Kvenheimspekingakaffið heldur áfram

Kvenheimspekingakaffið heldur áframKvenheimspekingakaffi hefst aftur nú á haustmisseri og verður annan hvern fimmtudag.

Eiríkur Smári Sigurðsson heldur fyrsta erindið um „Gyðju Parmenídesar“.

Verið velkomin í Lögberg 103, kl. 15 á fimmtudaginn, 12. september.

Sjá dagskrá haustmisseris í viðhengi.

Gyðja Parmenídesar

Parmenídes, mesti skynsemishyggjumaður forvera heimspekinnar, setur kenningar sínar í munn gyðju sem hann hittir í handanheimum. Hún tekur á móti honum, ungum manninum, og leiðir í allan sannleikann um heiminn. Í kaffi dagsins verður þessi saga skýrð og nokkrar túlkanir á henni ræddar og hún m.a. skoðuð í ljósi annarra frásagna af gyðjum og ungum mönnum sem hitta þær til að læra sannleikann (t.d. Hesíódos og Sókrates). Gyðja Parmenídesar er vissulega ekki heimspekingur í sama skilningi og (flestar) aðrar sem er fjallað um í kvenheimspekikaffinu en hún getur þó varpað ljósi á stöðu kvenna og hins kvenlega í upphafi heimspekisögu Vesturlanda.