Fræðslufundur og málþing um tengsl heimspeki og grunnþáttanna læsis og sköpunar

Menntavísindasvið Háskóla Íslands, StakkahlíðMiðvikudaginn 13. nóvember verður haldinn fræðslufundur og málþing um tengsl heimspekikennslu og grunnþáttanna sköpunar og læsis. Viðburðurinn verður haldinn í húsakynnum Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð, í sal K205 og stendur frá kl. 15:15 til kl. 17:00. Viðburðurinn er skipulagður af Félagi heimspekikennara í samstarfi við Rannsóknarstofu um skapandi skólastarf og námsbraut um kennslufræði framhaldsskóla og háskóla. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Eftirfarandi aðilar taka til máls:

      Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Menntavísindasvið
      Guðrún Hólmgeirsdóttir, heimspekingur og kennari við MH
      Brynhildur Sigurðardóttir, heimspekingur og kennari við Garðaskóla
      Hjalti Hrafn Hafþórsson, heimspekingur og heimspekikennari á leikskólanum Múlaborg