Aðalfundur félags heimspekikennara verður haldinn þann 21. júní 2014 kl. 11-12 í Landakotsskóla, Túngötu 15, 101 Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
1. Arnar Elísson kynnir rafbók um heimspeki og kvikmyndir.
2. Stjórnin leggur fram ársskýrslu.
3. Kosin verður ný stjórn og eru áhugasamir hvattir til að bjóða sig fram.
4. Önnur mál

![856197_344545992321953_139201684_o[1]](https://heimspekitorg.is/wp-content/uploads/2013/11/856197_344545992321953_139201684_o1-300x111.jpg)

Næstkomandi sunnudag verður Hildigunnur Sverrisdóttir, aðjúnkt og fagstjóri í arkitektúr, með ókeypis, sjálfstætt framhaldsnámskeið á vegum Félags heimspekikennara. Í maí síðastliðnum hélt hún vel heppnað námskeið á aðalfundi Félags heimspekikennara undir yfirskriftinni „Skapandi dvelur manneskjan – er hægt að kenna henni það?“
