Mennta- og menningarmálaráðherra setur málþing um innleiðingu grunnþáttanna lýðræði, mannréttindi og jafnrétti

Katrín JakobsdóttirMennta- og menningaramálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, setur málþing Félags heimspekikennara sem haldið verður í Réttarholtsskóla laugardaginn 13. apríl.

Á morgun, fimmtudaginn 11. apríl kl. 16, verða tveir fulltrúar málþingsins, Elsa Björg Magnúsdóttir og Jóhann Björnsson, í viðtali um efni málþingsins á Útvarpi Sögu.

Dagskrá málþingsins er sem hér segir:

  • Elsa Björg Magnúsdóttir: Raunverulegt gildismat?
  • Ingimar Waage: Viðhorf kennara til lýðræðis í grunnskólastarfi
  • Jóhann Björnsson: Kennslustund í lýðræði eða lýðræðisleg kennslustund?
  • Kristín Dýrfjörð: Er ekki bölvað vesen að tengja grunnþáttinn lýðræði öðrum grunnþáttum?
  • Ólafur Páll Jónsson: Lýðræði og mannréttindi sem grunnþáttur: Viðmið, markmið eða aðferð?
  • Sigurlaug Hreinsdóttir: Samhljómur lýðræðisins

Málþingið er öllum opið og hefst kl. 13. Aðgangur er ókeypis.

Erindi á vegum Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar og Þjóðminjasafns Íslands haldið fimmtud. 11. apríl kl. 16:10

Ólafur Páll JónssonHeiti erindisins er: Aðgengismál: Útsýnið handan þröskuldarins

Dr. Ólafur Páll Jónsson heimspekingur og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Snædís Rán Hjartardóttir og Áslaug Ýr Hjartardóttir flytja erindið. Þær Snædís Rán og Áslaug Ýr eru systur og nemendur við M.H. Síðast liðið sumar vöktu þær talsverða athygli fyrir framgöngu sína en þær mynduðu 2/3 af Skyttunum þremur sem gerðu útttekt á aðgengismálum á Laugarveginum. Í erindinu velta þau fyrir sér hvað greiðir fyrir og hvað hindrar aðgengi fatlaðs fólks að skóla og samfélagi. Tími mun gefast fyrir spurningar og umræður. Continue reading Erindi á vegum Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar og Þjóðminjasafns Íslands haldið fimmtud. 11. apríl kl. 16:10

Kvenheimspekingar koma í kaffi: Róbert Haraldsson fjallar um Annette Bayer

Annette BayerNæsti kvenheimspekingur sem verður kynntur í röðinni „Kvenheimspekingar koma í kaffi“ er Annette Bayer (1929-2012). Róbert Haraldsson mun kynna þennan fyrrum kennara sinn næsta fimmtudag, 11. apríl, kl. 15 í Árnagarði 201.

Annette Bayer var siðfræðingur og Hume-sérfræðingur sem fékkst m.a. við sálfræði siðferðis. Hún var þeirrar skoðunar að konur og karlar felli siðadóma á grundvelli ólíks gildismats. Karlar séu réttlætismiðaðri en konur hugi frekar að umhyggju og trausti. Saga/kanóna heimspekinnar hefur að mestu verið verk karla sem hefur leitt til þess að hlutverk umhyggju og trausts hafa verið vanrækt innan heimspekinnar.

Kvenheimspekingar koma í kaffi: Hannah Arendt

Næsti kvenheimspekingur sem verður kynntur í röðinni „Kvenheimspekingar koma í kaffi“ er Hannah Arendt (1906-1975). Arendt er ekki hvað síst þekkt fyrir að hafa gefið út bók sem hafði að geyma fyrstu greininguna á alræðiskerfum nasisma og stalínísma eftir seinni heimsstyrjöldina og svo fyrir skrif sín um Eichmann-réttarhöldin, en kvikmynd sem snýst einkum um aðkomu hennar að þeim er til sýnis í Bíó Paradís þessa dagana (í dag þriðjudag kl. 20:00, 22:10 og miðvikudag, fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag kl. 17:50, 20:00). Arendt skrifaði í kjölfarið mikið um stjórnmál, hvernig vettvangur stjórnmála hefði verið eyðilagður og hugleiddi leiðir út úr ógöngum pólitíkur.

Páll Skúlason og Sigríður Þorgeirsdóttir munu kynna heimspeki Arendt og munu þau ræða hvaða erindi hún eigi við samtímann til skilnings á kreppu á mörgum sviðum samfélagsins.

Verið velkomin í kaffi fimmtudaginn 4. apríl, kl. 15, í Árnagarði 201.

Málþing 13. apríl: Innleiðing grunnþáttanna lýðræði, mannréttindi og jafnrétti í þverfaglegu skólastarfi

Laugardaginn 13. apríl stendur Félag heimspekikennara fyrir málþingi um „Innleiðingu grunnþáttanna lýðræði, mannréttindi og jafnrétti í þverfaglegu skólastarfi“.

Félag heimspekikennara er fagfélag kennara á öllum skólastigum og er meginmarkmið þess að efla samstarf heimspekikennara í skólum og þeirra sem starfa við æskulýðsstarf á öðrum vettvangi, sem og að vinna að eflingu heimspekikennslu hérlendis með því að vera ráðgefandi aðili gagnvart fræðslu- og skólayfirvöldum um tilhögun heimspekikennslu í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum. Continue reading Málþing 13. apríl: Innleiðing grunnþáttanna lýðræði, mannréttindi og jafnrétti í þverfaglegu skólastarfi

Kvenheimspekingar koma í kaffi: Elísabet prinsessa af Bæheimi

Fyrirlestraröðin um kvenheimspekinga heldur áfram. Á hverjum fimmtudegi er sjónum beint að kvenheimspekingi úr sögu heimspekinnar. Næst mun Þóra Björg Sigurðardóttir tala um heimspeki Elísabetar frá Bæheimi. Fyrirlesturinn verður fluttur í dag, fimmtudaginn 21. mars, í Árnagarði, stofu 201 kl. 15:00.
Continue reading Kvenheimspekingar koma í kaffi: Elísabet prinsessa af Bæheimi

Kvenheimspekingar koma í kaffi, fimmtudaginn 14. mars

Nýlega hófst röð erinda til kynningar á kvenheimspekingum í sögu og samtíð.

Næsti kvenheimspekingur sem verður kynntur í röðinni „Kvenheimspekingar koma í kaffi“ er Mechthild von Magdeburg (1207/10 – 1282/1294). Mechthild er einn af stóru dulspekingum miðalda. Hún var begína, en samfélög begína og nunnuklaustur buðu helst upp á möguleika fyrir konur til þess að stunda fræðistörf á þessum tíma. Mechthild gaf út margra binda verk, „Hið flæðandi ljós guðdómsins“, þar sem hún lýsir sambandi sálarinnar við guð m.a. sem erótísku ástarsambandi.

Skúli Pálsson mun fjalla um heimspeki Mechthild von Magdeburg. Verið velkomin í Árnagarð 201, kl. 15 á fimmtudag (14. mars). Aðgangur er ókeypis.

Einnig er hægt að fletta viðburðinum upp á fésbókinni þar sem einnig berast áminningar og frekari upplýsingar reglulega.

Fyrirlestur Mikaels Karlssonar 1. mars: Siðasúpan

Siðasúpan: skilaboð til þeirra sem sitja í súpunni

Fyrirlestur Mikaels M. Karlssonar, prófessors, á vegum Siðfræðistofnunar og Heimspekistofnunar föstudaginn 1. mars 2013 kl. 15 í Lögbergi 103

Mikael KarlssonSiðfræði er greinandi heimspekileg umfjöllun um siðferði. En hvað er siðferði? Um það er engin ein viðtekin skoðun heldur ýmsar ólíkar skoðanir, margar þeirra vanhugsaðar eða byggðar á misskilningi að því er virðist. Einnig eru nokkrar ólíkar siðfræðikenningar eða tegundir kenninga sem greina og lýsa siðferði—rótum og kröfum þess—með ólíkum hætti. Continue reading Fyrirlestur Mikaels Karlssonar 1. mars: Siðasúpan

Hugleiðingar í formi síðbúinnar ritfregnar um Lýðræði, réttlæti og menntun eftir Ólaf Pál Jónsson

Í þessari grein reifa ég hugleiðingar um bók Ólafs Páls Jónssonar Lýðræði, réttlæti og menntun frá árinu 2011. Fyrst kynni ég helstu viðfangsefni bókarinnar en get jafnframt bókfræðilegra upplýsinga í neðanmálsgrein (utan blaðsíðufjölda og leturgerðar sem koma fram í lok greinarinnar). Síðan nefni ég athyglisverða og mikilvæga gagnrýni á Aðalnámskrá grunnskóla sem Ólafur Páll setur fram, til handa núverandi umræðu um menntamál. Að lokum nefni ég dæmi um ósvaraða spurningu sem þarft væri að glíma við í kjölfar þeirrar umræðu.

Continue reading Hugleiðingar í formi síðbúinnar ritfregnar um Lýðræði, réttlæti og menntun eftir Ólaf Pál Jónsson