Félag heimspekikennara mælir með því að þið lítið við á Sísyfos heimspekismiðju sem er vettvangur og upplýsingamiðill fyrir heimspekilega ástundun Jóhanns Björnssonar. Sísyfos heimspekismiðja býður upp á námskeið, kennsluráðgjöf og fyrirlestra í heimspeki og heimspekikennslu. Á heimasíðu heimspekismiðjunnar gefurJóhann auk þess innsýn í kennsluna hjá sér, segir frá verkefnum og vitnar í nemendur.
Author: ritstjorn
Heimspekikennarar láta heyra í sér
Elsa Haraldsdóttir og Kristian Guttesen skrifuðu nýlega grein sem birtist á Visir.is. Í greininni kalla þau eftir sterkari stöðu heimspekinnar í nýjum aðalnámskrám og vísa sérstaklega til kaflans um samfélagsfræðikennslu í grunnskólum. Félag heimspekikennara minnir á að frestur til að senda inn athugasemdir um námsgreinahluta aðalnámskrár grunnskóla rennur út 7. september næstkomandi. Félagið heldur uppi umræðu um nýju námskrána á Facebook.
Fréttabréf ágústmánaðar
Fréttabréf heimspekikennara í ágúst 2012 er komið á vefinn. Meðal efnis er viðtal við heimspekikennara, fréttir af starfi félagsins og námskeiðum sem verða í boði í haust. Félagið er að leita að lógói og sendir út kall til félagsmanna um að taka þátt í verkefnum á vegum félagsins.
Viðtal við heimspekikennara: Ragnar Þór Pétursson
Ritstjórn Heimspekitorgsins mun í vetur taka stutt viðtöl við starfandi heimspekikennara til að fá fréttir af innra starfi þeirra. Fyrsta viðtalið er við Ragnar Þór Pétursson, kennara í Norðlingaskóla. Continue reading Viðtal við heimspekikennara: Ragnar Þór Pétursson
Ný táknmynd félagsins
Stjórn félags heimspekikennara hefur um hríð leitað að góðri táknmynd fyrir félagið. Slík mynd gefur félaginu skýra ásýnd á heimasíðu, facebook, fréttabréfi og í öðrum útgáfum og getur verið ákveðið sameiningartákn. Nú hefur Ingimar Waage, myndlistarmaður og stjórnarmaður í félaginu lagt fram tillögu að mynd sem hér með er borin undir félagsmenn.Við hvetjum félagsmenn til að senda stjórninni ábendingar og athugasemdir um þessa táknmynd áður en endanleg ákvörðun verður tekin um að gera hana að andliti félagsins.
Þakkir til fráfarandi formanns
Ný stjórn félags heimspekikennara fór í heimsókn til Ármanns Halldórssonar, fráfarandi formanns, í kjölfar aðalfundar félagsins í júní. Ármanni voru færðar gjafir sem þakklætisvottur fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Ármann hefur verið formaður félags heimspekikennara síðan starfsemi þess var endurreist sumarið 2009. Hann á mestan heiður að því að endurvekja starfsemi félagsins og halda henni gangandi síðustu ár. Auk þess að kenna heimspeki og semja námsefni í faginu hefur hann af mikilli atorku sameinað fjölda heimspekikennara og byggt upp öflugt félagsstarf. Ármann hefur haft veg og vanda að fjölbreyttri dagskrá félagsins og stjórnað faglegri ráðgjöf félagsins til opinberra aðila. Félagsmenn þakka Ármanni vel unnin störf og á myndinni hér til hliðar má sjá Kristian Guttesen og Ingimar Waage afhenda Ármanni gjöfina frá félaginu. Continue reading Þakkir til fráfarandi formanns
Fréttabréf júlí 2012
Nýtt Fréttabréf heimspekikennara er komið út. Meðal efnis eru fréttir af aðalfundi, bréf um endurskoðun á Aðalnámskrá frá nýjum formanni félagsins, sagt er frá heimspekikennslu í Réttarholtsskóla og tenglar eru á námsefni og annað lesefni sem gagnast getur heimspekikennurum.
Námsefnisgerð
Það er til nokkuð gott úrval af námsefni í heimspeki á íslensku en betur má ef duga skal. Um þessar mundir eru fjórir aðilar að vinna að gerð námsefnis til heimspekikennslu og er það fagnaðarefni. Ný Aðalnámskrá leggur áherslu á gagnrýna hugsun og umræðu um siðferðilegar spurningar í skólastarfi og heimspekin hefur margt að bjóða í þessum efnum. Continue reading Námsefnisgerð
Heimspekikaffihúsið
Heimspekikaffihúsið í Reykjavík fer ekki í sumarfrí. Næsti fundur er laugardaginn 4. ágúst kl. 14-16 og þá verður rædd spurningin Hvað eru skilningarvit? Allir eru velkomnir á heimspekikaffihús.
Heimspekilegar æfingar: Spinoza
Heimspekilegri æfingu sem vera átti miðvikudaginn 11. júlí hefur verið frestað vegna veðurs og sumarleyfi. Æfingin átti að vera sú þriðja í röð fimm æfinga um Ethics eftir Spinoza. Þráðurinn verður tekinn upp í ágúst og verða æfingarnar þá nánar auglýstar hér á Heimspekitorginu og á Facebook.