Alþjóðadagur heimspekinnar

Í dag, 21. nóvember, er alþjóðadagur heimspekinnar. Af því tilefni hefur Gunnar Harðarson birt hugleiðingu á Heimspekivefunum um gildi heimspekinnar og heimspekilegrar samræðu, sem hann setur í samhengi við hugsun Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi.

Grein Gunnars: „21. nóvember: Alþjóðadagur heimspekinnar
Continue reading Alþjóðadagur heimspekinnar

„Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“

Bríet BjarnhéðinsdóttirNýverið birtust á Heimspekivefnum nokkrar greinar sem birtust í tímaritunum Skírni og Fjallkonunni á árunum 1876-1885 og eiga það allar sameiginlegt að fjalla um réttindi og félagslega stöðu kvenna. Ein þeirra er grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“, en þar leggur hún að jöfnu menntun sem jafnréttismál og framfarir á Íslandi. Með því að smella á titil greinarinnar, í málsgreininni hér á undan, má lesa þessar skörpu hugrenningar Bríetar á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar.

Mynd

Fræðslufundur og málþing um tengsl heimspeki og grunnþáttanna læsis og sköpunar

Menntavísindasvið Háskóla Íslands, StakkahlíðMiðvikudaginn 13. nóvember verður haldinn fræðslufundur og málþing um tengsl heimspekikennslu og grunnþáttanna sköpunar og læsis. Viðburðurinn verður haldinn í húsakynnum Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð, í sal K205 og stendur frá kl. 15:15 til kl. 17:00. Viðburðurinn er skipulagður af Félagi heimspekikennara í samstarfi við Rannsóknarstofu um skapandi skólastarf og námsbraut um kennslufræði framhaldsskóla og háskóla. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Continue reading Fræðslufundur og málþing um tengsl heimspeki og grunnþáttanna læsis og sköpunar

Kvenheimspekingakaffið heldur áfram

Kvenheimspekingakaffið heldur áframKvenheimspekingakaffi hefst aftur nú á haustmisseri og verður annan hvern fimmtudag.

Eiríkur Smári Sigurðsson heldur fyrsta erindið um „Gyðju Parmenídesar“.

Verið velkomin í Lögberg 103, kl. 15 á fimmtudaginn, 12. september.

Sjá dagskrá haustmisseris í viðhengi.

Gyðja Parmenídesar

Parmenídes, mesti skynsemishyggjumaður forvera heimspekinnar, setur kenningar sínar í munn gyðju sem hann hittir í handanheimum. Hún tekur á móti honum, ungum manninum, og leiðir í allan sannleikann um heiminn. Í kaffi dagsins verður þessi saga skýrð og nokkrar túlkanir á henni ræddar og hún m.a. skoðuð í ljósi annarra frásagna af gyðjum og ungum mönnum sem hitta þær til að læra sannleikann (t.d. Hesíódos og Sókrates). Gyðja Parmenídesar er vissulega ekki heimspekingur í sama skilningi og (flestar) aðrar sem er fjallað um í kvenheimspekikaffinu en hún getur þó varpað ljósi á stöðu kvenna og hins kvenlega í upphafi heimspekisögu Vesturlanda.

Heimspekispjall í Hannesarholti, mánudagskvöldið 9. september klukkan 20:00

Siðfræðikennsla

Salvör Nordal

Í þessu fyrsta heimspekispjalli vetrarins í Hannesarholti munu Salvör Nordal og Henry Alexander Henrysson fást við spurningar um möguleika og mikilvægi siðfræðikennslu. Salvör fjallar um kennslu í hagnýttri siðfræði þar sem umdeild og viðkvæm siðferðileg álitamál eru til umræðu. Í erindi sínu skoðar Henry mismunandi birtingarmyndir siðfræðikennslu, til dæmis á ólíkum skólastigum, og spyr hvort kennsla í siðfræði geti verið kennsla í siðferði.

Henry Alexander Henrysson

Heimspekispjallið er haldið í samstarfi við verkefnið Gagnrýnin hugsun og siðfræði í skólum.

*

Hannesarholt er sjálfseignarstofnun sem er starfrækt í gömlu og fallegu húsi að Grundarstíg 10 í miðborg Reykjavíkur. Markmið stofnunarinnar er að efla jákvæða, gagnrýna hugsun í íslensku samfélagi, auka skilning á gildi sögunnar fyrir samtímann og framtíðina og hvetja til uppbyggilegrar umræðu og samveru.

Fréttir af aðalfundi

Laugardaginn 25. maí sl. var aðalfundur Félags heimspekikennara haldinn í Verzlunarskóla Íslands. Morgunninn hófst með að Hildigunnur Sverrisdóttir hélt námskeið fyrir félagsmenn undir yfirskriftinni „Skapandi dvelur manneskjan – er hægt að kenna henni það?“ Hildigunnur er aðjúnkt og fagstjóri í arkitektúr. Hún kennir við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og hefur unnið með gagnrýna kenningu og verufræði. Á næstu dögum verður birt greinargerð um námskeið Hildigunnar hér á Heimspekitorgi.

Continue reading Fréttir af aðalfundi

Rætt um lýðræði í skólastarfi

Jóhann BjörnssonÍ nýrri aðalnámskrá eru nefndir nokkrir grunnþættir sem einkenna eiga skólastarf framtíðarinnar. Einn af þessum grunnþáttum er lýðræði. Skólastarf skal einkennast af lýðræðislegum starfsháttum. Ekki er alveg ljóst hvað við er átt, en einhverjar hugmyndir eru samt uppi.

Á nýafstöðnu málþingi Félags heimspekikennara, sem haldið var í Réttarholtsskóla 13. apríl 2013, flutti Jóhann Björnsson erindi undir yfirskriftinni „Kennslustund í lýðræði eða lýðræðisleg kennslustund?“ en þar ræddi hann hugsanlegar leiðir til að iðka lýðræði í skólastofunni. Continue reading Rætt um lýðræði í skólastarfi

Kvenheimspekingakaffi fimmtudaginn 18. apríl, kl. 15: Martha Nussbaum

Næsti kvenheimspekingur sem verður kynntur í röðinni Kvenheimspekingar koma í kaffi er Martha Nussbaum (f. 1947). Vilhjálmur Árnason mun kynna heimspeki Nussbaums fimmtudaginn 18.4., kl. 15 í Árnagarði 201.

Martha Nussbaum er einn þekktasti núlifandi heimspekingur Bandaríkjanna. Hún hefur víða komið við en hóf feril sinn með rannsóknum á heimspeki fornaldar. Hún hefur einstakt lag á að miðla þessum arfi til breiðs hóps og verið óþreytandi við að boða mikilvægi húmanískrar menntunar. Continue reading Kvenheimspekingakaffi fimmtudaginn 18. apríl, kl. 15: Martha Nussbaum

Heimspekikaffi í Gerðubergi 17. apríl, kl. 20: Líf | Dauði

Heimspekikaffi í Gerðurbergi 17. apríl, kl. 20: Líf | Dauði

Viðhorf til lífs og dauða verða í brennidepli á heimspekikaffi í Gerðubergi miðvikudaginn 17. apríl. Gunnar Hersveinn heimspekingur og Bjarni Randver Sigurvinsson guðfræðingur efna til umræðu um líf og dauða út frá mörgum og stundum óvæntum sjónarhornum.

„Lífið er undirbúningur fyrir dauðann,“ sagði Sókrates forðum en hvað átti hann við? Hver er afstaða austrænna trúarbragða til dauðans t.d. hindúisma og búddisma? Hvernig birtist afstaða manna til dauðans í útfararsiðum? Hvaða merkingu leggja einstök trúarbrögð í dauðann? Er hægt að segja að sérhver siður svari því með skýrum hætti eða gefi mörg svör við ráðgátunni um dauðann?

Continue reading Heimspekikaffi í Gerðubergi 17. apríl, kl. 20: Líf | Dauði