Ný táknmynd félagsins

Stjórn félags heimspekikennara hefur um hríð leitað að góðri táknmynd fyrir félagið. Slík mynd gefur félaginu skýra ásýnd á heimasíðu, facebook, fréttabréfi og í öðrum útgáfum og getur verið ákveðið sameiningartákn. Nú hefur Ingimar Waage, myndlistarmaður og stjórnarmaður í félaginu lagt fram tillögu að mynd sem hér með er borin undir félagsmenn.Við hvetjum félagsmenn til að senda stjórninni ábendingar og athugasemdir um þessa táknmynd áður en endanleg ákvörðun verður tekin um að gera hana að andliti félagsins.