Í vorhefti tímaritsins Uppeldi og menntun á þessu ári birtist grein eftir Kristian Guttesen undir heitinu „Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu“. Þetta hefti hefur nú verið gert aðgengilegt á Skemmunni og Tímarit.is, og hefur höfundur því brugðið á það ráð að gera greinina aðgengilega á vefsvæðinu Academia.edu.
Continue reading Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu
Author: Kristian Guttesen
Hugsuðu þær öðruvísi? – Konur í heimspeki, frá fornöld til samtímans
Mánudaginn 9. desember, kl. 20 í Hannesarholti, Grundarstíg 10
Ykkur er boðið til samtals um heimspeki á vegum Hannesarholts, Félags áhugamanna um heimspeki og Háskólaútgáfunnar í tengslum við útgáfu bókar Sigríðar Þorgeirsdóttur prófessors; Dagbók 2014: Árið með heimspekingum.
Hugsuðu þær öðruvísi? – Konur í heimspeki, frá fornöld til samtímans
Svo virðist sem hugðarefni margra kvenheimspekinga séu og hafi verið á skjön við ýmis ráðandi stef í kenningum karl-heimspekinga. Í framsögu sinni veltir Sigríður Þorgeirsdóttir upp þeirri spurningu hvort saga vestrænnar heimspeki sé á einhvern hátt öðruvísi þegar hún er sögð í ljósi kvennanna sem lagt hafa stund á heimspeki í gegnum tíðina. Hugsuðu þær á einhvern hátt öðruvísi?
Continue reading Hugsuðu þær öðruvísi? – Konur í heimspeki, frá fornöld til samtímans
Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum
Útgáfufagnaður í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, miðvikudaginn 4. desember, kl. 17.
Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum eftir Sigríði Þorgeirsdóttur prófessor er í senn dagbók/dagatal fyrir árið 2014 og saga margra helstu kvenheimspekinga allt frá fornöld til samtímans.
Bókin er hugsuð sem dagbók á skrifborði eða ferðafélagi í tösku. Fyrir hverja viku dregur Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekiprófessor, upp leiftrandi myndir af þessum huldu hetjum heimspekinnar sem hafa löngum verið „gleymdar“ og ekki metnar að verðleikum. Þeirra viska – sem oft er á skjön við ráðandi visku karlheimspekinganna – er veganesti fyrir hverja viku ársins.
Continue reading Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum
Alþjóðadagur heimspekinnar
Í dag, 21. nóvember, er alþjóðadagur heimspekinnar. Af því tilefni hefur Gunnar Harðarson birt hugleiðingu á Heimspekivefunum um gildi heimspekinnar og heimspekilegrar samræðu, sem hann setur í samhengi við hugsun Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi.
Grein Gunnars: „21. nóvember: Alþjóðadagur heimspekinnar“
Continue reading Alþjóðadagur heimspekinnar
„Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“
Nýverið birtust á Heimspekivefnum nokkrar greinar sem birtust í tímaritunum Skírni og Fjallkonunni á árunum 1876-1885 og eiga það allar sameiginlegt að fjalla um réttindi og félagslega stöðu kvenna. Ein þeirra er grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“, en þar leggur hún að jöfnu menntun sem jafnréttismál og framfarir á Íslandi. Með því að smella á titil greinarinnar, í málsgreininni hér á undan, má lesa þessar skörpu hugrenningar Bríetar á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar.
Mynd
- en.wikipedia.org – Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Mynd af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur (1856-1940). Sótt 18.11.2013.
Fræðslufundur og málþing um tengsl heimspeki og grunnþáttanna læsis og sköpunar
Miðvikudaginn 13. nóvember verður haldinn fræðslufundur og málþing um tengsl heimspekikennslu og grunnþáttanna sköpunar og læsis. Viðburðurinn verður haldinn í húsakynnum Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð, í sal K205 og stendur frá kl. 15:15 til kl. 17:00. Viðburðurinn er skipulagður af Félagi heimspekikennara í samstarfi við Rannsóknarstofu um skapandi skólastarf og námsbraut um kennslufræði framhaldsskóla og háskóla. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Continue reading Fræðslufundur og málþing um tengsl heimspeki og grunnþáttanna læsis og sköpunar
Kvenheimspekingakaffið heldur áfram
Kvenheimspekingakaffi hefst aftur nú á haustmisseri og verður annan hvern fimmtudag.
Eiríkur Smári Sigurðsson heldur fyrsta erindið um „Gyðju Parmenídesar“.
Verið velkomin í Lögberg 103, kl. 15 á fimmtudaginn, 12. september.
Sjá dagskrá haustmisseris í viðhengi.
Gyðja Parmenídesar
Parmenídes, mesti skynsemishyggjumaður forvera heimspekinnar, setur kenningar sínar í munn gyðju sem hann hittir í handanheimum. Hún tekur á móti honum, ungum manninum, og leiðir í allan sannleikann um heiminn. Í kaffi dagsins verður þessi saga skýrð og nokkrar túlkanir á henni ræddar og hún m.a. skoðuð í ljósi annarra frásagna af gyðjum og ungum mönnum sem hitta þær til að læra sannleikann (t.d. Hesíódos og Sókrates). Gyðja Parmenídesar er vissulega ekki heimspekingur í sama skilningi og (flestar) aðrar sem er fjallað um í kvenheimspekikaffinu en hún getur þó varpað ljósi á stöðu kvenna og hins kvenlega í upphafi heimspekisögu Vesturlanda.
Heimspekispjall í Hannesarholti, mánudagskvöldið 9. september klukkan 20:00
Siðfræðikennsla
Í þessu fyrsta heimspekispjalli vetrarins í Hannesarholti munu Salvör Nordal og Henry Alexander Henrysson fást við spurningar um möguleika og mikilvægi siðfræðikennslu. Salvör fjallar um kennslu í hagnýttri siðfræði þar sem umdeild og viðkvæm siðferðileg álitamál eru til umræðu. Í erindi sínu skoðar Henry mismunandi birtingarmyndir siðfræðikennslu, til dæmis á ólíkum skólastigum, og spyr hvort kennsla í siðfræði geti verið kennsla í siðferði.
Heimspekispjallið er haldið í samstarfi við verkefnið Gagnrýnin hugsun og siðfræði í skólum.
*
Hannesarholt er sjálfseignarstofnun sem er starfrækt í gömlu og fallegu húsi að Grundarstíg 10 í miðborg Reykjavíkur. Markmið stofnunarinnar er að efla jákvæða, gagnrýna hugsun í íslensku samfélagi, auka skilning á gildi sögunnar fyrir samtímann og framtíðina og hvetja til uppbyggilegrar umræðu og samveru.
Fréttir af aðalfundi
Laugardaginn 25. maí sl. var aðalfundur Félags heimspekikennara haldinn í Verzlunarskóla Íslands. Morgunninn hófst með að Hildigunnur Sverrisdóttir hélt námskeið fyrir félagsmenn undir yfirskriftinni „Skapandi dvelur manneskjan – er hægt að kenna henni það?“ Hildigunnur er aðjúnkt og fagstjóri í arkitektúr. Hún kennir við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og hefur unnið með gagnrýna kenningu og verufræði. Á næstu dögum verður birt greinargerð um námskeið Hildigunnar hér á Heimspekitorgi.
Rætt um lýðræði í skólastarfi
Í nýrri aðalnámskrá eru nefndir nokkrir grunnþættir sem einkenna eiga skólastarf framtíðarinnar. Einn af þessum grunnþáttum er lýðræði. Skólastarf skal einkennast af lýðræðislegum starfsháttum. Ekki er alveg ljóst hvað við er átt, en einhverjar hugmyndir eru samt uppi.
Á nýafstöðnu málþingi Félags heimspekikennara, sem haldið var í Réttarholtsskóla 13. apríl 2013, flutti Jóhann Björnsson erindi undir yfirskriftinni „Kennslustund í lýðræði eða lýðræðisleg kennslustund?“ en þar ræddi hann hugsanlegar leiðir til að iðka lýðræði í skólastofunni. Continue reading Rætt um lýðræði í skólastarfi