Kvenheimspekingar koma í kaffi, fimmtudaginn 14. mars

Nýlega hófst röð erinda til kynningar á kvenheimspekingum í sögu og samtíð.

Næsti kvenheimspekingur sem verður kynntur í röðinni „Kvenheimspekingar koma í kaffi“ er Mechthild von Magdeburg (1207/10 – 1282/1294). Mechthild er einn af stóru dulspekingum miðalda. Hún var begína, en samfélög begína og nunnuklaustur buðu helst upp á möguleika fyrir konur til þess að stunda fræðistörf á þessum tíma. Mechthild gaf út margra binda verk, „Hið flæðandi ljós guðdómsins“, þar sem hún lýsir sambandi sálarinnar við guð m.a. sem erótísku ástarsambandi.

Skúli Pálsson mun fjalla um heimspeki Mechthild von Magdeburg. Verið velkomin í Árnagarð 201, kl. 15 á fimmtudag (14. mars). Aðgangur er ókeypis.

Einnig er hægt að fletta viðburðinum upp á fésbókinni þar sem einnig berast áminningar og frekari upplýsingar reglulega.