Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum

Dagbók 2014 - Árið með heimspekingumÚtgáfufagnaður í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, miðvikudaginn 4. desember, kl. 17.

Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum eftir Sigríði Þorgeirsdóttur prófessor er í senn dagbók/dagatal fyrir árið 2014 og saga margra helstu kvenheimspekinga allt frá fornöld til samtímans.

Bókin er hugsuð sem dagbók á skrifborði eða ferðafélagi í tösku. Fyrir hverja viku dregur Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekiprófessor, upp leiftrandi myndir af þessum huldu hetjum heimspekinnar sem hafa löngum verið „gleymdar“ og ekki metnar að verðleikum. Þeirra viska – sem oft er á skjön við ráðandi visku karlheimspekinganna – er veganesti fyrir hverja viku ársins.

Ef ágóði verður af bókinni rennur hann til styrktar doktorsnemum í femínískri heimspeki við HÍ.