Harvey Siegel fjallar um gagnrýna hugsun

Í dag var stofa 225 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands þétt setin þegar Harvey Siegel flutti fyrirlestur sinn „Argumentation and the Epistemology of Disagreement“. Þar fjallaði Siegel meðal annars um það hvernig félagar (peers) glíma við þá þraut sem felst í djúpum ágreiningi (deep disagreement). Siegel er skýr og góður fræðimaður á sviði gagnrýninnar hugsunar og þið getið kynnt ykkur hugmyndir hans m.a. með því að hlusta á þetta útvarpsviðtal við hann. Atriði sem var ofarlega í huga fundargesta þegar þeir gengu út af fyrirlestrinum í dag var að þótt ágreiningur sé ekki alltaf þægilegur þá er alltaf lærdómsríkt að glíma við hann. Ef við forðumst þessa glímu missum við af mikilvægum lærdómi um okkur sjálf, félaga okkar og ágreininginn sem um ræðir.