Viðhorf til lífs og dauða verða í brennidepli á heimspekikaffi í Gerðubergi miðvikudaginn 17. apríl. Gunnar Hersveinn heimspekingur og Bjarni Randver Sigurvinsson guðfræðingur efna til umræðu um líf og dauða út frá mörgum og stundum óvæntum sjónarhornum.
„Lífið er undirbúningur fyrir dauðann,“ sagði Sókrates forðum en hvað átti hann við? Hver er afstaða austrænna trúarbragða til dauðans t.d. hindúisma og búddisma? Hvernig birtist afstaða manna til dauðans í útfararsiðum? Hvaða merkingu leggja einstök trúarbrögð í dauðann? Er hægt að segja að sérhver siður svari því með skýrum hætti eða gefi mörg svör við ráðgátunni um dauðann?
Continue reading Heimspekikaffi í Gerðubergi 17. apríl, kl. 20: Líf | Dauði