Mánudaginn 3. mars 2014 kl. 20:00 í ReykavíkurAkademíunni munu Félag áhugamanna um heimspeki og Félag heimspekikennara standa fyrir málfundi um námsmarkið og námsmat.
Atli Harðarson mun flytja stutt erindi um hugmyndir um námsmarkmið í aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011, þar sem fjallað verður um spennu eða togstreitu milli tvenns konar hugmynda eða námskrárhefða.
Elsa Haraldsdóttir mun fjalla um siðfræði í nýrri aðalnámsskrá með áherslu á grunnskóla, út frá heimspekikennslu og í tengslum við gagnrýna hugsun og siðfræði.
Eftir erindin verða opnar umræður.



Í vorhefti tímaritsins Uppeldi og menntun á þessu ári birtist grein eftir Kristian Guttesen undir heitinu „Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu“. Þetta hefti hefur nú verið gert aðgengilegt á Skemmunni og Tímarit.is, og hefur höfundur því brugðið á það ráð að gera greinina aðgengilega á vefsvæðinu Academia.edu.
Mánudaginn 9. desember, kl. 20 í Hannesarholti, Grundarstíg 10
Útgáfufagnaður í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, miðvikudaginn 4. desember, kl. 17. 
Nýverið birtust á Heimspekivefnum nokkrar greinar sem birtust í tímaritunum Skírni og Fjallkonunni á árunum 1876-1885 og eiga það allar sameiginlegt að fjalla um réttindi og félagslega stöðu kvenna. Ein þeirra er grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, „
Miðvikudaginn 13. nóvember verður haldinn fræðslufundur og málþing um tengsl heimspekikennslu og grunnþáttanna sköpunar og læsis. Viðburðurinn verður haldinn í húsakynnum Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð, í sal K205 og stendur frá kl. 15:15 til kl. 17:00. Viðburðurinn er skipulagður af Félagi heimspekikennara í samstarfi við Rannsóknarstofu um skapandi skólastarf og námsbraut um kennslufræði framhaldsskóla og háskóla. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. 