Námskeið með Emma og Peter Worley

Félag heimspekikennara í samstarfi við The Philosophy Foundation heldur námskeiðið HEIMSPEKI MEÐ BÖRNUM Í LEIK-, GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLA dagana 9.-10. ágúst 2018. Um tveggja daga vinnustofu er að ræða og allir eru velkomnir.

Staðsetning: Garðaskóli, Garðabæ
Tími: 9.-10. ágúst 2018, kl. 9-16 báða daga
Námskeiðsgjald: 32.000 krónur

Um námskeiðið:

Emma og Pete Worley frá The Philosophy Foundation koma til Íslands og halda tveggja daga „Stage 1“ námskeið þar sem farið er á dýptina í fræðum og framkvæmd heimspekilegrar samræðu með börnum og ungmennum. Námskeiðið er skemmtilegt og innihaldsríkt og hentar öllum kennurum, bæði þeim sem þegar hafa reynslu af kennslu í heimspeki og samræðu og algjörum byrjendum á þessu sviði. Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast og þróa færni sína í stjórnun heimspekilegrar samræðu. Continue reading Námskeið með Emma og Peter Worley

„Virðing í netmiðlum“ – Vinnustofa


Föstudaginn 7. mars kl. 15:00 stendur MenntaMiðja fyrir vinnustofu sem ber yfirskriftina „Virðing í netmiðlum“ í stofu H-201 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ v/Stakkahlíð.

Stjórnandi er Kristian Guttesen, sem sótti ráðstefnu um efnið á vegum Pestalozzi áætlunar Evrópuráðsins í nóvember sl. Pestalozzi ráðstefnur eru ætlaðar til að stuðla að starfsþróun skólafólks með því að bjóða útvöldum kennurum og öðru skólafólki tækifæri til að kynnast því nýjasta sem er að gerast á tilteknum sviðum sem tengjast námi og kennslu. Continue reading „Virðing í netmiðlum“ – Vinnustofa

Alþjóðleg sumarnámskeið

Sumarið 2014 verða ýmis námskeið í boði fyrir þá sem vilja kynna sér aðferðir í heimspekikennslu og dýpka færni sína á þessu sviði. Þau námskeið sem heimspekitorgið hefur frétt af eru þessi:

6.-7. júní, Riga í Lettlandi: EPIC international Workshop, aðalkennari er Catherine McCall. Nánari upplýsingar verða uppfærðar um leið og þær berast.

27.-29. júní, Laval University í Quebec í Kanada: NAACI Weekend Workshop Retreat. An ideal opportunity to spend a weekend dialoguing with fellow philosophical practitioners! 

This workshop retreat is geared toward experienced philosophical facilitators and practitioners who want to deepen their understanding and use of the Community of Philosophical Inquiry (CPI) model in an informal, collaborative retreat atmosphere. During the workshop participants will engage in CPI sessions together with the help of guest master-facilitators, explore best practices for facilitation in different contexts and extend the discussions on CPI applications sparked during the NAACI conference. More information and registration at the NAACI website.

Ný heimasíða ICPIC

ICPIC, alþjóðasamtök barnaheimspekinga, uppfærðu nýlega heimasíðu sína. Þar má nálgast upplýsingar um ráðstefnu samtakanna sem hefst í Suður-Afriku í byrjun september. Heimasíðan birtir upplýsingar um ýmsar ráðstefnur og námskeið á sviði barnaheimspeki auk þess sem þar verða í boði nokkrir umræðuhópar sem áhugasamir geta skráð sig í.

Hildigunnur Sverrisdóttir með ókeypis námskeið

Hildigunnur SverrisdóttirNæstkomandi sunnudag verður Hildigunnur Sverrisdóttir, aðjúnkt og fagstjóri í arkitektúr, með ókeypis, sjálfstætt framhaldsnámskeið á vegum Félags heimspekikennara. Í maí síðastliðnum hélt hún vel heppnað námskeið á aðalfundi Félags heimspekikennara undir yfirskriftinni „Skapandi dvelur manneskjan – er hægt að kenna henni það?“

Þátttakendur óskuðu eftir framhaldi þar sem möguleiki væri á að rýna frekar í efnið. Hildigunnur lumar einnig á viðbótarefni sem þátttakendur á framhaldsnámskeiðinu fá að njóta, og verður nægur tími fyrir umræður um efnið. Allir eru velkomnir.

Hægt er að senda tölvupóst á sigurlh@simnet.is og biðja um að fá sent lesefni um efnið, ef áhugi er fyrir hendi. Continue reading Hildigunnur Sverrisdóttir með ókeypis námskeið

Sjónarhornið

Hugleiðingar um fyrirlestur Hildigunnar Sverrisdóttur „Skapandi dvelur manneskjan: er hægt að kenna henni það?“ á aðalfundi Félags heimspekikennara, 25. maí 2013

eftir Elsu Haraldsdóttur

Á aðalfundi Félags heimspekikennara, þann 25. maí síðastliðinn, var boðið upp á námskeið undir leiðsögn Hidigunnar Sverrisdóttir, arkitekts og aðjúnkts við Listaháskóla Íslands. Námskeiði var í fyrirlestrarformi og bar heitið „Skapandi dvelur manneskjan: er hægt að kenna henni það?“ en tititillinn vísar í ritgerð þýska heimspekingsins Heideggers, „“…Poetically man dwells…”“. Í fyrirlestrinum tók Hildigunnur hvert hugtak titilsins fyrir sig, „manneskjan“, „dvelur“ og „skapandi“ og varpaði þannig ljósi á hugmyndafræðina sem þar liggur að baki og samtímis reyndi að tengja þau saman í heildstæða mynd. Markmið námskeiðsins var að kynna fyrir þátttakendum ákveðna hugmyndir um manneskjuna og samfélagið í anda gagnrýninnar kenningar. Fyrirlesturinn var mjög efnismikill og heljarinnar ferðalag í gegnum tiltölulega flókið hugmyndakerfi en hin þverfaglega nálgun á viðfangsefnið var einkum áhugaverð. Fyrirlesturinn, í anda viðfangsefnis síns, vakti fleiri spurningar en svör en fyrir vikið væri einkar áhugvert að taka upp þráðinn og gefa kost á ítarlegri umræðum um efnið ef áhugi er fyrir því á meðal aðstandenda.

Continue reading Sjónarhornið

Fréttabréf aprílmánaðar

Fréttabréf aprílmánaðar er komið á vefinn. Fréttbréfið er stútfullt af efni enda nóg um að vera í heimspekikennslu á Íslandi. Meðal efnis eru fréttir frá nýafstöðnu málþingi Félags heimspekikennara, viðtal við Jón Thoroddsen heimspekikennara í Laugalækjarskóla og sagt er frá heimspekinámskeiðum sem verða haldin fyrir börn og unglinga sumarið 2013. Í verkefnum mánaðarins eru meðal annars úrval sagna af tyrkneska kennaranum Nasreddin, en sögurnar af honum eru ríkulegt hráefni í heimspekilega samræðu.

Sumarnámskeið fyrir framhaldsskólakennara: Gagnrýnin hugsun og grunnþættir menntunar

Félag heimspekikennara stendur í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands fyrir sumarnámskeiði um gagnrýna hugsun og grunnþætti menntunar.

Námskeiðið er einkum ætlað framhaldsskólakennurum til að skerpa á og styðja við þá stefnumótun sem ný aðalnámskrá framhaldsskóla hefur í för með sér, og skýra tengsl gagnrýninnar hugsunar við grunnþætti menntunar í henni. Continue reading Sumarnámskeið fyrir framhaldsskólakennara: Gagnrýnin hugsun og grunnþættir menntunar

Námskeið í frásagnalist 12. – 14. apríl

Að dafna og blómstra með sagnalist

Storytelling með Nancy Mellon: Námskeið ætlað sagnaþulum, foreldrum, kennurum, þerapistum og öðrum áhugasömum

Helgina 12. – 14. apríl kemur sagnaþulan Nancy Mellon (USA) til landsins. Hún mun halda námskeið í frásagnalist þar sem hún leiðir þátttakendur inn í ævintýralegan heim sögunnar. Hún starfar með fólki af mismunandi bakgrunni sem leitar að nýrri sýn og betri líðan í persónulegu-, fjölskyldu- og á starfssviði sínu. Continue reading Námskeið í frásagnalist 12. — 14. apríl