Fréttir af aðalfundi

Laugardaginn 25. maí sl. var aðalfundur Félags heimspekikennara haldinn í Verzlunarskóla Íslands. Morgunninn hófst með að Hildigunnur Sverrisdóttir hélt námskeið fyrir félagsmenn undir yfirskriftinni „Skapandi dvelur manneskjan – er hægt að kenna henni það?“ Hildigunnur er aðjúnkt og fagstjóri í arkitektúr. Hún kennir við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og hefur unnið með gagnrýna kenningu og verufræði. Á næstu dögum verður birt greinargerð um námskeið Hildigunnar hér á Heimspekitorgi.

Continue reading Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur 25. maí

Aðalfundur Félags heimspekikennara verður haldinn laugardaginn 25. maí 2013, kl. 11, og fer fram í húsnæði Verzlunarskóla Íslands. Hildigunnur Sverrisdóttir, aðjúnkt og fagstjóri í arkitektúr, heimsækir félagið og heldur námskeið undir yfirskriftinni „Skapandi dvelur manneskjan – er hægt að kenna henni það?“

Hildigunnur kennir við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og hefur unnið með gagnrýna kenningu og verufræði.

Námskeiðið er öllum opið og þátttaka ókeypis. Að námskeiðinu loknu hefjast hefðbundin aðalfundarstörf. Kaffiveitingar í boði Félags heimspekikennara.

 Dagskrá aðalfundar

1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar
3. Ársreikningur
4. Lagabreytingar*
5. Kynning á Frostaskjólsverkefni
6. Skýrsla ritstjórnar
7. Efni um heimspekikennslu
8. Ályktanir
9. Kosningar
10. Önnur mál

*(https://heimspekitorg.is/wp-content/uploads/2013/05/Tillaga-að-lagabreytingu-lögð-fyrir-aðalfund-Félags-heimspekikennara-25.pdf)

Hugsun og hamingja

Mánudaginn 6. maí kl. 20.00 í Hljóðbergi, sal Hannesarholts, munu Páll Skúlason, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Henry Alexander Henrysson flytja stutt erindi og standa fyrir umræðum um tengsl hugsunar og hamingju og varpa fram ýmsum spurningum um efnið. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Continue reading Hugsun og hamingja

Viðtal við Eyju Margréti í Morgunútvarpi Rásar 2, 26. apríl

Eyja Margrét BrynjarsdóttirEyja Margrét Brynjarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Eddu – öndvegissetri, verður í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í fyrramálið, föstudag, klukkan rúmlega 8:15. Þar ræðir hún um viðfangsefnið „gagnrýna hugsun“ en í gær, miðvikudag, flutti hún fræðsluerindi á vegum Félags heimspekikennara í Verzlunarskóla Íslands um efnið.
Continue reading Viðtal við Eyju Margréti í Morgunútvarpi Rásar 2, 26. apríl

Hvernig er best að innleiða nýja grunnþætti menntunar?

Elsa Björg MagnúsdóttirÁ málþingi Félags heimspekikennara, sem haldið var í Réttarholtsskóla 13. apríl 2013, tók Björn Rúnar Egilsson hjá Heimili og skóla viðtal við Elsu Björgu Magnúsdóttur siðfræðing og kennara um hvernig best er að innleiða nýja grunnþætti menntunar.

Á málþinginu flutti Elsa Björg erindi undir yfirskriftinni „Raunverulegt gildismat“ en þar talaði hún m.a. út frá gestsauga kennaranemans og fjallaði um sýn sína á innleiðingu grunnþátta menntunar. Í viðtalinu veltir hún því meðal annars upp hvort ómælanleiki grunnþátta geti verið hindrun, hvort það sé verið að gera of miklar kröfur til kennara og hvort þá skorti stuðning. Continue reading Hvernig er best að innleiða nýja grunnþætti menntunar?

Fréttabréf aprílmánaðar

Fréttabréf aprílmánaðar er komið á vefinn. Fréttbréfið er stútfullt af efni enda nóg um að vera í heimspekikennslu á Íslandi. Meðal efnis eru fréttir frá nýafstöðnu málþingi Félags heimspekikennara, viðtal við Jón Thoroddsen heimspekikennara í Laugalækjarskóla og sagt er frá heimspekinámskeiðum sem verða haldin fyrir börn og unglinga sumarið 2013. Í verkefnum mánaðarins eru meðal annars úrval sagna af tyrkneska kennaranum Nasreddin, en sögurnar af honum eru ríkulegt hráefni í heimspekilega samræðu.

Raunverulegt gildismat?

Málþing Félags heimspekikennara um „Innleiðingu grunnþáttanna lýðræði, mannréttindi og jafnrétti í þverfaglegu skólastarfi“

Réttarholtsskóla, 13. apríl 2013

eftir Elsu Björgu Magnúsdóttur

1.      Kynning

Góðan dag, ágæti mennta- og menningarmálaráðherra og aðrir gestir.

Ég heiti Elsa Björg Magnúsdóttir og er siðfræðingur. Erindi mitt ber titilinn „Raunverulegt gildismat?“ og nálgast ég efni þessa málþings út frá sjónarhóli siðfræðinnar. Grunnþættirnir sem eru til umfjöllunar eru siðferðileg hugtök sem eru mér sérlega hugleikin. Mun ég gera þeim stuttlega skil, og leggja til, hvernig þau má innleiða inn í íslenska menntun. Tel ég að áherslur í gegnum tíðina hafi verið of einhæfar og að húmanísk menntun eigi að vega þyngra en verið hefur. Leiði ég líkum að því að siðfræðimenntun eigi að teljast til hinna eiginlegu kjarnagreina.

Continue reading Raunverulegt gildismat?

Er skólastarf á Íslandi lýðræðislegt?

Ingimar Ólafsson Waage

Á nýafstöðnu málþingi Félags heimspekikennara, sem haldið var í Réttarholtsskóla 13. apríl 2013, tók Björn Rúnar Egilsson hjá Heimili og skóla viðtal við Ingimar Ólafsson Waage myndlistarkennara um mastersverkefni sitt, „Hver eru viðhorf grunnskólakennara til lýðræðis í skólastarfi?

Í rannsókn Ingimars kom í ljós að skilningur margra kennara á lýðræði lítur út fyrir að vera nokkuð yfirborðslegur og kennarar forðast að tala við nemendur um mikilvæg mál eins og stjórnmál og trúmál. Orsökin virðist vera ótti kennara við innrætingu.

Continue reading Er skólastarf á Íslandi lýðræðislegt?