aðalfundi, upplýsingar um námsefnisgerð, viðtal við Guðrúnu Hólmgeirsdóttur, grein um hvernig foreldrar geta kennt börnum sínum gagnrýna hugsun og verkefni um heilbrigði.
Ritstjórn heimspekitorgsins tók stutt viðtal við Guðrúnu Hólmgeirsdóttur, heimspekikennara við Menntaskólann í Hamrahlíð. Hér að neðan segir hún frá kennslunni sinni og sýn á heimspekikennslu almennt.
Spurning 1: Hvar ert þú að kenna heimspeki? Hvernig er heimspeki byggð inn í skólastarfið? Hvaða áfangar eru kenndir? Er heimspeki valgrein eða skylda á ákveðnum brautum?
Guðrún: Ég kenni í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hef gert í rúma tvo áratugi. Hefð fyrir heimspeki í skólanum nær langt aftur fyrir það og hér ríkir velvilji gagnvart heimspekinni. Continue reading Viðtal við heimspekikennara: Guðrún Hólmgeirsdóttir