Sjónarhornið

Hugleiðingar um fyrirlestur Hildigunnar Sverrisdóttur „Skapandi dvelur manneskjan: er hægt að kenna henni það?“ á aðalfundi Félags heimspekikennara, 25. maí 2013

eftir Elsu Haraldsdóttur

Á aðalfundi Félags heimspekikennara, þann 25. maí síðastliðinn, var boðið upp á námskeið undir leiðsögn Hidigunnar Sverrisdóttir, arkitekts og aðjúnkts við Listaháskóla Íslands. Námskeiði var í fyrirlestrarformi og bar heitið „Skapandi dvelur manneskjan: er hægt að kenna henni það?“ en tititillinn vísar í ritgerð þýska heimspekingsins Heideggers, „“…Poetically man dwells…”“. Í fyrirlestrinum tók Hildigunnur hvert hugtak titilsins fyrir sig, „manneskjan“, „dvelur“ og „skapandi“ og varpaði þannig ljósi á hugmyndafræðina sem þar liggur að baki og samtímis reyndi að tengja þau saman í heildstæða mynd. Markmið námskeiðsins var að kynna fyrir þátttakendum ákveðna hugmyndir um manneskjuna og samfélagið í anda gagnrýninnar kenningar. Fyrirlesturinn var mjög efnismikill og heljarinnar ferðalag í gegnum tiltölulega flókið hugmyndakerfi en hin þverfaglega nálgun á viðfangsefnið var einkum áhugaverð. Fyrirlesturinn, í anda viðfangsefnis síns, vakti fleiri spurningar en svör en fyrir vikið væri einkar áhugvert að taka upp þráðinn og gefa kost á ítarlegri umræðum um efnið ef áhugi er fyrir því á meðal aðstandenda.

Continue reading Sjónarhornið

Fréttabréf júní 2013

Fréttabréf heimspekikennara í júní 2013 er komið á vefinn. Fréttabréfið kemur út mánaðarlega og flytur fréttir af störfum og hugmyndum heimspekikennara á Íslandi. Í nýjasta tölublaðinu má meða annars lesa fréttir af aðalfundi, upplýsingar um námsefnisgerð, viðtal við Guðrúnu Hólmgeirsdóttur, grein um hvernig foreldrar geta kennt börnum sínum gagnrýna hugsun og verkefni um heilbrigði.

Viðtal við heimspekikennara: Guðrún Hólmgeirsdóttir

Ritstjórn heimspekitorgsins tók stutt viðtal við Guðrúnu Hólmgeirsdóttur, heimspekikennara við Menntaskólann í Hamrahlíð. Hér að neðan segir hún frá kennslunni sinni og sýn á heimspekikennslu almennt.

Spurning 1: Hvar ert þú að kenna heimspeki? Hvernig er heimspeki byggð inn í skólastarfið? Hvaða áfangar eru kenndir? Er heimspeki valgrein eða skylda á ákveðnum brautum?

Guðrún: Ég kenni í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hef gert í rúma tvo áratugi. Hefð fyrir heimspeki í skólanum nær langt aftur fyrir það og hér ríkir velvilji gagnvart heimspekinni. Continue reading Viðtal við heimspekikennara: Guðrún Hólmgeirsdóttir

Fréttir af aðalfundi

Laugardaginn 25. maí sl. var aðalfundur Félags heimspekikennara haldinn í Verzlunarskóla Íslands. Morgunninn hófst með að Hildigunnur Sverrisdóttir hélt námskeið fyrir félagsmenn undir yfirskriftinni „Skapandi dvelur manneskjan – er hægt að kenna henni það?“ Hildigunnur er aðjúnkt og fagstjóri í arkitektúr. Hún kennir við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og hefur unnið með gagnrýna kenningu og verufræði. Á næstu dögum verður birt greinargerð um námskeið Hildigunnar hér á Heimspekitorgi.

Continue reading Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur 25. maí

Aðalfundur Félags heimspekikennara verður haldinn laugardaginn 25. maí 2013, kl. 11, og fer fram í húsnæði Verzlunarskóla Íslands. Hildigunnur Sverrisdóttir, aðjúnkt og fagstjóri í arkitektúr, heimsækir félagið og heldur námskeið undir yfirskriftinni „Skapandi dvelur manneskjan – er hægt að kenna henni það?“

Hildigunnur kennir við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og hefur unnið með gagnrýna kenningu og verufræði.

Námskeiðið er öllum opið og þátttaka ókeypis. Að námskeiðinu loknu hefjast hefðbundin aðalfundarstörf. Kaffiveitingar í boði Félags heimspekikennara.

 Dagskrá aðalfundar

1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar
3. Ársreikningur
4. Lagabreytingar*
5. Kynning á Frostaskjólsverkefni
6. Skýrsla ritstjórnar
7. Efni um heimspekikennslu
8. Ályktanir
9. Kosningar
10. Önnur mál

*(https://heimspekitorg.is/wp-content/uploads/2013/05/Tillaga-að-lagabreytingu-lögð-fyrir-aðalfund-Félags-heimspekikennara-25.pdf)

Hugsun og hamingja

Mánudaginn 6. maí kl. 20.00 í Hljóðbergi, sal Hannesarholts, munu Páll Skúlason, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Henry Alexander Henrysson flytja stutt erindi og standa fyrir umræðum um tengsl hugsunar og hamingju og varpa fram ýmsum spurningum um efnið. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Continue reading Hugsun og hamingja

Viðtal við Eyju Margréti í Morgunútvarpi Rásar 2, 26. apríl

Eyja Margrét BrynjarsdóttirEyja Margrét Brynjarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Eddu – öndvegissetri, verður í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í fyrramálið, föstudag, klukkan rúmlega 8:15. Þar ræðir hún um viðfangsefnið „gagnrýna hugsun“ en í gær, miðvikudag, flutti hún fræðsluerindi á vegum Félags heimspekikennara í Verzlunarskóla Íslands um efnið.
Continue reading Viðtal við Eyju Margréti í Morgunútvarpi Rásar 2, 26. apríl

Hvernig er best að innleiða nýja grunnþætti menntunar?

Elsa Björg MagnúsdóttirÁ málþingi Félags heimspekikennara, sem haldið var í Réttarholtsskóla 13. apríl 2013, tók Björn Rúnar Egilsson hjá Heimili og skóla viðtal við Elsu Björgu Magnúsdóttur siðfræðing og kennara um hvernig best er að innleiða nýja grunnþætti menntunar.

Á málþinginu flutti Elsa Björg erindi undir yfirskriftinni „Raunverulegt gildismat“ en þar talaði hún m.a. út frá gestsauga kennaranemans og fjallaði um sýn sína á innleiðingu grunnþátta menntunar. Í viðtalinu veltir hún því meðal annars upp hvort ómælanleiki grunnþátta geti verið hindrun, hvort það sé verið að gera of miklar kröfur til kennara og hvort þá skorti stuðning. Continue reading Hvernig er best að innleiða nýja grunnþætti menntunar?