Fundur áhugafólks um eflingu kennslu í heimspeki og siðfræði í íslensku skólakerfi

Þriðjudaginn 30. júlí, kl. 20-22 í Hotel Reykjavik Centrum, Forsetasal, er boðað til fundar með þeim sem hafa áhuga á því að kennsla í heimspeki og siðfræði verði aukin til muna í íslensku skólakerfi. Allt áhugafólk um þessi mál er hvatt til að koma á fundinn til stuðnings þessu málefni.

Á þessum fyrsta fundi verður rætt hvernig best verður staðið að því að hrinda í framkvæmd þessu mikilvæga sameiginlega markmiði.

Fundarstjóri verður stjórnarmaður í stjórn Félags heimspekikennara, Sævar Finnbogason.