„Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“

Bríet BjarnhéðinsdóttirNýverið birtust á Heimspekivefnum nokkrar greinar sem birtust í tímaritunum Skírni og Fjallkonunni á árunum 1876-1885 og eiga það allar sameiginlegt að fjalla um réttindi og félagslega stöðu kvenna. Ein þeirra er grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“, en þar leggur hún að jöfnu menntun sem jafnréttismál og framfarir á Íslandi. Með því að smella á titil greinarinnar, í málsgreininni hér á undan, má lesa þessar skörpu hugrenningar Bríetar á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar.

Mynd

Fræðslufundur og málþing um tengsl heimspeki og grunnþáttanna læsis og sköpunar

Menntavísindasvið Háskóla Íslands, StakkahlíðMiðvikudaginn 13. nóvember verður haldinn fræðslufundur og málþing um tengsl heimspekikennslu og grunnþáttanna sköpunar og læsis. Viðburðurinn verður haldinn í húsakynnum Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð, í sal K205 og stendur frá kl. 15:15 til kl. 17:00. Viðburðurinn er skipulagður af Félagi heimspekikennara í samstarfi við Rannsóknarstofu um skapandi skólastarf og námsbraut um kennslufræði framhaldsskóla og háskóla. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Continue reading Fræðslufundur og málþing um tengsl heimspeki og grunnþáttanna læsis og sköpunar

Viðtal við heimspekikennara: Síðuskóli á Akureyri

Heimspekitorgið tók nýlega viðtal við Sigrúnu Sigurðardóttur sem kennir heimspekival við grunnskólana á Akureyri. Sigrún er kennari í Síðuskóla en valgreinar eru boðnar þvert á skóla til að auka úrval greina sem nemendur geta valið úr. Svör Sigrúnar við nokkrum spurningum Heimspekitorgsins má lesa hér að neðan. Continue reading Viðtal við heimspekikennara: Síðuskóli á Akureyri

Kvenheimspekingakaffið heldur áfram

Kvenheimspekingakaffið heldur áframKvenheimspekingakaffi hefst aftur nú á haustmisseri og verður annan hvern fimmtudag.

Eiríkur Smári Sigurðsson heldur fyrsta erindið um „Gyðju Parmenídesar“.

Verið velkomin í Lögberg 103, kl. 15 á fimmtudaginn, 12. september.

Sjá dagskrá haustmisseris í viðhengi.

Gyðja Parmenídesar

Parmenídes, mesti skynsemishyggjumaður forvera heimspekinnar, setur kenningar sínar í munn gyðju sem hann hittir í handanheimum. Hún tekur á móti honum, ungum manninum, og leiðir í allan sannleikann um heiminn. Í kaffi dagsins verður þessi saga skýrð og nokkrar túlkanir á henni ræddar og hún m.a. skoðuð í ljósi annarra frásagna af gyðjum og ungum mönnum sem hitta þær til að læra sannleikann (t.d. Hesíódos og Sókrates). Gyðja Parmenídesar er vissulega ekki heimspekingur í sama skilningi og (flestar) aðrar sem er fjallað um í kvenheimspekikaffinu en hún getur þó varpað ljósi á stöðu kvenna og hins kvenlega í upphafi heimspekisögu Vesturlanda.

Andi Sókratesar svífur yfir í Reykjavík á Menningarnótt

Véfréttin hefur spáð fyrir um komu forngríska heimspekingsins Sophiu sem hyggst slá upp tjaldi í hjarta Reykjavíkurborgar á Menningarnótt, næstkomandi laugardag 24. ágúst, og bjóða Íslendingum upp á heimspekilegar samræður í anda Sókratesar.

Býður Sophia áhugasömum upp á einkaspjall og fær hver og einn afmarkaðan tíma.

Hún verður til samtals í Kvosinni við Vesturgötu 5 frá klukkan 16:00 – 18:00 & 19:00 – 21:00.

Hafa vitringar löngum haft áhyggjur af lítilli samræðuhefð Íslendinga.

Í stað málefnalegra samræðna stundi menn almennar hártoganir. Þeir hafa því sammælst um að senda landsmönnum Sophiu í þeirri von að glæða samræðuhefð þeirra nýju lífi.

Fréttabréf ágústmánaðar

Í nýútkomnu Fréttabréfi heimspekikennara birtir stjórn Félags heimspekikennara drög að dagskrá vetrarins. Þar er ótal margt í boði: heimspekilegar æfingar, málfundir, ráðstefnur og námskeið. Auk þess er í fréttabréfinu sagt frá rannsóknarverkefni um heimspekikennslu, ráðstefnu á Akureyri í október og nýafstöðnum umræðufundi um eflingu heimspekikennslu. Að venju eru líka tenglar inn á ný verkefni og miðast þau við upphaf skólastarfs.

Fundur áhugafólks um eflingu heimspekikennslu

Þann 30. júlí síðastliðinn boðuðu áhugasamir aðilar til umræðufundar um stöðu kennslu í heimspeki og siðfræði í íslenskum skólum. Fundurinn var fjölsóttur og var sérlega ánægjulegt að sjá breiðan hóp fólks saman kominn til  leita leiða til að fleiri íslendingar fái notið heimspekikennslu. Fundargerðina má nálgast hér.