Félag heimspekikennara í samstarfi við The Philosophy Foundation heldur námskeiðið HEIMSPEKI MEÐ BÖRNUM Í LEIK-, GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLA dagana 9.-10. ágúst 2018. Um tveggja daga vinnustofu er að ræða og allir eru velkomnir.
Staðsetning: Garðaskóli, Garðabæ
Tími: 9.-10. ágúst 2018, kl. 9-16 báða daga
Námskeiðsgjald: 32.000 krónur
Um námskeiðið:
Emma og Pete Worley frá The Philosophy Foundation koma til Íslands og halda tveggja daga „Stage 1“ námskeið þar sem farið er á dýptina í fræðum og framkvæmd heimspekilegrar samræðu með börnum og ungmennum. Námskeiðið er skemmtilegt og innihaldsríkt og hentar öllum kennurum, bæði þeim sem þegar hafa reynslu af kennslu í heimspeki og samræðu og algjörum byrjendum á þessu sviði. Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast og þróa færni sína í stjórnun heimspekilegrar samræðu. Continue reading Námskeið með Emma og Peter Worley




![1078891_10151642995138138_902839709_o1[1]](https://gagnryninhugsun.hi.is/wp-content/uploads/1078891_10151642995138138_902839709_o1-644x320.jpg)
![tren_i_natturunni_c[1]](https://gagnryninhugsun.hi.is/wp-content/uploads/8273065483_074dfc1fd2_c1-644x320.jpg)
Í vorhefti tímaritsins Uppeldi og menntun á þessu ári birtist grein eftir Kristian Guttesen undir heitinu „Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu“. Þetta hefti hefur nú verið gert aðgengilegt á Skemmunni og Tímarit.is, og hefur höfundur því brugðið á það ráð að gera greinina aðgengilega á vefsvæðinu Academia.edu.