Námskeið með Emma og Peter Worley

Félag heimspekikennara í samstarfi við The Philosophy Foundation heldur námskeiðið HEIMSPEKI MEÐ BÖRNUM Í LEIK-, GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLA dagana 9.-10. ágúst 2018. Um tveggja daga vinnustofu er að ræða og allir eru velkomnir.

Staðsetning: Garðaskóli, Garðabæ
Tími: 9.-10. ágúst 2018, kl. 9-16 báða daga
Námskeiðsgjald: 32.000 krónur

Um námskeiðið:

Emma og Pete Worley frá The Philosophy Foundation koma til Íslands og halda tveggja daga „Stage 1“ námskeið þar sem farið er á dýptina í fræðum og framkvæmd heimspekilegrar samræðu með börnum og ungmennum. Námskeiðið er skemmtilegt og innihaldsríkt og hentar öllum kennurum, bæði þeim sem þegar hafa reynslu af kennslu í heimspeki og samræðu og algjörum byrjendum á þessu sviði. Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast og þróa færni sína í stjórnun heimspekilegrar samræðu. Continue reading Námskeið með Emma og Peter Worley

Málþing um gagnrýna hugsun og menntun

Hugleiðingar-um-gagnrýna-hugsun-net-3Málþing um gagnrýna hugsun og menntun verður haldið í Hannesarholti þriðjudaginn 2. desember kl. 20.00. Málþingið er haldið í tilefni af því að nýlega kom út bókin Hugleiðingar um gagnrýna hugsun: Gildi hennar og gagnsemi eftir heimspekingana Henry Alexander Henrysson og Pál Skúlason.  Athyglinni verður sérstaklega beint að hlutverki gagnrýninnar hugsunar í menntun. Continue reading Málþing um gagnrýna hugsun og menntun

„Virðing í netmiðlum“ – Vinnustofa


Föstudaginn 7. mars kl. 15:00 stendur MenntaMiðja fyrir vinnustofu sem ber yfirskriftina „Virðing í netmiðlum“ í stofu H-201 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ v/Stakkahlíð.

Stjórnandi er Kristian Guttesen, sem sótti ráðstefnu um efnið á vegum Pestalozzi áætlunar Evrópuráðsins í nóvember sl. Pestalozzi ráðstefnur eru ætlaðar til að stuðla að starfsþróun skólafólks með því að bjóða útvöldum kennurum og öðru skólafólki tækifæri til að kynnast því nýjasta sem er að gerast á tilteknum sviðum sem tengjast námi og kennslu. Continue reading „Virðing í netmiðlum“ – Vinnustofa

Alþjóðadagur heimspekinnar

Í dag, 21. nóvember, er alþjóðadagur heimspekinnar. Af því tilefni hefur Gunnar Harðarson birt hugleiðingu á Heimspekivefunum um gildi heimspekinnar og heimspekilegrar samræðu, sem hann setur í samhengi við hugsun Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi.

Grein Gunnars: „21. nóvember: Alþjóðadagur heimspekinnar
Continue reading Alþjóðadagur heimspekinnar

Andi Sókratesar svífur yfir í Reykjavík á Menningarnótt

Véfréttin hefur spáð fyrir um komu forngríska heimspekingsins Sophiu sem hyggst slá upp tjaldi í hjarta Reykjavíkurborgar á Menningarnótt, næstkomandi laugardag 24. ágúst, og bjóða Íslendingum upp á heimspekilegar samræður í anda Sókratesar.

Býður Sophia áhugasömum upp á einkaspjall og fær hver og einn afmarkaðan tíma.

Hún verður til samtals í Kvosinni við Vesturgötu 5 frá klukkan 16:00 – 18:00 & 19:00 – 21:00.

Hafa vitringar löngum haft áhyggjur af lítilli samræðuhefð Íslendinga.

Í stað málefnalegra samræðna stundi menn almennar hártoganir. Þeir hafa því sammælst um að senda landsmönnum Sophiu í þeirri von að glæða samræðuhefð þeirra nýju lífi.

Heimspekikaffihús

eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur

Ég hafði heyrt af heimspekikaffihúsi öðru hvoru og hugsað um að mæta en lét ekki af því verða fyrr en á menningarnótt í ágúst 2011. Ég mætti með vinkonu minni í Iðnó upp á efri hæð. Við settumst við hvítdúkað langborð og drukkum kaffi úr hvítum kaffibollum. Fljótlega fylltist borðið af fólki, það lagði orð í belg og velti fyrir sér spurningunni: „Hvað er menning?“ Það labbaði inn og út eftir þörfum og gat blandað sér í samræðurnar að vild. Þeir félagar Skúli Pálsson og Hreinn Pálsson heimspekingar, stýrðu umræðunum eða þeir stýrðu þeim eiginlega ekki, þeir hvöttu fólk til að tala og sýndu viðurkennandi viðmót ef maður lagði orð í belg og spurðu spurninga til að halda umræðunni lifandi. Drífa Thorstensen heimspekingur stóð að þessum gjörningi líka, hún hafði útvegað húsnæði í Iðnó. Hún var að vinna þar og þjónustaði fólk af mikilli natni með kaffi og bjór og þess háttar. Þetta var hátíðleg stund. Continue reading Heimspekikaffihús

Námskeið um gagnrýna hugsun og grunnþætti menntunar á vegum Félags heimspekikennara

eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur

Grunnþættir menntunarÉg hef nýlokið við að sitja námskeiðið „Gagnrýnin hugsun og grunþættir menntunar“ í Endurmenntun HÍ á vegum Félags heimspekikennara, dagana 31. maí – 3. júní, og langar að deila reynslu minni með lesendum Heimspekitorgs.

Þetta námskeið var skipulagt af formanni félagsins, Kristian Guttesen, á alveg listilegan hátt en hann var umsjónarmaður þess. Bæði heildarmyndin og bútarnir sem hún var samansett úr komu mér þægilega á óvart. Ég fylgdist með skipulaginu úr fjarlægð og verð að segja að ég er full aðdáunar.

Þarna voru samankomnir sex sérfræðingar innan okkar raða sem voru hver öðrum flinkari við að kveikja áhuga þátttakenda og vekja þá til umhugsunar. Hver einasti tími fangaði áhuga minn og athygli. Þá bar samfellan á milli framlags sérfræðinganna vott um bæði óeigingirni og umhyggju þeirra fyrir bæði heildarmyndinni og kollegum sínum. Allir virtust svo vel meðvitaðir um staðsetningu sína innan heildarmyndarinnar.

Continue reading Námskeið um gagnrýna hugsun og grunnþætti menntunar á vegum Félags heimspekikennara

Hvað er heimspekikennsla?

Flutt á fundi Félags heimspekikennara 30. janúar 2013

eftir Pál Skúlason

Byrjum á að brjóta upp spurninguna. Hvað er heimspeki? Hvað er kennsla? Og hvernig tengist þetta tvennt? Kennsla getur augljóslega verið viðfang heimspeki, því heimspekin getur fjallað um hvað sem er og allt í heild sinni. En er víst að heimspeki geti verið viðfang kennslu? Ég hef verið lektor í heimspeki – sá sem les heimspeki fyrir aðra – og prófessor í heimspeki – sá sem játast heimspeki og hefur það hlutverk að breiða hana út. En eru fyrirlesturinn og það að játast faginu – annað hvort eða hvorttveggja – réttnefnd heimspekikennsla? Continue reading Hvað er heimspekikennsla?

Af ævintýralegu raunsæi og raunsæjum fantasíum

eftir Sigríði Geirsdóttur

Sonur minn, 7 ára, er ákaflega raunsætt barn sem vill gjarnan fá svör við þeim ótal spurningum sem kvikna hjá honum á degi hverjum. Hann gefur lítið fyrir rannsóknir á vandamálum eða umræður um efni sem beinast ekki að einhverri einni sértækri lausn og að hafa rangt fyrir sér af og til er illa séð hjá drengnum. Continue reading Af ævintýralegu raunsæi og raunsæjum fantasíum